Peningamál - 04.05.2022, Síða 32

Peningamál - 04.05.2022, Síða 32
PENINGAMÁL 2022 / 2 32 Framleiðsluaukning í flestum atvinnugreinum eftir tals verðan samdrátt í kjölfar farsóttarinnar Framleiðsla jókst í meirihluta atvinnugreina í fyrra sam- kvæmt framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga eftir tölu- verðan samdrátt árið 2020 (mynd III-22). Þótt ágætur hagvöxtur hafi verið í fyrra var framleiðslustigið í þriðj- ungi atvinnugreina enn undir því sem það var fyrir far- sóttina. Þær atvinnugreinar sem urðu mest fyrir barðinu á sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda eru þær sem eiga enn nokkuð í land að ná því stigi sem mældist árið 2019 og er það helst starfsemi tengd ferðaþjónustu. Töluverð framleiðsluaukning var hins vegar í greinum tengdum menningu og tómstundum og nam hún tæplega 10%. Þessi þróun endurspeglast að talsverðu leyti í ráðstöf- unaruppgjöri þjóðhagsreikninga sem sýnir mikinn vöxt einkaneyslu en hægari vöxt þjónustuútflutnings. Horfur á minni hagvexti í ár en spáð var í febrúar Talið er að landsframleiðslan hafi aukist um 5,5% á milli ára á fyrsta fjórðungi ársins sem er ríflega 1 prósentu minni vöxtur en gert var ráð fyrir í febrúar. Á fjórðungn- um var hraðar létt á sóttvarnaraðgerðum en búist hafði verið við og eykst einkaneysla því meira en samkvæmt síðustu spá en á móti vegur talsvert neikvæðara framlag utanríkisviðskipta. Á öðrum ársfjórðungi er talið að hag- vöxtur sæki enn frekar í sig veðrið en að nokkuð hægi á vextinum á seinni hluta ársins. Eins og rakið er í rammagrein 2 er líklegt að stríðs- átökin í Úkraínu hafi neikvæð áhrif á efnahagsumsvif um allan heim. Hægari vöxtur alþjóðlegrar eftirspurnar og aukin óvissa í heimsbúskapnum gera það því að verkum að hagvaxtarhorfur hér á landi versna einnig. Við bætast neikvæð áhrif aukinna framleiðsluhnökra, mögulegur skortur á framleiðsluaðföngum og hækkun hrávöruverðs. Á móti kemur að átökin leiða til nokkurs viðskiptakjarabata auk þess sem hækkun orkuverðs hefur minni áhrif hér á landi en víða á meginlandi Evrópu (sjá kafla I). Þá bætast við vísbendingar um nokkurn þrótt umsvifa það sem af er ári og jákvæð grunnáhrif vegna þess að hagvöxtur síðasta árs reyndist minni en gert var ráð fyrir í febrúar. Samkvæmt grunnspánni vex innlend eftirspurn um 3,5% í ár og verður framlag utanríkisviðskipta jákvætt í fyrsta sinn frá því árið 2019. Talið er að 4,6% hagvöxtur verði í ár sem er 0,2 prósentum minni vöxtur en spáð var í febrúar (mynd III-23). Horfur fyrir næstu tvö ár batna hins vegar lítillega og er gert ráð fyrir um 2½% hagvexti hvort ár. Gangi spá bankans eftir verður landsframleiðslan í ár 1½% meiri en hún var að meðaltali árið 2019 en hún verður þó út spátímann undir því sem spáð var í febrúar. Sem fyrr eru hagvaxtarhorfur háðar töluverðri óvissu eins og nánar er fjallað um í rammagrein 1. Breyting einstaka atvinnugreina 2020 og 20211 1. Breyting vergra þáttatekna (VÞT) árið 2020 og 2021 eftir einstaka atvinnugreinum. VÞT mæla tekjur allra aðila sem koma að framleiðslunni og eru jafnar vergri lands- framleiðslu (VLF) leiðrétt fyrir óbeinum sköttum og framleiðslustyrkjum. Tölur í svigum sýna hlutdeild atvinnugreina í nafnvirði VÞT árið 2020. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-22 -80 -70 -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 2021 2020 Hið opinbera (23,2%) Fiskveiðar og fiskeldi (4,2%) Fasteignaviðskipti (12,4%) Smásöluverslun (4,1%) Önnur starfsemi (21,4%) Byggingarstarfsemi (7,9%) Menning og tómstundir (1,4%) Framleiðsla (9,8%) Heildverslun (4,0%) Alls (100%) Ýmis sérhæfð þjónusta (6,8%) Land- og sjóflutningar (1,8%) Gisting og veitingar (1,5%) Flutningar með flugi (1,1%) Ferðaskrifstofur og bókanir (0,3%) 2020 2021 -80 -70 -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 1 2 3 2021 2020 Hið opinbera (23,2%) Fiskveiðar og fiskeldi (4,2%) Fasteignaviðskipti (12,4%) Smásöluverslun (4,1%) Önnur starfsemi (21,4%) Byggingarstarfsemi (7,9%) Menning og tómstundir (1,4%) Framleiðsla (9,8%) Heildverslun (4,0%) Alls (100%) Ýmis sérhæfð þjónusta (6,8%) Land- og sjóflutningar (1,8%) Gisting og veitingar (1,5%) Flutningar með flugi (1,1%) Ferðaskrifstofur og bókanir (0,3%) Hagvöxtur og framlag undirliða 2015-20241 1. Grunnspá Seðlabankans 2022-2024. Brotalína sýnir spá frá PM 2022/1. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla Samneysla Utanríkisviðskipti VLF Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-23 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 2024202320222021202020192018201720162015 Fjármunamyndun Birgðabreytingar 20 420 320 220 120 020192018201720162015 2024202320222021202020192018201720162015

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.