Peningamál - 04.05.2022, Side 29

Peningamál - 04.05.2022, Side 29
PENINGAMÁL 2022 / 2 29 Vegna heldur lakari horfa í ferðaþjónustu og verri horfa annarrar þjónustu í kjölfar samdráttarins í fyrra er gert ráð fyrir nokkru hægari vexti þjónustuútflutnings á árinu eða tæplega 35% í stað rúmlega 39% í febrúar. Vegna grunnáhrifa er vöxturinn þá nokkru meiri á næsta ári eða um 15% í stað 11% í febrúar. Lítils háttar vöxtur í vöruútflutningi á fjórða ársfjórðungi líkt og áætlað var … Vöruútflutningur jókst um 2,8% milli ára á fjórða árs- fjórðungi í fyrra og um 7,6% á árinu í heild líkt og áætlað var í febrúarspá bankans. Útflutningur sjávarafurða jókst um 9,7% á árinu sem mátti einkum rekja til aukins loðnu- útflutnings en á móti vó samdráttur í þorskútflutningi, aðallega á fjórða ársfjórðungi, vegna minni aflaheimilda á núverandi fiskveiðiári. Þá jókst útflutningur kísilafurða einnig áfram á fjórða fjórðungi en álútflutningur stóð nánast í stað milli ára á fjórðungnum og á árinu í heild. … en horfur fyrir árið í ár hafa batnað vegna mikils vaxtar annars vöruútflutnings á fyrsta ársfjórðungi Horfur eru áfram á auknum útflutningi sjávarafurða í ár vegna sögulega stórs loðnukvóta en útlit er fyrir lítils háttar minni vöxt en gert var ráð fyrir í febrúar þar sem ekki náðist að veiða allan kvótann sökum erfiðrar vertíð- ar og slæmra veðurskilyrða. Þrátt fyrir það er loðnuaflinn sá stærsti síðan á vertíðinni 2011-2012 (mynd III-16). Líkt og fjallað er um í kafla I hefur verðlækkun afurðanna aftur á móti verið ívið minni en áætlað var og heildar- verðmæti vertíðarinnar því áþekkt því sem áður var spáð. Áætlað er að bein áhrif innrásarinnar í Úkraínu á vöru- útflutning verði takmörkuð og ef viðskipti við Rússland, Hvíta-Rússland og Úkraínu stöðvast, verði sjávarafurðir sem ætlaðar voru á þessa markaði að miklu leyti seldar annað (sjá rammagrein 2). Útlit er fyrir að álframleiðsla verði einnig ívið minni í ár en spáð var í febrúar og að skerðing á orkusölu hafi heldur dregið úr framleiðslu kís- ilafurða á fyrstu mánuðum ársins. Óvenju mikill útflutn- ingur annarra iðnaðarvara á fyrsta ársfjórðungi vegur þó á móti aðeins verri horfum í öðrum greinum og því er áætlað að vöruútflutningur í heild aukist um 4,4% í ár í stað 3,7% í febrúar. Vegna grunnáhrifa er talið að meiri samdráttur verði á næsta ári en áfram er gert ráð fyrir auknum lyfjaútflutningi frá og með næsta ári. Horfur á minni vexti heildarútflutnings í ár en horfur á næsta ári svipaðar og spáð var í febrúar Talið er að heildarútflutningur aukist um tæplega 16% í ár sem er minni vöxtur en spáð var í febrúar en þar vegur minni þjónustuútflutningur þyngst þótt einnig séu horfur á lítillega minni vexti útflutnings sjávar- og álafurða (mynd Útflutningsverðmæti loðnuveiða 2005-20221 1. Grunnspá Seðlabankans 2022. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Útflutningsverðmæti loðnu (v. ás) Hlutdeild í útflutningi sjávarafurða (h. ás) Hlutdeild í vöruútflutningi (h. ás) Ma.kr. Mynd III-16 0 10 20 30 40 50 60 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 % ‘21‘19‘17‘15‘13‘11‘09‘07‘05

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.