Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 190
188
Borgfirðingabók 2006
Slíkir bílar sem þessi tíðkuðust í vegavinnu í lok síðari heimsstyrjaldar. Þetta
er Ford, árgerð 1946, eign Geirs Jónssonar í Dalsmynni í Norðurárdal, og
tók hann myndina, sem hér er tekin úr bókinni Saga bílsins á lslandi 1904
— 2004 eftir Sigurð Hreiðar Hreiðarsson. I myndartexta segir þar m.a.: ,,Með
bílum sem þessum, 2/2-3 tonn að burðargetu, var gert stórátak í vegagerð og
vegaviðhaldi um miðja öldina. ”
að kantar hins nýja vegar hafi verið hlaðnir úr sniddu eins og tíðkast
hafði áratugum saman. Ég var þama áfram að mestu í hlutverki
kúsksins, stýrði kerruhestum þótt tími þeirra í vegagerð væri rétt að
segja á enda. Orsök þess að mér var skipað í hinn nýja flokk kann að
hafa tengst því að faðir minn hafði verið í honum fyrr um sumarið en
farið heim um þetta leyti að sinna um heyskap. Hann kom svo aftur
til vinnu þarna undir haust.
Verið getur að einhverjir sem skipuðu hinn nýja flokk séu mér nú
gleymdir, en stuttlega skal nú gerð grein fyrir þeim sem enn em mér
í minni. Flokksstjórinn var rúmlega hálfþrítugur maður, einn úr hópi
10 bræðra sem ólust upp í Hítardal framan af síðustu öld, Kristján
Finnbogason að nafni. Ráðskonavarunnusta hans, Sigríður Kristjáns-
dóttir, bóndadóttir sunnan úr Flóa. Næsta ár stofnuðu þau framtíðar-
heimili sitt á Selfossi.
Tveir bræður úr Reykjavík vom jarðýtustjórar, ungir menn, karl-
mannlegir og miklir vexti, hæglátir og prúðmenni í framkomu. Ég
þykist muna fyrir víst að sá eldri héti Svavar og e. t. v. verið Júlíus-