Peningamál - 04.05.2022, Page 33

Peningamál - 04.05.2022, Page 33
PENINGAMÁL 2022 / 2 33 Vinnumarkaður og nýting framleiðsluþátta IV Vinnumarkaður Störfum fjölgar en meðalvinnustundum fækkar … Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands (VMK) fjölgaði heildarvinnustundum um 9% milli ára á fyrsta fjórðungi ársins. Störfum fjölgaði um 10% en á móti kom 1% stytting meðalvinnutíma. Fjöldi starfandi var um 6% fleiri að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi en að jafnaði árið 2019 en meðalvinnustundir voru enn 3% færri (mynd IV-1). Heildarvinnustundir voru því um 3% fleiri en þær voru að jafnaði árið 2019. Störfum sam- kvæmt staðgreiðsluskrá hefur einnig fjölgað en ekki jafn mikið: árstíðarleiðrétt gögn fyrir janúarmánuð benda til þess að starfandi einstaklingar séu nú um ½% fleiri en að jafnaði árið 2019. Fjöldi starfa er því orðinn meiri en hann var árið 2019 þó að samsetning þeirra hafi breyst. Þannig voru enn um fimmtungi færri starfandi í ein- kennandi greinum ferðaþjónustu í janúar en að jafnaði árið 2019. … og atvinnuleysi er nú orðið svipað og í upphafi faraldurs Árstíðarleiðréttar niðurstöður VMK benda til þess að atvinnuþátttaka hafi aukist um 1 prósentu milli fjórð- unga á fyrsta fjórðungi ársins og hlutfall starfandi um 1½ prósentu. Atvinnuleysi minnkaði því um tæplega 1 prósentu milli fjórðunga og mældist 4,1% sem er lítillega minna en það var á fjórða ársfjórðungi 2019 (mynd IV-2). Febrúarspá bankans gerði ráð fyrir því að árstíðarleiðrétt atvinnuleysi yrði 5% á fyrsta ársfjórðungi og því hefur atvinnuleysi hjaðnað hraðar en þar var gert ráð fyrir. Svipaða sögu má segja af mælikvarða VMK á slaka á vinnumarkaði sem mælist nú svipaður og í byrjun árs 2020 en þar er tekið tillit til þeirra sem vinna minna en þeir Atvinna og vinnutími1 Janúar 2019 - mars 2022 1. Launafólk samkvæmt tölum úr staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra en önnur gögn eru úr vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Fólk á aldrinum 16-74 ára. Þriggja mánaða hreyfanlegt meðaltal árstíðarleiðréttra talna. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Fjöldi starfandi Meðalvinnustundir Heildarvinnustundir Launafólk Vísitala, 2019 = 100 Mynd IV-1 90 92 94 96 98 100 102 104 106 108 202120202019 ‘22 Atvinnuleysi og slaki á vinnumarkaði1 1. ársfj. 2006 - 1. ársfj. 2022 1. Slaki á vinnumarkaði eru atvinnulausir, vinnulitlir (þeir sem eru í hlutastarfi en vilja vinna meira) og möguleg viðbót á vinnumarkað (þeir sem eru tilbúnir að vinna en eru ekki að leita að vinnu og þeir sem eru að leita að vinnu en eru ekki tilbúnir að hefja störf innan tveggja vikna) sem hlutfall af mannafla með viðbót (mannafli að viðbættri mögulegri viðbót á vinnumarkaði). Skráð almennt atvinnuleysi er skráð atvinnuleysi án fólks á hlutabótum frá og með 1. ársfj. 2020. Árstíðarleiðréttar tölur. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Atvinnuleysi (VMK, v. ás) Skráð almennt atvinnuleysi (v. ás) Slaki á vinnumarkaði (VMK, h. ás) % af mannafla Mynd IV-2 0 2 4 6 8 10 12 0 4 8 12 16 20 24 % af mannafla með viðbót ‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.