Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Qupperneq 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Qupperneq 12
358 útfærslu í löggjöf.23 Vilji samningsaðila þykir oft einnig skipta máli í þessu sambandi.24 Hefur þannig færst í vöxt að þingið og eða for- setinn láti sérstaklega í té álit sitt á stöðu einstakra þjóðréttarsamn- inga að þessu leyti og er það þá yfirleitt virt af dómstólum.25 Á með- al samninga sem almennt hafa ekki verið taldir hafa slík bein rétt- aráhrif eru t.d. samningar sem varða mannréttindi, mannúðarrétt, refsirétt, hafrétt og umhverfisrétt, auk samninga í tengslum við Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO).26 Almennt hefur ríkt nokkur tregða hjá dómstólum við að viðurkenna slík bein réttaráhrif þjóð- réttarsamninga, sbr. athyglisverðan dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli Medellín gegn Texas frá 25. mars 2008, mál nr. 552 U.S. 291. Talið var að forsetinn gæti ekki með einhliða ákvörðun sinni framfylgt dómi Alþjóðadómstólsins í Haag samkvæmt Sáttmála SÞ sem fól í sér að stöðva bæri aftöku mexíkanskra ríkisborgara á dauðadeild í fylkjum Bandaríkjanna þar sem að þeir höfðu ekki notið aðstoð konsúls til sam- ræmis við áskilnað Vínarsamnings um ræðissamband frá 1963 en litið var svo á að umræddir þjóðréttarsamningar teldust ekki hafa bein réttaráhrif.27 Standi svo á að efni þjóðréttarsamnings sem telst hafa bein réttar- áhrif fari í bága við sett lög hefur verið litið svo á að þá gildi lex posterior reglan, þ.e. sú réttarheimild sem síðar kom til í tíma gengur framar.28 Enn fremur gildir sú almenna regla í framkvæmd dóm- stóla í Bandaríkjunum að túlka beri, að því marki sem kostur er, landsrétt til samræmis við þjóðaréttarlegar skuldbindingar, en vikið verður frekar að því hér á eftir. Sjaldgæft dæmi um árekstur af þessu tagi kom engu að síður upp í máli kennt við Diggs gegn Schultz, dæmt af alríkisdómstól í Kólumbíu ríki, auðkennt sem dómur í máli nr. 72-1642 frá 31. október 1972. 23 Sjá yfirlit og frekari útskýringar varðandi slíka greiningu á samningum í riti Louis Henkin: Foreign Affairs and the US Constitution. New York 1996, bls. 198-204. 24 Sean D. Murphy: Principles of International Law, bls. 254-255. 25 John F. Murphy: The United States and the Rule of Law in International Affairs, bls. 79-81. Þess má þó geta að hinn virti fræðimaður, Lois Henkin, hefur lagt áherslu á að þessi síðari tíma þróun sé alls ekki í anda tilgangs 2. mgr. VI. gr. stjórnarskrárinnar, sbr Louis Henkin: Foreign Affairs and the US Constitution, bls. 202-203. 26 Shirley V. Scott: International Law, US Power – The United States Quest for Legal Security, bls. 85. 27 David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 172-173; Sean D. Murphy: Prin- ciples of International Law, bls. 252 og 255-256. Með Sáttmála SÞ er hér átt við The Charter on the United Nations frá 26. júní 1945 en með Vínarsamningi um ræðissamband er átt við Vi- enna Convention on Consular Relations frá 24. apríl 1963. 28 David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 174; Sean D. Murphy: Principles of International Law, bls. 254, en hann setur þó þann fyrirvara að ekki sé sjálfgefið að þeir samningar sem ekki hafa fengið einhvers konar staðfestingu þingsins myndu ganga fram- ar eldri lögum, sbr. bls. 257.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.