Peningamál - 04.05.2022, Page 16

Peningamál - 04.05.2022, Page 16
PENINGAMÁL 2022 / 2 16 mitt næsta ár en taki þá að lækka á ný (mynd II-2). Þetta er meiri hækkun vaxta en þeir væntu í síðustu könnun. Framvirkir vextir gefa sömuleiðis til kynna að búist sé við meiri hækkun vaxta en í febrúar. Þá hefur dreifing svara markaðsaðila um vexti, verðbólgu og gengi aukist frá síðustu könnun sem endurspeglar aukna óvissu þessi misserin. Langtímanafnvextir hafa ekki verið hærri í þrjú ár … Ávöxtunarkrafa tíu ára óverðtryggðra ríkisbréfa hefur hækkað um 1,1 prósentu frá áramótum og var 5,3% rétt fyrir útgáfu þessara Peningamála (mynd II-3). Langtímanafnvextir hafa ekki verið hærri síðan í mars 2019. Krafa fimm ára óverðtryggðra bréfa hefur hækkað heldur meira eða um 1,4 prósentur og halli vaxtaferilsins minnkað lítillega. Ávöxtunarkrafa tíu ára verðtryggðra ríkisbréfa hefur hækkað um 0,1 prósentu frá áramótum og var 0,8% rétt fyrir útgáfu þessara Peningamála. … sem má að mestu leyti rekja til hækkunar verð­ bólguálags Hækkun ávöxtunarkröfu óverðtryggðra skuldabréfa frá síðasta hausti má að mestu leyti rekja til hækkandi verðbólguvæntinga og aukinnar óvissu um verðbólgu- horfur. Þetta endurspeglast í þróun verðbólguálagsins sem hækkaði töluvert fram að vaxtaákvörðun bankans í febrúar, sérstaklega eftir birtingu vísitölu neysluverðs í janúar sem hækkaði umfram væntingar fjárfesta (mynd II-4). Álagið hækkaði síðan enn frekar eftir innrás Rússa í Úkraínu þann 24. febrúar sem hefur aukið verðbólgu- þrýsting um allan heim (sjá rammagrein 2). Eftirspurn eftir verðtryggðum skuldabréfum hefur verið mikil að undanförnu en framboð þeirra er tak- markað og er að mestu leyti í eigu lífeyrissjóða. Þá hefur óvissa um þróun verðbólgu aukist á árinu sem birtist t.a.m. í auknum breytileika í svörum markaðsaðila um væntingar þeirra til þróunar verðbólgu og vaxta í síðustu könnun Seðlabankans. Hluti hækkunar verðbólguálags- ins endurspeglar því líklega aukið áhættuálag fjárfesta vegna mikillar óvissu um verðbólguhorfur auk áhrifa takmarkaðs framboðs af verðtryggðum skuldabréfum. Hækkun álagsins endurspeglar hins vegar einnig nokkra hækkun verðbólguvæntinga (sjá kafla V). Gengi krónunnar Gengi krónunnar hefur hækkað frá áramótum... Eftir nokkra lækkun fram eftir síðasta ári tók gengi krón- unnar að hækka gagnvart meðaltali gjaldmiðla helstu viðskiptalanda undir lok ársins. Sú hækkun hélt áfram í byrjun þessa árs allt fram til innrásar Rússa í Úkraínu Meginvextir Seðlabanka Íslands1 1. janúar 2015 - 30. júní 2025 1. Við mat á vaxtaferlinum er notast við meginvexti Seðlabankans og vexti ríkisbréfa. Brotalínan sýnir framvirka vaxtaferilinn fyrir útgáfu PM 2022/1. 2. Áætlað út frá miðgildi svara í könnun Seðlabanka Íslands á væntingum markaðsaðila til veðlánavaxta. Könnunin var framkvæmd dagana 19. til 22. apríl 2022. Heimild: Seðlabanki Íslands. Meginvextir SÍ (vextir á 7 daga bundnum innlánum) Væntingar markaðsaðila² % Mynd II-2 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 ‘25 0 1 2 3 4 5 6 7 Ávöxtunarkrafa ríkistryggðra skuldabréfa1 2. janúar 2015 - 29. april 2022 1. Út frá eingreiðsluvaxtaferlum (metnum með aðferð Nelson-Siegel) þar sem er notast við vexti á millibankamarkaði með krónur og vexti ríkistryggðra skuldabréfa. Heimild: Seðlabanki Íslands. Óverðtryggð 5 ára Óverðtryggð 10 ára Verðtryggð 5 ára Verðtryggð 10 ára % Mynd II-3 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 2021202020192018201720162015 ‘22 Sundurgreining breytingar nafnvaxta skuldabréfa1 1. Breyting ávöxtunarkröfu óverðtryggðra ríkisskuldabréfa (út frá eingreiðsluferlum metnum með aðferð Nelson-Siegel) og framlag samsvarandi breytinga ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa og verðbólguálags. Heimild: Seðlabanki Íslands. Verðtryggðir vextir Verðbólguálag Óverðtryggðir vextir Prósentur Mynd II-4 -0,2 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 5 ár eftir 5 ár 10 ár5 ár5 ár eftir 5 ár 10 ár5 ár 30. des 2021 - 24. feb. 2022 24. feb. - 29. apríl 2022 1,0

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.