Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 44
Eins og að vera staddur í draumi Leikarinn og rithöfundurinn Gunnar Helgason segir það draumi líkast að sjá bók sína lifna við en verkið Drauma- þjófurinn verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu næstu helgi. Gunnar á sér mikla fyrirmynd í Guðrúnu Helgadóttur og segir mikilvægt að börn fái að lesa um sinn raunveruleika. Ég ákvað snemma að ég ætlaði að verða leikari eða rithöfundur,“ segir Gunnar Helgason sem sinnt hefur báðum þeim störfum sem hann ætlaði sér. Hann útskrifaðist úr Leiklistar- skólanum árið 1991, þá 26 ára gam- all. Síðan hefur hann leikið í fjölda þátta og kvikmynda ásamt því að vera mikið í leikhúsi. Þá er hann einn söluhæsti barnabókahöfundur landsins frá árinu 2011. „Það var þetta tvennt, að skrifa eða leika, en það var einhvern veg- inn þannig að leikaradraumurinn tók yfir,“ segir Gunnar. „Ég var allt- af að trúðast fyrir vinina og leika í leikritum í skólanum og svona og ég skrifaði miklu minna en ég lék sem barn og unglingur. Ég vildi hafa fullt af fólki í kringum mig og láta það hlæja,“ bætir hann við. „Það var samt þannig að það fyrsta sem ég gerði eftir útskrift úr leiklistarskólanum var að setjast niður og skrifa fyrstu barnabókina, hún kemur út ári eftir að ég útskrif- ast,“ segir Gunnar og vísar þar til bókarinnar Goggi og Grjóni sem naut mikilla vinsælda á tíunda ára- tugnum. Beint í barnaefnið Gunnar tók að sér nokkur hlutverk í Borgarleikhúsinu eftir að hann útskrifaðist en fór þó f ljótlega að vinna við talsetningar. Þar kynnt- ist hann Felix Bergssyni sem hann hefur unnið með í fjölmörgum verk- efnum og á milli þeirra ríkir mikil og sterk vinátta. Þeir eru líklegast best þekktir fyrir að hafa stjórnað Stundinni okkar á árunum 1994- 1996. „Frá byrjun var ég inni í barna- efninu. Ég átti mér samt draum um að verða alvöru leikari, heimsfrægur leikari og ég reyndi að endurvekja þann draum. Þá hætti ég svolítið í barnaefninu um tíma, þetta var um 1996 og ég fór ekki aftur í barna- menningu fyrr en árið 2009,“ segir hann. Spurður að því hvað stoppaði hann í því að verða heimsfrægur leikari segir Gunnar það hafa verið margþætt, einn þátturinn var sá að eftirspurnin var minni en fram- boðið og svo að hann þurfti að vera heima. „Þarna var ég búinn að vera mikið að leikstýra, bæði hérna heima og erlendis, og ég ætlaði að verða heimsfrægur leikstjóri fyrst ég var ekki orðinn heimsfrægur leikari,“ segir hann og hlær. „En á þessum tíma slær leikritið hennar Bjarkar í gegn og var sýnt um allan heim, annað okkar þurfti að vera heima og ég gerði það,“ segir Gunnar en hann er kvæntur Björk Jakobsdóttur, leikhússtjóra í Gafl- araleikhúsinu, og saman eiga þau tvo syni. Leikrit Bjarkar, Sellófon, fór sigurför um heiminn og var sýnt í 17 löndum. „Þarna fór ég að vinna hjá Latabæ. Það var ótrúlegt að mæta í vinnuna á hverjum morgni klukkan níu og hitta alltaf sama fólkið, þetta hafði ég aldrei gert áður en fannst það mjög gaman,“ segir Gunnar en hann hafði umsjón með Latabæjar- leikritum sem á þessum tíma voru sýnd um allan heim. „Ég fór til Suður-Ameríku, Ástr- alíu og um allan heim til að horfa á leikritin og allt í einu hugsaði ég með mér: Af hverju hætti ég í barna- dótinu? Það er minn heimavöllur og þarna tók ég ákvörðun. Ég ætlaði að gerast rithöfundur og skrifa barna- bækur,“ segir Gunnar og það gerði hann svo sannarlega. Fyrirmynd í Guðrúnu Eftir að hann tók þessa afdrifaríku ákvörðun hóf hann skrif á bóka- röðinni um Jón Jónsson og félaga hans. Fyrst kom út bókin Víti í Vestmannaeyjum og eru bækurnar í röðinni nú orðnar fimm. Þá hafa bækur Gunnars um Stellu og fjöl- skyldu hennar notið mikilla vin- sælda. Fyrst þeirra var Mamma klikk og sú nýjasta er Hanni granni dansari. „Fyrirmyndin mín í þessum skrif- um er Guðrún Helgadóttir. Það var ógleymanleg upplifun að lesa Jón Odd og Jón Bjarna þegar ég var átta ára, bók um tvíbura og annar þurfti gleraugu og lepp fyrir augað alveg eins og ég, þeir bjuggu í blokk og ég bjó í blokk, þetta var svo mikið um mann sjálfan. Þessi tilfinning var svo sterk, ógleymanleg og góð, að það væri verið að skrifa um mitt líf og það lyfti manni upp,“ segir Gunnar. „Þess vegna langaði mig að skrifa um það sem íslenskir krakkar þekkja svo að þau geti séð sig í sög- unum og stækkað,“ bætir hann við. „Ég elskaði að lesa barnabækur og gerði það langt fram á unglingsár og ég fór á barnasýningar í leikhúsun- um. Ási bróðir vildi ekki koma með, honum fannst þetta ekki nógu kúl,“ segir Gunnar en tvíburabróðir hans er Ásmundur Helgason, kallaður Ási. Lastu þú þá mikið þegar þú varst lítill? „Sko, við kunnum ekki að lesa, við sáum ekki neitt,“ segir Gunnar og hlær sínum einstaklega smitandi hlátri. „Það fattaðist ekki strax hvað við sáum illa,“ bætir hann við en Gunnar og Ási fengu gleraugu sum- arið eftir fyrsta bekk. „Við vorum svo óþekkir. Við sáum ekkert á töfluna og gátum ekkert fylgst með. Kennarinn okkar í fyrsta bekk þoldi okkur ekki. Mamma sagði okkur að kennarinn hefði sagt: „Þeir lesa illa, þeir skrifa illa, þeir láta illa, þeir sjá illa“. Það var allt vont.“ Mamma Gunnars og Ása las mikið fyrir þá og heimilið var fullt Gunnar vann hjá Latabæ áður en hann tók ákvörðun um að einbeita sér að bókaskrifum. Það var í fyrsta sinn sem hann var í vinnu þar sem hann þurfti að mæta á sama tíma alla daga. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 24 HELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.