Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 4
Samkvæmt lögfræði-
álitinu byggir neitun
Birgis á að afhenda
greinargerð Sigurðar
Þórðarsonar á rang-
túlkun á þingskapa-
lögum.
Ísland tapaði heima
fyrir Georgíu og þarf
nú að vinna útileikinn.
301,90
krónur kostar
bensínlítrinn
hjá Orkunni á
Akureyri
110.000
lítrar af dísilolíu fóru í
sjóinn frá bensínstöð
Costco.
93
prósent
Íslend-
inga telja
erfitt að kaupa fyrstu
íbúðina.
21.990
krónur kostar dýrari
miðinn á stráka-
hljómsveitina
Backstreet Boys.
1.200
Íslendingar
hafa nýtt sér
stafræna
skilnaðarráðgjöf.
TÖLUR VIKUNNAR |
ÞRJÚ Í FRÉTTUM |
Jón Björn
Hákonarson
fyrrverandi bæjar-
stjóri Fjarðabyggðar
sagði af sér í
vikunni í kjölfar
ásakana um að
sumarbústaðir í
hans eigu væru
ekki skráðir og
því ekki búið að greiða fasteigna-
gjöld af þeim. Bæjarfulltrúar
fengu ábendingu um að það væri
aðeins greitt fyrir lóðirnar en
ekki húsnæði á lóðum í eigu Jóns
Björns og fjölskyldu hans til
nokkurra ára.
Katrín
Jakobsdóttir
forsætisráðherra
fagnaði í vikunni
tíu ára starfsaf-
mæli sem for-
maður Vinstri
grænna. Katrín
kom af fjöllum
þegar hún fékk
að heyra að það væru komin tíu
ár síðan hún tók við formanns-
sætinu af Steingrími J. Sigfússyni
en sagði að ef það yrðu einhver
fagnaðarlæti yrðu þau sjálfsagt
lágstemmd.
Guðmundur
Þ. Guðmunds-
son
fyrrverandi þjálfari
karlalandsliðs Ís-
lands í handbolta
Guðmundur og
HSÍ komust að
samkomulagi
um starfslok í
vikunni. Guðmundur átti eitt ár
eftir af samningi sínum en báðir
aðilar voru sammála um að ljúka
samstarfinu að sögn HSÍ. Með því
lauk þriðju törn Guðmundar með
liðið en undir hans stjórn lenti
Ísland í sjötta sæti á EM en olli
vonbrigðum á nýafstöðnu HM. n
kristinnpall@frettabladid.is
KÖRFUBOLTA Strákarnir okkar í
karlalandsliðinu í körfubolta geta
brotið blað í sögu íslensks körfu-
bolta með því að komast inn á loka-
keppni HM í fyrsta sinn um helgina.
Liðsins bíður hreinn úrslitaleikur,
gegn Georgíu í Tblisi, þar sem Strák-
arnir okkar þurfa að vinna með
fjórum stigum og miðinn er þeirra.
Með því yrði Ísland 62. þjóðin sem
kemst í lokakeppnina og fámenn-
asta þjóðin til þessa.
„Tilfinningin er frábær. Það eru
forréttindi að vera í þessari stöðu.
Þetta er staða sem enginn bjóst
við, að við værum að fara í hreinan
úrslitaleik um sæti á HM. Nú verður
allt lagt í það að láta drauminn ræt-
ast því við erum ansi nálægt,“ segir
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.
Vegferð karlalandsliðsins að þess-
ari stöðu hefur verið ströng. Eftir
vonbrigði í síðustu undankeppni
fyrir EM hefur Ísland farið í gegn um
þrjár undankeppnir og unnið lönd
eins og Ítalíu og Úkraínu. Þrátt fyrir
að hafa tapað þremur leikjum í röð,
þar á meðal gegn Georgíu á heima-
velli, er Ísland með örlögin í eigin
höndum fyrir leikinn í Tblisi. n
Einum úrslitaleik frá sæti á HM
Frá leik íslenska landsliðsins gegn Georgíu í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Forseta Alþingis ber að lúta
vilja meirihluta nefndar-
manna í forsætisnefnd sam-
kvæmt nýju lögfræðiáliti.
Formaður stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar bíður þess að
forseti fari að vilja meirihluta
forsætisnefndar og afhendi
greinargerð um Lindarhvol.
olafur@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Birgir Ármannsson
þingforseti hefur upp á eigin spýtur
ákveðið að birta ekki greinargerð
Sigurðar Þórðarsonar, sem var sett-
ur ríkisendurskoðandi í málefnum
Lindarhvols, þrátt fyrir að forsætis-
nefnd þingsins hafi einróma sam-
þykkt í apríl 2022 að birta hana.
Fréttablaðið hefur undir höndum
nýtt lögfræðiálit þar sem komist er
að þeirri niðurstöðu að forsætis-
nefnd þingsins sé fjölskipuð, líkt og
aðrar þingnefndir, og því ráði meiri-
hluti nefndarmanna en ekki for-
maður hennar einn.
Í álitinu er vitnað til þess að þegar
varaforsetum þingsins var fjölgað úr
fjórum í sex, með lögum nr. 74/1992
um breytingu á lögum um þingsköp
Alþingis, var eftirfarandi sérstaklega
tiltekið í greinargerð með lagafrum-
varpinu um ástæður fjölgunarinnar:
„Samkvæmt frumvarpinu verður
forsætisnefnd skipuð sjö þing-
mönnum, forseta og sex varafor-
setum. Breyting þessi miðar að því
að gera öllum þingflokkum kleift
að fá aðild að forsætisnefnd en þó
þannig að höfð sé hliðsjón af þing-
styrk flokkanna“.
Í 5. mgr. 10. gr. þingskapalaga segir
að verði ágreiningur í forsætisnefnd
skeri forseti úr.
Niðurstaða álitsins er ótvíræð:
„Ljóst er að orðalagið í niðurlagi 5.
mgr. 10. gr. laganna felur ekki í sér að
forseti Alþingis sé einráður í störfum
forsætisnefndar. Nefndin er, svo sem
fyrr greinir, fjölskipuð til að tryggja
að þar eigi sem flestir þingflokkar
rödd. Af almennum fundarsköpum
og lögbundnum reglum, sem gilda
um aðrar nefndir þingsins, má
ráða að meirihluti nefndarmanna
í slíkum nefndum hljóti að ráða,
jafnvel þó forseti Alþingis skeri úr
ágreiningi sem ekki verði jafnaður
með almennri atkvæðagreiðslu.
Ef meiningin hefði verið að forseti
Alþingis væri einráður um aðgerðir
eða aðgerðarleysi forsætisnefndar, í
málum sem henni er ætlað að fjalla
um, hefði það verið slík undantekn-
ing frá almennum reglum að taka
hefði þurft sérstaklega á því í lög-
unum. Þá hefði varla verið ráðist í að
fjölga varaforsetum úr fjórum í sex
til að tryggja breidd við afgreiðslu
mála, ef það hefði engan raunveru-
legan tilgang varðandi afgreiðslu
mála í nefndinni.“
Samkvæmt þessu liggur skýrt fyrir
Birgi ber að fara eftir einróma sam-
þykkt forsætisnefndar í apríl í fyrra
um að birta greinargerðina. Neitun
hans byggir á rangtúlkun á 5. mgr.
10. greinar þingskapalaga.
Í ljósi þessa óskaði Fréttablaðið í
gær eftir því við forseta og forsætis-
nefnd Alþingis að fá greinargerð
Sigurðar Þórðarsonar um starfsemi
Lindarhvols afhenta tafarlaust.
Einnig beindi Fréttablaðið þeirri
spurningu til Þórunnar Svein-
bjarnardóttur, formanns stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefndar, og annarra
nefndarmanna hvað nefndin hygðist
gera í ljósi þess að þingforseti hefur
haldið greinargerðinni frá nefndinni
í trássi við þingskapalög.
Nefndin hefur enn ekki afgreitt
skýrslu Ríkisendurskoðunar um
starfsemi Lindarhvols því nefndin
fær ekki greinargerð Sigurðar til
umfjöllunar, en í skýrslunni er vísað
til greinargerðarinnar níu sinnum.
Birgir Ármannsson svaraði Frétta-
blaðinu og sagði beiðni um afhend-
ingu gagna verða afgreidda um leið
og afstaða verði tekin til annarra
erinda sem lúta að sama máli.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, for-
maður stjórnskipunar- og eftir-
litsnefndar, sagðist í gær bíða þess
að forseti Alþingis fari að vilja for-
sætisnefndar og af hendi greinar-
gerðina. n
Bíður þess að forseti Alþingis fari
að vilja forsætisnefndar þingsins
Þórunn
Sveinbjarnar-
dóttir, formaður
stjórnskipunar-
og eftirlits-
nefndar, segist
bíða þess að
Birgir Ármanns-
son fari að vilja
forsætisnefndar
Alþingis.
FRRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
HEIMA ER BEZT
MÁNUDAGA KL. 19.00
OG AFTUR KL. 21.00
4 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2023
LAUGARDAGUR