Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 11

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 11
PENINGAMÁL 2022 / 2 11 skrefinu lengra um miðjan mars og hækkaði vexti sína í fyrsta skipti síðan árið 2018. Hann gaf einnig til kynna að vextir yrðu hækkaðir meira en hann hafði áður sagt. Auk þess hefur bankinn hætt skuldabréfakaupum og mun taka að minnka skuldabréfasafn sitt á næstu mánuðum. Englandsbanki hækkaði einnig vexti sína í mars og er það þriðja hækkun bankans frá því í desember sl. Þá hafa seðlabankar nokkurra annarra þróaðra ríkja haldið áfram að hækka vexti líkt og seðlabankar fjölda nýmarkaðsríkja (mynd I-9). ... og langtímavextir hafa hækkað um allan heim Ávöxtunarkrafa langra skuldabréfa þróaðra ríkja hækk- aði hratt undir lok síðasta árs og hélt sú þróun áfram í upphafi þessa árs (mynd I-10). Eftir tímabundna lækkun í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hefur krafan hækkað enn frekar og er nú töluvert hærri en fyrir farsóttina. Hækkandi ávöxtunarkrafa endurspeglar væntingar um að seðlabankar helstu iðnríkja herði hraðar á taumhaldi sínu í ljósi versnandi verðbólguhorfa þrátt fyrir að hag- vaxtarhorfur hafi einnig versnað. Hækkun verðbólgu- álags á fjármálamarkaði bendir jafnframt til þess að verðbólguvæntingar hafi hækkað, einkum til skemmri tíma litið, en langtímaálagið hefur einnig hækkað (mynd I-11). Hækkun álagsins kann þó einnig að endurspegla hækkun líftímaálags ríkisbréfa (e. term premium) vegna aukinnar óvissu um framtíðarþróun verðbólgu og vaxta, einkum um þróun næstu ára. Líftímaálag á tíu ára ríkis- bréf Bandaríkjanna er nú jákvætt í fyrsta sinn síðan seint á árinu 2018. Álag styttri ríkisbréfa hefur hækkað meira og hefur t.d. ekki verið hærra á tveggja ára bréfum í næstum tvo áratugi. Endurspeglast það í meiri hækkun ávöxtunarkröfu styttri ríkisbréfa en lengri og er munurinn á kröfu tíu ára og tveggja ára bréfa orðinn nánast enginn í Bandaríkjunum. Fjármálaleg skilyrði hafa versnað Það sem af er ári hefur eignaverð á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum gefið eftir og óvissa aukist. Lækkunin í upphafi árs skýrðist einkum af áhyggjum af hraðari hækkun seðlabankavaxta helstu iðnríkja en áður var búist við. Hlutabréfaverð lækkaði enn frekar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu (mynd I-12). Ásókn í öruggari fjáreignir, eins og gull og bandarísk ríkisskuldabréf, jókst og sveiflur á fjármálamörkuðum jukust. Áhættu- og vaxtaálag hækkaði einnig, einkum á áhættumeiri fjár- eignir nýmarkaðsríkja. Þá hefur hlutabréfaverð í Kína lækkað mikið undanfarna mánuði sem að hluta má rekja til hertra sóttvarnaraðgerða þar í landi. Fjármálaleg skil- yrði á heimsvísu hafa því versnað. Vextir 10 ára ríkisskuldabréfa 1. janúar 2018 - 29. apríl 2022 Heimild: Refinitiv Datastream. % Mynd I-10 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 2021202020192018 Bandaríkin BretlandÞýskaland Japan 2022 Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði1 1. janúar 2018 - 29. apríl 2022 1. Verðbólguálag fimm ár eftir fimm ár. Brotalínur sýna meðaltal frá 2012. Álagið í Bretlandi miðast við verðvísitölu smásölu (e. Retail Price Index, RPI). Heimild: Refinitiv Datastream. % Mynd I-11 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 Bandaríkin BretlandEvrusvæði 2021202020192018 2022 Alþjóðlegt hlutabréfaverð 1. janúar 2018 - 29. apríl 2022 Heimild: Refinitiv Datastream. Vísitala, 1. jan. 2018 = 100 Mynd I-12 Evrusvæðið (EURO STOXX) Bandaríkin (S&P 500) Heimurinn (MSCI ACWI) Þróuð ríki (MSCI World) Nýmarkaðsríki (MSCI EM) 2021202020192018 60 80 100 120 140 160 180 200 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.