Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 192
190
Borgfirðingabók 2006
stríðsárunum ásamt þeim sem voru einskonar milliliður þessara
tveggja flokka og komu á kreppuárum Qórða áratugarins. Vörubílar
sem þá þekktust voru af allt annarri stærðargráðu en nú sjást á veg-
unum. Þrjú tonn voru oftast tilgreindur hámarksþungi þess farms er
þeir skyldu bera. Einhver grunur var um að til væru þeir er bæru
5 tonn, af gerðinni Dodge og hefðu komið upp úr skipinu Persier
er strandaði á sandströnd Skaftafellssýslu snemma árs 1941. Annars
voru hinar sjálfsögðu tegundir vörubíla Ford og Chevrolet, en menn
vissu líka að til væru Intemational og Studebaker.
Rútubílar sem þá voru í notkun voru nær eingöngu af áðumefnd-
um tveim tegundum, Ford og Chevrolet, enda vom farþegahús þeirra
byggð ofan á vömbílsgrindur og tóku allra mest 26 farþega. Tvö
stærstu fyrirtækin á þessu sviði skiptu tegundum á milli sín þannig
að BSA, Bifreiðastöð Akureyrar, var eingöngu með Ford en Steindór
í Reykjavík með Chevrolet.
Bifreiða hemámsliðsins gætti nokkuð í umferðinni og að því er
ég man best vom það einkum jeppamir sem sáust þar. Þeir vom á
þessu ári einmitt að nema hér land. Tveir héraðslæknar í snjóþungum
hémðum höfðu fengið þessi notadrjúgu farartæki til reynslu í íslenskri
vetrarófærð. Hinir stærri bílar bandaríska hersins, fólksflutningabílar
af gerðunum Dodge Carryall og Weapon og 10 hjóla GMC-trukkam-
ir finnst mér að hafi verið fremur sjaldséðir þetta sumar.
Heimferð ,,áputtanum “
Fyrirkomulag fólksflutninga innan lands hafði breyst við strand
Laxfoss. Aætlunarbílar þeir sem héldu uppi ferðum til Akureyrar
höfðu nú endastöð á Akranesi. Flóabátur sem mig minnir að héti
Víðir kom með farþega frá Reykjavík að morgni og tók við þeim er
að norðan komu að kvöldi. Vafalaust hafa aðrir sérleyfishafar sem
áður sóttu í Borgarnes haft sama hátt á.
Nálægð mín við „hringveginn“ á Seleyrinni gerði mér kleift að
komast heim um helgar. Þegar vinnu lauk kl. 12 á hádegi á laugar-
dögum bjóst ég til heimferðar, tók með mér einhverjar pjönkur svo
sem óhreinan fatnað, hélt út á þjóðveginn og reyndi að „húkka“ mér
far með einhverjum bíl er leið ætti norður yfir Holtavörðuheiði. Ég
man ekki betur en það tækist í öll þau skipti sem ég reyndi þetta.
Þannig komst ég upp að Sanddalsá og gekk svo síðasta spölinn heim.
Þannig átti ég hér um bil sólarhringsdvöl heima um hverja helgi.