Peningamál - 04.05.2022, Qupperneq 15

Peningamál - 04.05.2022, Qupperneq 15
PENINGAMÁL 2022 / 2 15 Peningastefnan og innlendir fjármálamarkaðir II Peningastefnan og markaðsvextir Meginvextir hækkaðir enn frekar Meginvextir Seðlabankans (vextir á bundnum innlán- um til sjö daga) voru 2,75% fyrir útgáfu þessara Peningamála (mynd II-1). Þeir voru hækkaðir um 1,25 prósentur á síðasta ári og um 0,75 prósentur í febrúar sl. Stuttir markaðsvextir hafa hækkað með sama hætti.1 Vextir bankans eru nú þeir sömu og þeir voru áður en COVID-19-farsóttin barst til landsins í febrúar 2020. Raunvextir bankans eru hins vegar lægri þar sem verðbólga er töluvert meiri og skammtímaverðbólgu- væntingar hærri nú en í aðdraganda farsóttarinnar. Raunvextir bankans eru nú -3,3% miðað við meðaltal raunvaxta sem eru reiknaðir út frá mismunandi mæli- kvörðum á verðbólgu og verðbólguvæntingar til eins árs en í febrúar 2020 voru þeir 0,4%. Þeir eru einnig 0,7 prósentum lægri nú en þeir voru áður en vextir voru hækkaðir í febrúar í ár. Vaxtamunur gagnvart útlöndum hefur hins vegar aukist og skammtímaraunvextir eru 1,9 prósentum hærri hér á landi en að meðaltali í helstu viðskiptalöndum. Grunnspáin byggist á þeirri forsendu að meginvextir þróist í takt við peningastefnureglu þjóðhagslíkans bank- ans sem tryggir að spáð verðbólga sé í samræmi við markmið bankans til meðallangs tíma. Samkvæmt könnun bankans frá því í apríl búast markaðsaðilar við að meginvextir bankans verði hækk- aðir enn frekar og verði 4,5% í lok árs og 4,75% um 1. Seðlabankinn hóf að birta svokallaða IKON-vexti (Icelandic Króna OverNight) í byrjun apríl sl. Þetta nýja vaxtaviðmið byggist á markaðs- vöxtum á ótryggðum innlánum til einnar nætur hjá viðskiptabönkunum og er talið betra viðmið fyrir stutta vexti í íslenskum krónum en hefð- bundnir millibankavextir þar sem mun meiri velta er á bak við þessa samninga en á millibankamarkaði. Vextir Seðlabanka Íslands og skammtímamarkaðsvextir 2. janúar 2018 - 29. apríl 2022 Heimild: Seðlabanki Íslands. Vextir á veðlánum Meginvextir SÍ (vextir á 7 daga bundnum innlánum) Vextir á viðskiptareikningum Daglánavextir IKON % Mynd II-1 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 2018201720162015 ‘22

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.