Borgfirðingabók - 01.12.2006, Síða 168
166
Borgftrðingabók 2006
miðun gat hann verið nálægt Ferstiklu. Bretar settu upp búnað til að
hlusta eða miða hann betur út. Aftur viku seinna var sent skeyti. Nú
var það helst staðsett sunnan fjarðar, en þó ekki víst hvar, eins og
það væri á hreyfingu. Enn viku síðar staðfestist að sendirinn væri
á ferð hjá Eyrarkoti, og var nú allt kapp lagt á að ná bíl sem var á
suðurleið. Þama var íslenskur maður á ferð. Hann var eltur og henti
út sendistöðinni og fleim. Svo var hann tekinn.
Hlustunarbúnaður mun hafa verið í Kafteinsstofunni um tíma.
Hermennimir fengu takmaraðar fréttir um gang styrjaldarinnar.
Enda ekki uppörvandi, breski herinn var alls staðar á undanhaldi.
Hvert landið eftir annað féll um leið og þýskir gerðu innrás þar. Her-
mennimir vom að spyrja Islendinga um hvað þulurinn væri að segja
um Grikkland, eða Trípólís, eða Krít. Þeir náðu bara nöfnum, ekki
frásögninni um að landar þeirra hefðu flúið. Eitt sinn var þulurinn að
segja frá falli Krítar. Dátamir spurðu: Hvað er að ske? Eldri bóndi
sem var þama viðstaddur svaraði og heldur seinlega:
„Difficult in Krít“. Svo var það ekki meira!
Póst fengu þeir að minnsta kosti tvisvar meðan þeir bjuggu í hlöð-
unni. Það var hátíð, en sumir gátu ekki lesið sjálfir. Góður liðþjálfi
kom þá til hjálpar. Ég sá nokkur bréf, þau vom ekki flókin en komu
þó róti á tilfinningar þeirra. Ég man eitt, þar sagði mamma bara að
henni þætti ósköp vænt um drenginn sinn. Skriftin var skelfileg. Sumir
stafimir skrifstafir, aðrir blokkstafir, allir misstórir og hlykkjóttir. Þú
skrifar mikið betur, ábyggilega!
Kafteinninn var oft ekki í stofunni sinni, en þjónninn fór þá inn-
fyrir og dvaldi þar, en þegar húsbóndinn var inni stóð hann á þröskuld-
inum, svaf aldrei, gætti bara húsbóndans!
Kafteinn Dennis vann sig fljótt upp og var settur yfir allt lið utan
Reykjavíkur. Hann var vinsæll af íslendingum. Svo var hann sendur
út, og um sumarið eftir kom mynd og nafn hans í Morgunblaðinu.
Hafði fallið í Norður-Afríku. Við fengum lýsingu á atburðum. Hann
hafði orðið of seinn í farartækið þegar skipun var gefin um að hörfa
til fyrirfram ákveðinnar vamarstöðvar. Þama var barist eins og væri
sjóorrusta. Stórskotalið þrumaði, reyndi að umkringja óvininn, en ók
síðan í ofboði til næstu hæðar eða skarðs þegar það mistókst.
Sólarhring síðar komu félagar hans aftur sem sigurvegarar í nýrri
orrnstu. Þá fundust aðeins beinin af þeim sem eftir höfðu orðið. Það er
víst hægt að „verða úti“ þama þótt ekki sé kuldinn sem drepur! Sólin