Peningamál - 04.05.2022, Síða 53
PENINGAMÁL 2022 / 2 53
og skömmtunar á orku til tiltekinna geira. Á móti vegur betri
birgðastaða en útlit var fyrir í byrjun vetrar vegna tiltölulega
milds veðurs í Evrópu. Þá gæti aukið framboð á olíu og gasi
frá öðrum ríkjum, eins og Bandaríkjunum og Íran, létt á
vandanum.
Efnahagsleg áhrif á heimsbúskapinn
Mikil óvissa er um stærðargráðu áhrifa stríðsátakanna á
alþjóðlegar efnahagshorfur en líklegt er að þau verði töluverð
– ekki síst á meginlandi Evrópu. Nýlegar greiningar benda t.d.
til þess að átökin gætu valdið því að hagvöxtur í heiminum
verði ½-1 prósentu minni í ár en ella hefði verið (sjá t.d.
Liadze o.fl., 2022, og OECD, 2022). Áhrifin á hagvöxt á
evrusvæðinu yrðu jafnvel meiri eða 1-1½ prósenta (mynd 5).
Áhrifin á verðbólgu yrðu einnig veruleg: verðbólga í heimin-
um gæti aukist um hátt í 3 prósentur í ár og á evrusvæðinu
gæti aukningin numið 2-2½ prósentu (mynd 6). Áhrifin gætu
orðið meiri ef ástandið versnar enn frekar og orkuútflutningur
Rússa skerðist meira. Gerist það er líklegt að hrávöruverð
hækki enn meira og verðbólga aukist frekar með enn nei-
kvæðari áhrifum á kaupmátt heimila og eftirspurn.2
Átökin gætu einnig haft langtímaáhrif á heimsbúskap-
inn verði varanleg hliðrun á alþjóðlegum orkuviðskiptum
og skipulagi mikilvægra aðfangakeðja. Aukin uppskipt-
ing alþjóðlegrar greiðslumiðlunar gæti gert alþjóðaviðskipti
kostnaðarsamari og auknar alþjóðadeilur dregið enn frekar
úr alþjóðaviðskiptum og dreifingu þekkingar sem gæti dregið
varanlega úr langtímavaxtargetu heimshagkerfisins.
Efnahagsleg áhrif á Íslandi
Líkt og í öðrum þróuðum ríkjum eru viðskipti Íslands við
Rússland tiltölulega lítil en eins og sést á mynd 1 fara um
0,5% af vöruútflutningi Íslands þangað (miðað er við árið
2020). Viðskiptin hafa minnkað töluvert frá því sem áður
var í kjölfar innrásar Rússa á Krímskaga og þess gagnkvæma
viðskiptabanns sem sett var á í kjölfarið og enn frekar eftir
að heimsfaraldurinn skall á. Svipað hlutfall útflutnings fer
til Hvíta-Rússlands og Úkraínu en útflutningur þangað
hefur aukist undanfarin ár eftir viðskiptabann Rússa árið
2015, einkum vegna þess að sjávarafurðir sem áður fóru til
Rússlands hafa í auknum mæli farið til þessara landa. Hlutfall
vöruútflutnings til landanna þriggja er því samtals 1,7%
(mynd 7). Samsvarandi hlutfall fyrir þjónustuútflutning er
1,1% og 1,5% fyrir vöru- og þjónustuútflutning alls (samtals
2. Samkvæmt greiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (2022) gæti heims-
framleiðslan dregist saman um allt að 2% til viðbótar fram á næsta
ár verði gripið til víðtækari viðskiptaþvingana á Rússland en nú er gert
ráð fyrir sem leiðir til enn frekari verðhækkunar hrávöru og meiri og
langvinnari framleiðslutruflana. Verðbólga í heiminum gæti jafnframt
aukist um allt að 1 prósentu til viðbótar í ár og á næsta ári.
Áhrif stríðsins í Úkraínu á hagvöxt í heiminum1
1. Mat á áhrifum stríðsátakanna á hagvöxt 2022 (NIESR) eða í heilt ár frá upphafi
átaka (OECD).
Heimildir: Liadze o.fl. (2022), OECD (2022).
Prósentur
Mynd 5
Breska þjóðhagsstofnunin (NIESR)
OECD
-1,6
-1,4
-1,2
-1,0
-0,8
-0,6
-0,4
-0,2
0,0
EvrusvæðiðBandaríkinHeimurinn
Áhrif stríðsins í Úkraínu á verðbólgu í heiminum1
1. Mat á áhrifum stríðsátakanna á verðbólgu 2022 (NIESR) eða í heilt ár frá upphafi
átaka (OECD).
Heimildir: Liadze o.fl. (2022), OECD (2022).
Prósentur
Mynd 6
Breska þjóðhagsstofnunin (NIESR)
OECD
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5
3,0
EvrusvæðiðBandaríkinHeimurinn
Viðskipti Íslands við Hvíta-Rússland, Rússland
og Úkraínu1
1. Út- og innflutningur til Hvíta-Rússlands, Rússlands og Úkraínu í hlutfalli við
viðkomandi út- og innflutning í heild 2020.
Heimild: Hagstofa Íslands.
%
Mynd 7
Hvíta-Rússland Rússland Úkraína
0,0
0,2
0,4
0,6
0,8
1,0
1,2
1,4
1,6
1,8
2,0
AllsÞjónustaVörurAllsÞjónustaVörur
Útflutningur Innflutningur