Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 194
192
Borgftrðingabók 2006
var af allra nýjustu gerð. Mér finnst framkoma þeirra hafa bent til þess
að þeir væru á leið til skemmtunar eða einhverra annarra ævintýra
norðanlands.
Heyskapur og haustdagar
Einhvem tíma síðsumars flutti vinnuflokkurinn sig enn um set.
Tjöldin vom reist á ný rétt utan túngarðs á býlinu Ytri-Skeljabrekku,
ennþá fast við veginn.
Eitt atriði er mér glöggt í minni frá vemnni á þessum stað. Norð-
vestur frá honum liggja leirur og grynningar sem áður er getið í
sambandi við dvöl vinnuflokks hjá Ardal sem raunar er næsti bær. Frá
einhverjum bæjum á þessum slóðum, einum eða fleiri, var stunduð
silungsveiði í net á mótum fljóts og tjarðar. Af henni spratt það að
nýveiddur sjóbirtingur var einu sinni á borðum okkar vegamanna.
Mér fannst ég vart hafa bragðað annað eins hnossgæti. Teygðist svo
úr borðhaldi hjá mér að félagamir voru famir að gjóa til mín augum
og gera góðlátlegt gys að háttalagi mínu.
Þegar þama var komið fram á sumarið var ég áreiðanlega orðinn
einn eftir af kúskunum, og svo virtist sem ekki væm ævinlega mikil
né aðkallandi verkefni fyrir mig. Því til stuðnings vil ég nefna nokkur
atvik.
Einn sólskinsdag síðsumars vomm ég og faðir minn, sem þá var
aftur kominn í vinnuflokkinn, sendir í Borgames að vinna í heyskap
fyrir verkstjóra Vegagerðarinnar þar, áðumefndan Ara Guðmundsson
frá Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Hann var hestamaður og hefur
heyið sem þá þomaði í sólskini og hlýrri golu sennilega verið ætlað
gæðingum hans. Að loknum vinnudegi gistum við feðgar á heimili
hans í Borgamesi. Þaðan minnist ég þess sérstaklega að mér sýndust
þar vera fyrir næstum óteljandi börn á ungum aldri. Ekki var það
alveg að ástæðulausu. Ari og Olöf Sigvaldadóttir, kona hans, áttu þá
alls 6 böm, hið elsta telpa 8 ára. Yngst var drengur, fæddur þá um
vorið.
Annað atvik þessu til sönnunar var að einn dag um haustið var
ég sendur, vopnaður skóflu og garðhrífú, fótgangandi um veginn að
hreinsa af honum lausamöl.
Leið mín lá upp til héraðsins, og var gerð ráðstöfun að ég fengi
hádegismat á höfuðbólinu Hvítárvöllum, sem og gekk eftir. Bílstjóri