Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 186
184
Borgfirðingabók 2006
Haraldur Jóhannesson (Borgfirzkar Albert Sigurvinsson (Borgfirzkar
œviskrár IV, 272). œviskrár 1, 23).
héraðinu. Þessir tveir þurftu ekki að snúa heim til bús og barna um
helgar og notuðu þær til þess að blóta Bakkus konung ótæpilega. Ég
hygg ég hafi dvalið tvær helgar í tjöldunum, ekki átt þess kost að
komast heim, og hafði þá kynni af háttalagi þeirra. Fyrir hvora helgi
um sig urðu þeir sér úti um einn kassa af svartadauða, 12 flöskur, og
neyttu þeirra birgða yfir helgina. Ekki fylgdi drykkju þeirra uppsteyt-
ur eða óeirðir. Þeir héldu sig í tjaldi sínu, drukku og ræddu saman.
Þriðji maðurinn hét Jóel Jónsson, hafði komið norðan úr Húnavatns-
sýslu fyrir fáeinum árum sem vinnumaður í Fomahvamm, er á þeim
ámm var mikilvægur gisti- og veitingastaður auk þess sem einnig var
þar búrekstur. Ekki veit ég aldur þessa manns né ættemi, en að útliti
sýndist hann nokkuð kominn til ára sinna og var býsna sérkennilegur
í orðavali og töktum ýmsum. Einu sinni að ég vissi tók hann þátt í
drykkju þeirra tvímenninganna en varð bumbult af drykknum.
Þeir tveir menn sem eftir er að greina frá vom líklega báðir
innan við tvítugt, komnir vestan úr Olafsvík frekar en Hellissandi.
Eiginnöfn þeirra vom að mig minnir Guðmundur og Kristinn en
föðurnöfn þeirra lærði ég ekki. Þeir vom því Snæfellingar, en það
var þjóðflokkur sein á uppvaxtarárum mínum naut ekki mikils álits
manna í Borgarfirði, a. m. k. hvað ráða mátti af umtali.
Þá víkur sögu að okkur kúskunum, 7 strákum um fermingaraldur.
Fjórir vom búsettir í Borgamesi og hétu: Einar Eggertsson, Einars-
sonar, sem þá var héraðslæknir í Borgamesi, Olafur Asgeirsson,