Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 200
198
Borgfirðingabók 2006
Um líkt leyti og Gunnar og Agatha búa í Gullberastaðaseli bjuggu
í Gröf í Lundarreykjadal Halldór Halldórsson og kona hans Guðrún
Einarsdóttir. 1863 er bústofn Halldórs tvær kýr og ein kvíga. Auk
þess nautkálfur, sem voru þó ekki margir í dalnum á þeim tíma, fimm-
tán ær mylkar, átta lanrbgotur og ijórtán gemlingar. Heimilið taldi
fimm rnanns, svo heldur hefur verið rýmra um en í Gullberastaðaseli
þó ekki hafi verið neinn auður þar í búi.
Aður hafði Halldór verið trúlofaður stúlku og verið þrívegis lýst
til hjónabands með þeim, en ekki varð þó af því hjónabandi. Lýsingin
var hinsvegar talin hálfgerð gifting, og af því fékk hann viðumefnið
„hálfgifti“ og nefndi sig það sjálfur. Halldóri þótt vín gott svo sem
fleimm, en kona hans vandaði urn við hann. Eitt sinn varð hann
kenndur og fékk þá Ólaf á Krossi til að fylgja sér heim og setjast þeir
til baðstofu, en meðan Guðrún fer að hita kaffi súpa þeir á pela sem
Halldór hafði meðferðis. Nú heyra þeir til Guðrúnar í göngunum, og
hleypur þá Halldór fyrir hurðina og segir „Þéttur karl við hurðina,
Guðrún Einarsdóttir“. Guðrún kærði sig kollótta um þessar glettur
bónda síns og hratt upp hurðinni nokkuð sterklega svo Halldór dettur
inn á gólf og segir: „Ætli hann sé þéttur þó?“
Eina bam þeirra hjóna sem lifði var Sigríður, fædd 17. júní 1860,
fermd 1874 og fær þá einkunn fyrir kunnáttu og hegðun: „dável“.
Oddur í Gullberastaðaseli er fermdur 1869 með umsögninni:
„Les tæpl. kann þolanlega. Bólusettur af Jóni á Skálpastöðum“. Við
húsvitjun veturinn 1864 - 65 er Oddur sagður 12 ára, lestrarkunnátta:
„tekur saman“, kunnátta (í kristnum fræðum): „kann fræðin“ (Það
munu vera fræði Lúthers hin minni). Þá er Ingunn systir hans sögð
„bænabókarfær" í lestri og „kann 6. kap.“ (Það er kverkunnáttan). Til
húslestrar em þá í Gullberastaðaseli: „Bækur í minna lagi“. í Gröf
eru þá hinsvegar „Bækur nógar“.
Við húsvitjun 1866 - 67 er lestrarkunnátta Sigríðar í Gröf „tekur
saman“ og árið eftir, 1867 - 1868, er hún „bænab. fær“ í lestri og
„byrjuð á Balslev“ (kverið sem hún lærði), en Oddur „stautar“ og
„hefur lært 6 kap.“ í kverinu, en systur hans, Ingibjörg og Steinunn
„stauta“.
Við húsvitjun 1868 - 69 er Oddur 16 ára „lítt læs“, en Sigríður
litla í Gröf er „lesandi“, kunnátta „4 boðorð í Balsl.“
Arið 1869 flyst fjölskyldan frá Gullberastaðaseli að Krossi, og
þá um vorið fermist Oddur og fær því ekki einkunnir eftir það, en