Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Síða 12
358
útfærslu í löggjöf.23 Vilji samningsaðila þykir oft einnig skipta máli
í þessu sambandi.24 Hefur þannig færst í vöxt að þingið og eða for-
setinn láti sérstaklega í té álit sitt á stöðu einstakra þjóðréttarsamn-
inga að þessu leyti og er það þá yfirleitt virt af dómstólum.25 Á með-
al samninga sem almennt hafa ekki verið taldir hafa slík bein rétt-
aráhrif eru t.d. samningar sem varða mannréttindi, mannúðarrétt,
refsirétt, hafrétt og umhverfisrétt, auk samninga í tengslum við
Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO).26 Almennt hefur ríkt nokkur
tregða hjá dómstólum við að viðurkenna slík bein réttaráhrif þjóð-
réttarsamninga, sbr. athyglisverðan dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna í
máli Medellín gegn Texas frá 25. mars 2008, mál nr. 552 U.S. 291.
Talið var að forsetinn gæti ekki með einhliða ákvörðun sinni framfylgt
dómi Alþjóðadómstólsins í Haag samkvæmt Sáttmála SÞ sem fól í sér að
stöðva bæri aftöku mexíkanskra ríkisborgara á dauðadeild í fylkjum
Bandaríkjanna þar sem að þeir höfðu ekki notið aðstoð konsúls til sam-
ræmis við áskilnað Vínarsamnings um ræðissamband frá 1963 en litið var svo
á að umræddir þjóðréttarsamningar teldust ekki hafa bein réttaráhrif.27
Standi svo á að efni þjóðréttarsamnings sem telst hafa bein réttar-
áhrif fari í bága við sett lög hefur verið litið svo á að þá gildi lex
posterior reglan, þ.e. sú réttarheimild sem síðar kom til í tíma gengur
framar.28 Enn fremur gildir sú almenna regla í framkvæmd dóm-
stóla í Bandaríkjunum að túlka beri, að því marki sem kostur er,
landsrétt til samræmis við þjóðaréttarlegar skuldbindingar, en vikið
verður frekar að því hér á eftir. Sjaldgæft dæmi um árekstur af þessu
tagi kom engu að síður upp í máli kennt við Diggs gegn Schultz, dæmt
af alríkisdómstól í Kólumbíu ríki, auðkennt sem dómur í máli nr. 72-1642
frá 31. október 1972.
23 Sjá yfirlit og frekari útskýringar varðandi slíka greiningu á samningum í riti Louis
Henkin: Foreign Affairs and the US Constitution. New York 1996, bls. 198-204.
24 Sean D. Murphy: Principles of International Law, bls. 254-255.
25 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 79-81.
Þess má þó geta að hinn virti fræðimaður, Lois Henkin, hefur lagt áherslu á að þessi síðari
tíma þróun sé alls ekki í anda tilgangs 2. mgr. VI. gr. stjórnarskrárinnar, sbr Louis Henkin:
Foreign Affairs and the US Constitution, bls. 202-203.
26 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security,
bls. 85.
27 David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 172-173; Sean D. Murphy: Prin-
ciples of International Law, bls. 252 og 255-256. Með Sáttmála SÞ er hér átt við The Charter on
the United Nations frá 26. júní 1945 en með Vínarsamningi um ræðissamband er átt við Vi-
enna Convention on Consular Relations frá 24. apríl 1963.
28 David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 174; Sean D. Murphy: Principles
of International Law, bls. 254, en hann setur þó þann fyrirvara að ekki sé sjálfgefið að þeir
samningar sem ekki hafa fengið einhvers konar staðfestingu þingsins myndu ganga fram-
ar eldri lögum, sbr. bls. 257.