Peningamál - 04.05.2022, Side 35

Peningamál - 04.05.2022, Side 35
PENINGAMÁL 2022 / 2 35 Vísbendingar um nýtingu framleiðsluþátta Framleiðnivöxtur í fyrra eftir samdrátt árið á undan Framleiðni vinnuafls jókst um 1,6% milli ára í fyrra ef miðað er við verga landsframleiðslu á vinnustund samkvæmt VMK eftir 2,3% samdrátt árið áður. Framleiðniaukningin í fyrra mælist enn meiri ef miðað er við vergar þjóðartekjur á vinnustund samkvæmt þjóð- hagsreikningum en á þann mælikvarða var vöxturinn 3,4% og kemur í kjölfar 0,2% samdráttar árið 2020. Viðsnúningurinn milli ára var því tæplega 4 prósentur á báða mælikvarða. Vaxandi áraun á framleiðsluþætti Samkvæmt árstíðarleiðréttum niðurstöðum vorkönnunar Gallup taldi tæplega helmingur stjórnenda sig búa við skort á vinnuafli og liðlega helmingur taldi sig eiga erfitt með að mæta óvæntri eftirspurn (mynd IV-6). Bæði hlut- föllin hækkuðu lítillega frá vetrarkönnuninni en þau hafa hækkað mikið undanfarið ár og eru hærri en þau voru á árunum 2016-2017 þegar mikill uppgangur var í þjóðar- búinu. NF-vísitalan, sem tekur saman fjölda vísbendinga um nýtingu framleiðsluþátta, hefur einnig hækkað mikið og bendir til þess að nýting framleiðsluþátta sé umfram það sem hún er að jafnaði. Nýjustu tölur þjóðhagsreikninga Hagstofunnar benda þó til þess að slakinn í þjóðarbúinu hafi verið held- ur meiri undanfarin tvö ár en áður var talið. Slakinn snýst því lítillega seinna yfir í spennu á þessu ári en áður var áætlað (mynd IV-7). Um þetta mat er hins vegar óvenju mikil óvissa vegna áhrifa farsóttarinnar og alþjóðlegra framleiðsluhnökra á framleiðslugetu þjóðarbúsins. Við bætast miklar sveiflur í hlutfallslegu verði sem gera matið á framleiðslugetunni enn erfiðara (sjá einnig rammagrein 1). Nýting framleiðsluþátta1 1. ársfj. 2006 - 1. ársfj. 2022 1. Mælikvarðar fyrir nýtingu framleiðsluþátta byggjast á viðhorfskönnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Vísitala nýtingar framleiðsluþátta (NF-vísitalan) er fyrsti frumþáttur valinna vísbendinga um nýtingu framleiðsluþátta sem er skalaður til svo að meðaltal hans er 0 og staðalfrávik 1. Ítarlegri lýsingu má finna í rammagrein 3 í PM 2018/2. Árstíðarleiðréttar tölur. Brotalínur sýna meðalhlutföll tímabilsins. Heimildir: Gallup, Seðlabanki Íslands. Fyrirtæki með starfsemi nærri eða umfram hámarks- framleiðslugetu (v. ás) Hlutfall fyrirtækja (%) Mynd IV-6 0 10 20 30 40 50 60 -3 -2 -1 0 1 2 3 ‘21 ‘20 ‘19 ‘18 ‘17 ‘16 ‘15 ‘14 ‘13 ‘12 ‘11 ‘10 ‘09 ‘08 ‘07 ‘06 Fyrirtæki sem búa við skort á starfsfólki (v. ás) NF-vísitala (h. ás) Fjöldi staðalfrávika Framleiðsluspenna 2015-20241 1. Grunnspá Seðlabankans 2022-2024. Brotalína sýnir spá frá PM 2022/1. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd IV-7 -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 2024202320222021202020192018201720162015

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.