Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 169
Borgfirðingabók 2006
167
og hitinn gengur frá mönnum á stuttum tíma. Svo taka skordýrin við,
eins konar sorphirða.
Smátt og smátt fóru að koma fleiri skip í Hvalfjörðinn, mest birgða-
skip, en líka herskip. Unnið var að girðingu og það gerðu smáskip,
sérbúin til slíkrar vinnu. Þau voru sérhæfð. Til dæmis voru þau með
gálga fram úr stefni, eins og tvö bugspjót. Þau fluttu oft baujur og dót
hangandi í„nefinu“.
Bretamir tóku starfið mjög alvarlega og óttuðust njósnir. Jón bóndi
í Katanesi átti lítinn bát og fiskaði í soðið þegar fisk var að fá, og það
var oftast. Eitt sinn er hann reri ásamt Ólafi syni sínum var kominn
nýr foringi í girðingarvinnuna; hann þekkti ekki Jón. Sendi bát til að
skoða málið. Jón var spurður um erindi og sagði sem var. Foringjan-
um þótti maðurinn ekki hafa það útlit sem hann gerði sér hugmynd
um að íslenskur bóndi hefði, enda var Jón allra manna snyrtilegastur,
gekk í fötum eins og greifar nota, (t.d. ,,leggings“), hafði snyrtilegt
yfirskegg og reykti pípu! Foringinn lét taka þá feðga upp á herskipið
meðan beðið var eftir skipunum frá yfirstjóminni. Þeir fengu stóla til
að sitja á, en yfir þeim stóð sjóliði með alvæpni. Sólskin var og blíð-
virðri. Tíminn leið og Jóni leiddist þetta þóf. Hann hafði bók í vasa
sínum, það var samtalsorðabók sem menn notuðu mikið og lærðu
með henni að bjarga sér í enskunni. Þegar ekkert gerðist segir Jón við
vörðinn: „Plendy sunn“. Varðmanninum brá svo við ávarpið að hann
brá upp byssunni og kallaði til yfirmanninn (prison makes trouble).
Jóni brá ekkert, hann brosti og gaf yfirmanninum skýringu, að sólin
væri óþægilega sterk þegar maður sæti kyrr! Svo kom viðurkenning
frá yfirherstjóminni. Þetta væri bóndinn í Katanesi en ekki þýskur
njósnari.
Þegar herskipum fjölgaði komu þjónustubátar, kallaðir „trans-
portarar". Þeir voru gjaman íslenskir. Þeir dreifðu pósti og matvöru
og sinntu að auki ýmiss konar erindum sem til féllu. Það var sérstakur
bátur með lækni. Væri smitsjúkdómur um borð í skipi hafði það uppi
gula veifu. Bretar byggðu stóra herstöð á Hvítanesi - þaðan voru
„hnýflóttu“ skipin sem önnuðust kafbátagirðingamar - og aðra á
Hvammi/Hvammsvík. Þar var yfirstjóm fyrir skipalægin, enda yfir-
sýn um allan Qörðinn innanverðan og að nokkru leyti alveg út í
fjarðarmynni. Samband við skipin var með ljósa-morsi og svo líka
með fánamerkjum, flöggum.
Bretar lagfærðu mikið veginn sunnan fjarðar; þeir þurftu svo