Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 26
starri@frettabladid.is
Seinni umferð undankeppni
Söngvakeppninnar fer fram í
kvöld á RÚV. Þar munu seinni
fimm lögin af tíu keppa en tvö
þeirra komast áfram auk þess sem
dómnefnd mun velja fimmta lagið
úr hópi þeirra sem ekki eru kosin
áfram. Stór hluti þjóðarinnar
verður límdur við skjáinn í kvöld
og þá er fátt betra en að gæða sér
á góðu sjónvarpssnarli. Hér er
uppskrift af bombu sem gleður,
beikon-ostborgaraídýfa.
Beikon-ostborgaraídýfa
6 sneiðar beikon, skornar í litla bita
1 bolli smátt skorinn laukur
2 hvítlauksgeirar, smátt skornir
450 g nautahakk
1 bolli rifinn mozzarella ostur
1 bolli rifinn cheddar ostur
170 g rjómaostur
¼ bolli sýrður rjómi
¼ bolli majónes
1 msk. Worcestershire sósa
1 msk. tómatsósa
2 tsk. gult sinnep
Steikið beikonbitana á pönnu
þar til þeir verða stökkir.
Setjið til hliðar á eldhúspappír.
Hellið olíunni af pönnunni
þannig að um 1 msk. sé eftir.
Steikið næst laukinn þar til hann
er mjúkur og ljósbrúnn. Bætið
næst hvítlauknum út í og eldið þar
til mjúkur. Nautahakkið fer svo á
pönnuna og er steikt í gegn. Brjótið
það vel í sundur. Lækkið hitann
örlítið og bætið út í helmingnum
af bæði mozzarella- og chedder
ostinum, öllum rjómaostinum,
sýrða rjómanum og majónesinu,
Worcestershire sósunni, tómat-
sósunni og sinnepinu. Hrærið þar
til osturinn hefur bráðnað. Bætið
þá helmingnum af beikoninu út í
og hrærið saman.
Setjið ídýfuna í eldfast mót og
stráið afganginum af ostinum yfir.
Setjið undir heitt grill í ofni þar til
ostur hefur bráðnað.
Þegar ídýfan er borin fram skal
strá afganginum af beikoninu yfir
hana ásamt smátt skornum tóm-
ötum og vorlauk.
Borið fram með þunnt skornu
ristuðu snittubrauði eða góðum
flögum. n
Ídýfa sem gleður
MgB
ISGLÝSÍN
A
T
300 mg
5 mg
75 mg
100 mg
200 mcg
B6 vítamín
Schisandra
Burnirót
B9 vítamín (fólinsýra)
Magnesíum bisglýsínat
Léttari lund,
alla daga
MAG-YOUR-MIND®
vinnur gegn streitu og
skerpir hugsun
Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónunni,
Lyf og heilsu og á goodroutine.is
fæst í Apótekaranum, GOOD ROUTINE®
K
AV
IT
A
Jón Theodór með viðurkenningu sína, sem Dagur Sveinn Dagbjartsson frá KSÍ afhenti honum. MYND/KSÍ
Jón Theodór Jónsson,
yfirþjálfari yngri flokka
Skallagríms í Borgarnesi og
framkvæmdastjóri knatt-
spyrnudeildar félagsins,
hlaut í vikunni viðurkenn-
ingu frá Knattspyrnusam-
bandi Íslands.
gummih@frettabladid.is
Jón Theodór varð fyrir valinu
sem „Grasrótarpersóna ársins“
en í umsögn sem fylgdi með til-
nefningu hans segir meðal annars:
„Jón Theodór sýnir mikla ástríðu
fyrir þjálfun yngri flokka og hefur
rifið upp knattspyrnustarfið í
Borgarnesi. Sérstaklega hefur hann
lagt alúð við þá miklu fjölgun
sem hefur orðið hjá stúlkum í
knattspyrnu. Hann sýnir öllum
iðkendum áhuga og hvetur ein-
staklinginn til þess að vilja bæta
sig. Krakkarnir dýrka hann og
mæta á æfingar þrátt fyrir mis-
góða æfingaaðstöðu. Hann lætur
hverjum iðkanda líða eins og hann
skiptir máli sem hluti af heildinni.“
Uppskera laun erfiðisins
Fréttablaðið sló á þráðinn til
Jóns og spurði hann fyrst hvernig
tilfinning það sé að bera titilinn
Grasrótarpersóna ársins.
„Það er bara stórkostlegur
heiður og er alveg meiriháttar.
Það má kannski segja að ég sé að
uppskera laun erfiðisins. Maður er
nánast aldrei heima hjá sér enda
í ansi mörgu að snúast hjá mér í
þessu starfi sem ég er í. En ég tel
mig vera í skemmtilegustu vinnu
sem hægt er að vinna við. Maður
er í því hlutverki að móta einstakl-
inga, kynnast þeim og leiðbeina
og sinna áhugamáli sínu,“ segir Jón
Theodór.
Jón og eiginkona hans, Guðlaug
Jónsdóttir, eru búsett á Hvanneyri
ásamt þremur börnum sínum
en Jón tók við starfi yfirþjálfara
Skallagríms fyrir þremur árum og
gegnir sömuleiðis stöðu fram-
kvæmdastjóra.
„Ég er yfirþjálfari og er í raun
þjálfari allra flokka og sé auk þess
um rekstur knattspyrnudeildar-
innar. Ég sé um allt sem tengist
meistaraflokknum en ég þjálfa
hann ekki,“ segir Jón Theodór.
Hann segist hafa mikla ástríðu
fyrir þjálfuninni og er ánægður
með hversu vel hefur gengið að
fjölga yngri iðkendum hjá félaginu.
„Það er búin að vera töluverð
fjölgun hjá okkur og við höfum
sérstaklega farið í þá herferð að
sækja stelpur í fótboltann sem
hefur gengið mjög vel. Við erum
komin með mjög stóra og öfluga
flokka. Ég held að það sé alveg
óhætt að segja að mér hafi tekist
bara vel að efla áhugann í bænum
og hér er nánast annar hver krakki
að æfa fótbolta,“ segir Jón Theodór.
Spenna beltin og halda sér fast
Um aðstöðuna í Borgarnesi fyrir
knattspyrnuiðkendur segir Jón
Theodór: „Hún er mjög slök yfir
vetrartímann en yfir sumartím-
ann er hún mjög flott. Á veturna
erum við æfa úti í öllum veðrum
á hálffrosnum „battavöllum“ en á
sumrin getum við æft og spilað á
góðum grasvöllum,“ segir Jón.
Er framtíðin björt í fótboltanum í
Borgarnesi?
„Ég get lofað því og sagði það
þegar ég tók á móti viðurkenningu
minni hjá KSÍ að menn þurfa bara
að spenna beltin og halda sér fast
því framtíðin hjá Skallagrími er
mjög björt.“
Það er ansi langt um liðið frá því
Skallagrímur átti síðast sæti í efstu
deild en meistaraflokkur karla
Er stórkostlegur heiður
vann sér sæti á meðal þeirra bestu
árið 1997 eða fyrir 26 árum síðan.
Veran í efstu deild var einungis
eitt tímabil. Síðan þá hafa Borg-
nesingar spilað í neðri deildum og í
ár spilar karlaliðið í 4. deild.
„Sennilega gerist það ekki aftur
að Skallagrímur verði með lið í
efstu deild en við stefnum á að gera
Skallagrím að 1. eða 2. deildarliði í
karlaflokki, búa til sterka kvenna-
flokka líka og tefla fram meistara-
flokki eftir nokkur ár,“ segir Jón
Theodór en að hans sögn er góð
samvinna á milli Akraness og
Borgarness í fótboltanum og vegna
aðstöðuleysis eftir vetrartímann
æfa nokkrir flokkar félagsins í
Akraneshöllinni.
Knattspyrnusamband Íslands
veitti tvenn önnur grasrótarverð-
laun í vikunni. Hamar úr Hvera-
gerði hlaut viðurkenninguna
„Grasrótarfélag ársins“ fyrir þraut-
seigju í starfi yngri flokka við erf-
iðar aðstæður. Þróttur Reykjavík
fékk viðurkenninguna „Grasrótar-
verkefni ársins“ fyrir grasrótarfót-
bolta eldri flokks félagsins.
Þetta er í annað sinn sem verð-
laununum er þrískipt með þessum
hætti en margar tilnefningar bár-
ust í öllum flokkum og greinilegt
er að grasrótarstarf er í miklum
blóma víðs vegar um land. n
Það má kannski
segja að ég sé að
uppskera laun erfiðisins.
Ég tel mig vera í
skemmtilegustu vinnu
sem hægt er að vinna
við.
Jón Theodór Jónsson
4 kynningarblað A L LT 25. febrúar 2023 LAUGARDAGUR