Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 51
BRIDGE |
Vestur Norður Austur Suður
Pass
Pass
Pass
Pass
2 grönd*
4
5
Pass
Pass
Pass
Pass
Pass
1
3 **
4 ***
6
Norður
K T 9
Q 7 6 2
Q 8 3
Q T 2
Austur
Q 6 4 3 2
4
7
A J 6 5 4 3
Vestur
A J 8
J 5
J 5 4 2
K 9 8 7
Suður
7 5
A K T 9 8 5
A K T 9 6
-
Spil nr.: 15
Gjafari: S
Hættur: NS
Fréttablaðið hefur í dag göngu
nýs mánaðarlegs bridgeþáttar
í samstarfi við Bridgesamband
Íslands.
Í þættinum verður f jallað um
skemmtileg og áhugaverð spil, við
heyrum í briddsurum sem hafa
sögur að segja, miðlum fréttatengdu
efni, munum birta þrautir og hugum
að hreinni afþreyingu. Efnið er ætlað
leikum ekki síður en lærðum.
Uppsveifla er staðreynd
Ánægjulegt er að briddsinn er í mik-
illi sókn hér á landi þessa dagana.
Mætti jafnvel nota hugtakið straum-
hvörf í því samhengi.
Fyrir nokkrum árum markaðist
opinber umræða um spilið stundum
af rifrildum og neikvæðni. Nú er
önnur ára yfir spilurum og umræð-
unni, gróska og jákvæðir straumar.
Maður veltir fyrir sér hvort Covid
hafi kennt okkur að maður er manns
gaman. Fátt er betra en að hittast,
takast á í léttum leik með áherslu á
afþreyingu eða árangur.
Árangur er mikilvægur hjá sumum
okkar. Sterk landslið eru mikilvæg,
árangur eykur hróður lands og
þjóðar, en við megum ekki heldur
gleyma að bridge er fyrst og fremst
skemmtileg iðja. Margir sem unnið
hafa bridgehreyfingunni mest gagn
í áranna rás eru ekki í hópi sterkustu
spilara landsins. Gildi okkar ræðst
af mörgum fleiri þáttum en árangr-
inum einum.
Ólöf hefði orðið stolt
Fyrir skemmstu fór Íslandsmót í
para tvímenningi fram í Síðumúl-
anum. Þátttaka var sú besta í áratugi
og mótið mjög spennandi. Mörg pör
skiptust á að leiða en þegar upp var
staðið stóðu Bryndís Þorsteinsdóttir
og Jón Ingþórsson uppi sem sigur-
vegarar.
Bryndís lauk miklu lofsorði á
makk er sinn, Jón Ingþórsson, jafnt
sem spilara og manneskju, þegar
Bridgeþátturinn hafði samband við
hana að loknum sigrinum.
Hún segir mótið hafa haft sér-
stakt tilfinningalegt gildi fyrir sig.
Bryndís missti systur sína, Ólöfu,
fyrir skemmstu úr krabbameini
langt fyrir aldur fram. Ólöf var lengi
framkvæmdastjóri Bridgesambands
Íslands og keppti fyrir Íslands hönd í
landsliðsflokki.
„Ólöf var í hjarta mínu í spila-
mennskunni allan seinni keppnis-
daginn,“ segir Bryndís. „Ég hugsaði
þegar upp var staðið að úrslitin væru
sigur okkar beggja.“
Bryndís segist hafa sagt systur
sinni í haust, þegar ljóst var að hverju
stefndi, að hún ætlaði að skella sér
aftur í briddsinn eftir pásu.
„Eftir að ég missti Ólöfu hefur
briddsinn bjargað mér,“ segir Bryn-
dís. „Ólöf hefði orðið stolt af mér.
Að falla á eigin bragði
Guðmundur Páll Arnarson heims-
meistari sagði í sjónvarpsþættinum
„Bridge fyrir alla“ á dögunum: „Glað-
ur makker spilar vel.“
Ágætt er að hnykkja á þessu, við
vitum þetta velflest innst inni, samt
fellur maður stundum í þá gryfju að
koma með neikvæða athugasemd
við makker í miðri viðureign. Vit-
andi þó að áhrifin geti aldrei orðið
til bóta.
Fyrir sléttum mánuði á Bridgehá-
tíð í Hörpu tóku tveir íslenskir spil-
arar upp á að rífast við borðið eftir
að slagur hafði tapast. Hinn brot-
legi vildi láta rifrildið niður falla,
betra væri að geyma umræðuna
uns leik lyki.
„Nei, ef ég bíð með
skammirnar gæti ég
gleymt þeim, svaraði
makkerinn svo aðrir
heyrðu til.
Eitt andartak hristist Harpa
af hlátri og ekki síst fitnuðu and-
stæðingarnir af þessari óborganlegu
senu líkt og púkar á fjósbita … n
Nýr bridgeþáttur hefur göngu sína
Ungur nemur – gamall temur átti við á Bridgehátíð þetta árið þegar Sigtryggur Ari, ljósmyndari
Fréttablaðsins, tók þessa mögnuðu mynd.
Bryndís og Jón,
Íslandsmeist-
arar í paratví-
menningi.
MYND/BSÍ
Nú er sá árstími þegar vetrarstarf
er í algleymingi. Aðsókn á mót er
betri en verið hefur. Þótti saga til
næsta bæjar þegar Reykjanesmótið
í sveitakeppni fór fram í Hafnar-
firði 11. febrúar síðastliðinn. Fjórtán
sveitir tóku þátt í mótinu sem var
langt yfir væntingum mótshaldara.
Eins og jafnan komu upp spil í
Hafnarfirðinum sem hægt er að
segja sögur af.
Í næstsíðustu umferð mótsins
skrifaði sama sveitin 590 og 1.430 í
eigin dálk í sama spili. Ansi margir
impar þar.
NS spila 2 grönd gegn opnun í
hálit sem góðan trompstuðning,
geimáskorun eða betra. Suður
hafði val um að kynna tígullitinn til
sögunnar á 4. sagnstigi sem hefði
lýst 10-11 rauðum spilum, en valdi
rólegu leiðina og meldaði 3 hjörtu,
sem var gervisögn sem lýsti stuttu
laufi. Styttra verður það ekki!
Norður sló af með 4 hjörtum, enda
skítalágmark fyrir 2 granda sögn.
Suður sá að líkur á slemmu væru
verulegar ef ekki kæmi út spaði og
þóttist því eiga fyrirstöðu í þeim lit
sem er gamalt íslenskt herbragð.
Norður stóð áfram á bremsunni
en suður hækkaði 5 hjörtu í sex og
engin vandamál að vinna slemm-
una. Spaðaásinn er réttur en vestur
trúði spaðakjúinu og spilaði út
tígli. Á hinu borðinu komust AV inn
á sagnir eftir að norður lét duga 2
hjörtu. Svo fór að spilaðir voru 4
spaðar doblaðir. Samingurinn hefði
getað farið niður á stungu en stór-
tjónið hefði orðið svipað.
* Lofar fjórum , geimáskorun eða betra.
** Stutt
*** Fyrirstaða í !
bth@frettabladid.is
Einn angi uppsveiflunnar er að BSÍ
býður í vetur framhaldsskólum upp
á bridgeáfanga sem metinn verður
til eininga á framhaldsskólastigi.
Það er ekkert leyndarmál að hreyf-
ingin má vel við því að yngja upp!
Bridgesambandið mun sjá um
allan kostnað af kennslu, tækjum og
tólum. Kennarar munu halda utan
um ástundun nemenda. Framhalds-
skólinn í Mosfellsbæ mun bjóða upp
á að nemendur geti tekið áfangann
í fjarnámi úr skólum sem ekki geta
boðið upp á kennslu sjálfir.
Kennslan mun fara fram í hús-
næði Bridgesambandsins í Síðu-
múla 37, undir handleiðslu reyndra
bridgekennara. Einnig verður í boði
að vera með í gegnum Teams. Þá
verður innlögnum streymt og sam-
skiptum við nemendur í fjarnámi
stýrt af leiðbeinanda á staðnum.
Stefnt er að því að kennsla muni fara
fram tvisvar í viku.
„Bridge þjálfar hugann, þroskar
félagshæfni og veitir lífsfyllingu
alla ævi. Ef vel gengur verður hægt
að endurvekja framhaldsskólamót
í Bridge sem var fyrsti stökkpallur
inn í bridgeheiminn fyrir marga
okkar færustu spilara,“ segir Val-
garð Már Jakobsson, skólameistari
Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, en
hann er í hópi þeirra sem greiða nú
götu spilsins svo um munar. n
Bridge í skólastarfi
Björn
Þorláksson
bth
@frettabladid.is
1.430 plús 590 og hellingur af impum á Reykjanesmótinu
Fjórtán sveitir tóku
þátt í mótinu sem var
langt yfir væntingum
mótshaldara.
Valgarð Már
Jakobsson,
skólameistari
Famhalds-
skólans í Mos-
fellsbæ.
FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTIR 3125. FEBRÚAR 2023
LAUGARDAGUR