Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 184
182
Borgfirðingabók 2006
stráklinganna var kúskur, og vinna
þeirra fólst í því að stýra tveimur
hestum fyrir malarkerrum milli
áðurgreindra staða. Tipparamir sáu
um að steypa mölinni úr kerrunum,
það þótti ofraun óhörðnuðum ungl-
ingum.
Nú lá fyrir að ég stundaði þessa
atvinnu það sem eftir lifði sumars
og ekki í heimasveitinni heldur all-
íjarri í Borgaríjarðarhéraði. Ekki
man ég dagsetninguna þegar ég hóf
þetta sumarstarf, en líklega hefur
það verið viku eftir fermingu. Fyrir
víst man ég að 17. júní, sem þá bar
upp á laugardag, var ég kominn
heim úr tjaldbúðum vinnuflokksins.
Þær voru skammt austan við Hvítárvelli við veg þann sem nú ber
númerið 52 og tengir leiðirnar um Geldingadraga og Uxahryggi við
hringveginn um hina fonnfögm og margljósmynduðu brú á Hvítá hjá
Ferjukoti. Þarna var unnið að ofaníburði í veginn með sama hætti og
lýst er hér að framan. Trúlega hefur þótt við hæfi að allir sem áttu
þess nokkurn kost væm heima hjá sér á þessum þjóðminningardegi
ef þeir lögðu þá ekki leið sína til Þingvalla. Um það var ekki að ræða
í mínu tilfelli, en heima dvaldi ég þennan dag.
Rigningin þá á Þingvöllum á sinn sess í sögunni, ekki síst vegna
þeirra orða útvarpsmannsins þjóðkunna, Helga Hjörvars, er lýsti há-
tíðinni, „að silkifáninn laugaðist tárum himinsins.“ Þannig komst
hann framhjá því banni sem þá var á vegna hemámsins að tjalla á
nokkum hátt um veður í útvarpi. Og rigningin var ekki einskorðuð við
Þingvelli. Fyrir víst man ég að drjúgum rigndi heima á Gestsstöðum í
Sanddal meðan við systkinin og móðir okkar reyndum að fylgjast með
hátíðahöldunum af lýsingunni í útvarpi. En hlustunarskilyrðin sem þá
vom þættu okkur sem nú erum orðin vön feimlausri FM-útsendingu
heldur klén. Langbylgjan, sem þá var einráð í ljósvakanum, var æði
næm fyrir hverskonar óreiðu í gufuhvolfinu, og e. t. v. hafa tæknileg
skilyrði á Þingvöllum einnig komið þama við sögu.
Guðrím L. Guðmundsdóttir mat-
ráðskona frá Skálpastöðum (Borg-
firzkar œviskrár, IV, 20).