Borgfirðingabók - 01.12.2006, Page 207
Borgfirðingabók 2006
205
annar hjálpaði þrekuðum manni um borð. Allavega sluppu þeir gegn-
um ósinn og náðu að bátnum sem var þá kominn inn undir eyjar.
Tókst þeim að bjarga Gunnari sem sat þá í bátnum á réttum kili en
þóftufullum af sjó og mjög þrekaður orðinn, en Oddur hafði losnað
frá er báturinn snerist á réttan kjöl aftur. Enginn veit nú hvort hann
hefur þá haft svo mikið þrek eftir að hann hafi freistað þess að ná
landi á sundi, en hann var talinn syndur sem ekki var þó almennt þá.
Mér finnst ég hafi heyrt að lík Odds hafi síðar fundist í Lækjarnesinu,
en ekki þori ég að fúllyrða það.
Sigríður og þær systur Guðrún og Ingibjörg munu hafa fylgst með
af bökkunum fyrir neðan Súlunes og séð nokkuð hverju fram vatt en
fengu að sjálfsögðu ekki að gert, en þegar Sigríður sá að annar mað-
urinn var horfinn af bátnum en björgun á leiðinni til hins, sneri hún
til bæjar og hélt áfram með sín verk en talaði fátt.
Af Guðmundi Th. er það að segja að eftir að Gunnari hefur verið
komið til aðhlynningar nálgast hann hesta sína og ríður aftur að Súlu-
nesi og tilkynnir ekkjunni tíðindin og hafði sitt orðalag að vanda:
„Oddur er dauður en Gunnsi þarf hýrgun.“
Kona Guðna Guðmundssonar í Hvítanesi var Ólína Margrét Guð-
mundsdóttir frá Ingunnarstöðum, hálfsystir Guðmundar Jónssonar
Ottesen í Skorhaga. Um þetta leyti dvaldist þar á heimilinu Sigurlaug
dóttir Guðmundar í Skorhaga, þá 24ra ára gömul, væntanlega til að-
stoðar frænku sinni. Mun það hafa fallið að mestu í hennar hlut að
hjúkra Gunnari eftir slysið, en hann fékk lungnabólgu upp úr þess-
um hrakningum og mun hafa borið þess menjar heilsufarslega ævi-
langt þótt afköst hans í lífinu yrðu meiri en sumra sem töldust full-
heilbrigðir. Urðu það væntanlega fyrstu kynni þeirra Sigurlaugar
en ekki endaslepp, því á nýársdag 1919 ganga þau í hjónaband sem
entist í rúm 40 ár eða til andláts Sigurlaugar 1960. Má því segja að
„Gunnsi“ hafi fengið „hýrgun", því ég held að á engan sé hallað þó
ég segi að hjónaband þeirra hafi verið óvanalega farsælt.
Ég var unglingur þegar ég heyrði fyrst talað um þetta slys og varð
síðar hálfundrandi á að finna hvergi frásögn af þessum atburðum.
Upp úr tvítugu fór að myndast hjá mér sú hugmynd að taka saman
einhvem þátt um þetta og fór að spyrjast fyrir, en margt annað glapti
hugann eins og gengur og þeir sem eitthvað hefðu getað sagt mér
týndu tölunni. Eitthvað og líklega mest sagði Ingibjörg Oddsdóttir