Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Síða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2013, Síða 14
360 vernd farfugla þar sem að þetta viðfangsefni ætti samkvæmt I. gr. stjórnar- skrár Bandaríkjanna undir einstök ríki en ekki undir alríkið. Hæstiréttur hafnaði þessu með vísan til þess að valdið til að gera þjóðréttarsamninga lægi samt alfarið hjá alríkinu og efni þeirra öðlaðist þá stöðu alríkislaga sem stæði framar lögum einstakra ríkja (fylkja).31 Þrátt fyrir framangreindan dóm er ljóst að inngripi alríkisins í gegnum þjóðréttarsamninga eru viss takmörk sett.32 Fari hins vegar svo ólíklega að þjóðréttarsamningur teljist brjóta í bága við sjálfa stjórnarskrána þá víkur samningurinn fyrir henni líkt og öll önnur almenn sett lög sem réttarheimildir að landsrétti.33 Hin þjóðréttar- lega skylda stæði þó almennt eftir sem áður óhögguð enda er lang- sótt að ríki geti einhliða vikið sér þannig undan þjóðréttarlegum samningsskuldbindingum.34 Að stöðu stjórnarskrárinnar í þessu sambandi var vikið í dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli Reid gegn Covert frá 11. júní 1956, mál nr. 354 U.S. 1. Eiginkonur tveggja bandarískra hermanna sem bjuggu með þeim í her- stöðvum erlendis höfðu orðið þeim að bana. Samkvæmt almennum lögum í Bandaríkjunum, sem sett voru í skjóli samninga á milli Bandaríkjanna og hlutaðeigandi ríkja, fóru bandarísk stjórnvöld með lögsögu í slíkum saka- málum og máttu auk þess rétta í þeim fyrir herdómstóli. Að mati meiri- hluta Hæstaréttar var þó fallist á að slík málsmeðferð teldist fela í sér brot á rétti kvennanna til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 6. viðauka við stjórnarskrána sem yrði ekki vikið til hliðar með slíkum lögum eða með þjóðréttarsamningum.35 Þegar dómarar í Bandaríkjunum vinna með þjóðréttarsamninga líta þeir gjarnan til almennra viðmiða um túlkun þeirra í 31. og 32. gr. Vínarsamnings um milliríkjasamninga frá 1969, en ólíkt alþjóða- dómstólum þá virðast dómstólar í Bandaríkjunum leggja sérlega ríka áherslu á undirbúningsgögn eða önnur gögn sem þykja varpa ljósi á vilja samningsaðilanna og þá einkum Bandaríkjanna en þó einnig af hálfu annarra hlutaðeigandi ríkja.36 31 David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 169; Mark W. Janis: International Law, bls. 93; Sean D. Murphy: Principles of International Law, bls. 237; William Burnham: Introduction to The Law and Legal System of the United States, bls. 670. 32 David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 171. 33 William Burnham: Introduction to The Law and Legal System of the United States, bls. 676. 34 David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 158. 35 David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 162; Gerhard von Glahn og James L. Taulbee: Law Among Nations – An Introduction to Public International Law, bls. 133; Sean D. Murphy: Principles of International Law, bls. 237-238. 36 David J. Bederman: International Law Frameworks, bls. 175. Átt er við Vienna Convention on the Law of Treaties frá 23. maí 1969 en samningurinn endurspeglar í megindráttum venju- rétt varðandi milliríkjasamninga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.