Borgfirðingabók - 01.12.2006, Qupperneq 209
Borgfirðingabók 2006
207
Bókarfregn
Á síðastliðnu hausti kom út á vegum
Sögufélags og Ömefnastofnunar Islands
bókin Sýslu- og sóknalýsingar - Mýra
og BorgarJjarðarsýslur, sem hefur að
geyma lýsingar sýslumanna og presta
á staðháttum, landslagi og mannlífi
í sýslunum á miðri nítjándu öld, en
lýsingar þessar voru teknar saman til
svara við spurningaskrám sem Hið
íslenska Bókmenntafélag sendi prestum
og sýslumönnum til undirbúnings fyrir
samningu og útgáfu lýsingar Islands,
sem félagið hugðist standa fyrir, en
hugmyndin að því verki var komin frá
skáldinu Jónasi Hallgrímssyni, er hafði
verið ráðinn til að taka ritið saman, en lést áður en hann hafði lokið
því verki. Flestar eru lýsingamar skráðar á ámnum 1839 - 1842, en þó
em nokkrar yngri,sú yngsta sem fjallar um Borgar- og Álftanessóknir
frá árinu 1873.
Frá sýslumönnum koma almenn yfirlit um sýslumar, hvora fyrir
sig, um hreppa- og sóknaskiptingu, þingstaði, samgönguleiðir, sókn
í ver utan héraðs og klæðaburð, en einnig um tíund og aukaútsvör,
íjárhag hreppanna, fjölda skattbænda og þurfalinga. Prestarnir gera
grein fyrir landslagi og aðstæðum í sóknum sínum, oft með ítarlegri
lýsingu staðhátta. Víða em talin upp býli með stuttri lýsingu á land-
kostum þeirra og mati, greint frá gróðurfari, veðráttu, jarðhita, hlunn-
indum, búskaparháttum og veiðiskap, einnig frá ræktunarstarfi, garða-
rækt, selstöðu og afréttarmálum, nýbýlum og eyðijörðum. Svarað er
ýmsum spumingum um menningarástand, skemmtanir og íþróttir.
Hvað menn hafi sér til dægrastyttingar, hvort leikið sé á hljóðfæri,
farið með byssu, hvaða íþróttir em stundaðar og hversu ástatt er um
skriftarkunnáttu í sóknunum.