Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 196
194
Engjafang
Borgfirðingabók 2006
Ritdómnr
Magnús Kolbeinsson í Stóra-Asi setti
saman skemmtilega bók. Svo þótti mér
þegar ég las hana á liðnu hausti. Hún er
skemmtileg af því að hún bregður upp
ljóslifandi myndum af fólki liðins tíma
og kjörum þess.
Engjafang er liðlega 300 blaðsíðna
bók (Prentun og umbrot: Pjaxi). Ein-
faldast er að lýsa henni sem endur-
minningum höfundar, en þó kennir þar
fleiri grasa. Samkvæmt efnisyfirliti eru
í henni liðlega 60 þættir, en fleiri kunna
þeir þó að vera ef hvert sendibréf sem
birt er í bókinni er talið sérstakur
þáttur. Fyrsti hluti bókarinnar ber aðal-
fyrirsögnina Horfin Hálsasveit. Þar er lýst bæjum í sveitinni, um-
hverfi þeirra og fólki sem þar bjó og átti heima. Þessi þættir eru 16,
og eru þá ótaldar lýsingar á Stóra-Asi og fólki þar. Þeirra á meðal
eru merkar lýsingar á hitaveitu og rafveitu á bænum. Nokkrir þættir
eru um fólkið á Búrfelli, sem flest var fætt um og upp úr 1900. Síðan
koma ýmsar frásagnir frá liðinni tíð, um ferðalög, réttir, silungsveið-
ar og fleira. Merkastar þóttu mér Ritgerðir Kolbeins Guðmundssonar
í Stóra-Asi, föður höfundar, sem hann skýtur inn í minningar sínar.
Undir bókarlok eru birt allmörg bréf nokkurra manna til Kolbeins.
Engjafang las ég eins og fara gerir, byrjaði á byrjuninni. Satt
best að segja hafði ég einna mest gaman af að lesa fyrsta hlutann,
um bæina í Hálsasveit og fólkið þar. Höfundi lætur vel að segja
frá. Greinilega hefur hann eitthvað stuðst við ritaðar heimildir (á
einum stað í bókinni kemur fram að hann hefur haldið dagbók), en
aðalheimildin virðist þó vera minni hans sjálfs, og svo er að sjá að
það sé trútt. Samviskusamlega tekur hann fram ef hann er ekki viss
um að muna rétt, eða ef hann man ekki. Auk þessa tilgreinir hann
oft heimildarmenn munnlegrar frásagnar. Hann segir frá þeim tíma
þegar hann er orðinn svo stálpaður krakki að senda mátti hann ýmissa