Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 57
Á tónleikunum í Salnum í Kópavogi komu fram Egill Árni Pálsson, Harpa Ósk
Björnsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir, Matthildur Anna Gísladóttir, Hanna Dóra
Sturludóttir og Unnsteinn Árnason. MYND/JÓN KRISTINN CORTEZ
TÓNLIST
Ár íslenska
einsöngslagsins
Lög eftir mismunandi
íslenska höfunda
Flytjendur: Egill Árni Pálsson,
Hanna Dóra Sturludóttir, Harpa
Ósk Björnsdóttir, Unnsteinn
Árnason, Hrönn Þráinsdóttir og
Matthildur Anna Gísladóttir
Salurinn í Kópavogi
sunnudaginn 19. febrúar
Jónas Sen
Bindindishreyfingin IOGT (Interna-
tional Organization of Good Templ-
ars) var í mínu ungdæmi uppnefnd
„Íslenskir ofdrykkjumenn og gamlir
tugthúslimir“. Hreyfingin starf-
rækti lúðrasveit á sínum tíma, og
þar spilaði Karl O. Runólfsson þegar
hann var ungur drengur. Starfið
hafði djúpstæð áhrif á hann og var
hann áhugamaður um lúðrablástur
alla tíð. Enda er oft mikið fjör og
hnitmiðaður taktur í tónlist hans.
Gott dæmi um það mátti heyra
á tónleikum í röðinni Ár íslenska
einsöngslagsins í Salnum í Kópa-
vogi á sunnudaginn. Lagið, sem var
upphafslag tónleikanna, var Viltu fá
minn vin að sjá, um „sveininn þann
sem ég ann, fríðari engan finna
má …“ Hanna Dóra Sturludóttir
mezzósópran söng með tilþrifum og
flottri raddbeitingu (sem hún gerði
líka eftir hlé). Verra var að líf legur
píanóleikurinn var heldur sterkur
og yfirgnæfði sönginn. Píanóleikur-
inn var í höndum Matthildar Önnu
Gísladóttur, sem stóð sig annars
mjög vel á tónleikunum. Í þessu
tiltekna atriði var hann hins vegar
fullmikið af því góða.
Fyrst væmið – svo betra
Eins og á öðrum tónleikum raðar-
innar voru fjórir söngvarar og tveir
píanóleikarar. Ekki þó allir í einu,
nema í aukalaginu, sem var Viki-
vaki eftir Valgeir Guðjónsson. Eftir
að Hanna Dóra hafði sungið þrjú
lög var röðin komin að Agli Árna
Pálssyni tenór. Hann f lutti fyrst
frekar væmið lag eftir Hreiðar Inga
Þorsteinsson, Ó, lífsins faðir, sem
kom ekki sérlega vel út.
Hin t vö lög in vor u mik lu
skemmtilegri. Annað var Fyrir-
látið mér eftir Jón Ásgeirsson og
hitt Frændi, þegar fiðla þegir eftir
Gunnstein Ólafsson. Bæði lögin
hittu beint í mark og Egill söng
tignarlega og með sannfærandi til-
finningu. Stígandin í túlkuninni
var markviss og röddin sérlega
glæsileg. Sömu sögu er að segja
um lögin eftir hlé, sem voru eftir
Sigvalda Kaldalóns og Árna Thor-
steinsson.
Með minni rödd
Harpa Ósk Björnsdóttir sópran
var líka góð, en rödd hennar var
þó talsvert minni. Máríuvers eftir
Pál Ísólfsson – það undurfagra lag
– hefði að ósekju mátt vera stærra
um sig. Sömu sögu er að segja um
Svanasöng á heiði eftir Sigvalda
Kaldalóns og Síðasta dansinn eftir
Karl O. Runólfsson. Harpa stóð sig
talsvert betur eftir hlé í lögum eftir
Jórunni Viðar, Hildigunni Rúnars-
dóttur og Pál Ísólfsson; sennilega
var hún þá komin almennilega í
gang.
Ákaflega grípandi
Fjórði söngvarinn á tónleikunum
var Unnsteinn Árnason bassi, sem
ég minnist ekki eftir að hafa heyrt
í áður. Hann var prýðilegur, með
sérlega ómþýða, en líka djúpa og
kraftmikla rödd. Hann söng m.a.
ljúft lag eftir Oliver Kentish, Heim-
þrá, sem og Krumma eftir Tryggva
M. Baldvinsson, einnig mjög f lott.
Sverrir konungur eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, sem var eftir hlé,
var líka ákaflega grípandi.
Eins og áður sagði voru tveir
píanóleikarar á tónleikunum.
Matthildi Önnu hef ég þegar
minnst á, en hin var Hrönn Þráins-
dóttir, sem spilaði ávallt mjúklega
og með næmri tilfinningu.
Tónleikarnir voru á óvanalegum
tíma, klukkan hálf tvö, sem er snið-
ugt skipulag. Fínt er að fara á tón-
leika svo snemma á sunnudeginum
og eiga svo megnið af deginum eftir
að þeim lýkur. Þetta var gaman. n
NIÐURSTAÐA: Yfirleitt mjög
skemmtilegir tónleikar.
Fríðari engan finna má
Íris Tanja Fly-
genring og
Þórunn Lárus-
dóttir takast
á í verkinu
Samdrættir eftir
Mike Bartlett.
MYND/DÓRA DÚNA
LEIKHÚS
Samdrættir
eftir Mike Bartlett
Tjarnarbíó í samvinnu við Silfra
Productions
Leikstjórn: Þóra Karítas Árnadóttir
Leikkonur: Íris Tanja Flygenring og
Þórunn Lárusdóttir
Þýðing: Kristín Eiríksdóttir
Leikmynd og búningar: Sean
Mackaoui
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Sviðshreyfingar: Inga Maren
Rúnarsdóttir
Tónlist og hljóðmynd: Valgeir
Sigurðsson
Listræn ráðgjöf: Filippía I.
Elísdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Íslenski dugnaðurinn. Eitt af heið-
ursmerkjum þjóðarinnar frá örófi
alda. Vinna helst allan sólarhring-
inn, hvort sem er í launastarfi eða
fyrir heimili. En potturinn var, og
er, víða brotinn, haldið saman af
árhundraða gömlum þykjustuleik
og andlegu þroti. Kapítalisminn
kollríður nú samfélaginu öllu, bæði
nærumhverfinu og vinnustaðnum,
og tæknin er varðhundurinn sem
gætir þess að þegnarnir hagi sér.
Hvað gerist þegar mörk persónulífs-
ins og atvinnulífsins verða óskýr?
Hverjir græða á dæmalausum dugn-
aði þegar öllu er á botninn hvolft?
Samdrættir er tilraun enska leik-
skáldsins Mike Bartlett til að takast
á við þenslumörk kapítalismans,
eða mögulegt markaleysi. Íris Tanja
Flygenring og Þórunn Lárusdóttir
leika tvo starfskrafta fyrirtækis
sem virðist hafa lítinn annan til-
gang heldur en að láta sölutölurnar
hækka, leikstjóri er Þóra Karítas
Árnadóttir. Sýningartími er knapp-
ur en fjölbreytnin er svo sannarlega
ríkjandi í Tjarnarbíó þessa dagana.
Sem dæmi er hægt að sjá tvo ólíka
tvíleiki í húsinu, Samdrætti og
Venus í feldi, sem eiga þó sameigin-
legt að etja persónunum saman á
vinnustað sínum og nota leiksvið
hússins á óhefðbundinn máta.
Dæmisögur frekar en drama
Að Samdráttum, sem á uppruna
sinn í útvarpi, og höfundi þess. Á
síðastliðnum árum hefur höfundar-
verk Bartlett vakið aðdáun í heima-
landinu og er hann naskur á að
finna samtímaátök til að nota sem
grunnstef í leikritum sínum. Höf-
undur tekur aðstæður eða ástand
í samfélaginu, kyndir undir þeim
og ýkir upp í mögulegum niður-
stöðum.
Vandamálið er að leikrit hans
eru dæmisögur frekar en drama
um manneskjur af holdi og blóði.
Samdrættir er engin undantekn-
ing. Stefna leikritanna virðist alltaf
sú sama, persónur breytast lítið og
átökin verða að lokum ótrúverðug.
Hann nær aldrei hugmyndafræði-
legri dýpt eða tekst að búa til per-
sónur líkt og sumir framtíðarspá-
menn í leikhúsinu eins og meistari
Caryl Churchill. Ekki er hægt að
lasta þýðingu Kristínar Eiríksdóttur
sem leysir verkefnið lipurlega.
Sterkur leikur
Íris Tanja leikur Emmu, unga konu á
framabraut, sem berst í bökkum við
að feta sig upp fyrirtækjastigveldið.
Á móti henni situr nafnlaus stjórn-
andi með óljóst verksvið, leikin af
Þórunni. Í röð stuttra atriða, þar
sem Emma er yfirleitt kölluð inn á
skrifstofu stjórnandans, takast þær
á um ábyrgð, regluverk og persónu-
legan harmleik. Íris Tanja kemur
hlutverkinu ágætlega til skila, þá
sérstaklega í seinni hluta sýningar-
innar þegar Emma örvinglast. En
erfitt er að skilja af hverju Emma ríg-
heldur í starfið og lætur valta svona
yfir sig, það er handritsins.
Þórunn finnur margskonar blæ-
brigði í annars flatri persónu, konu
sem er algjörlega óþekkt stærð.
Hún heggur með brosi, segir aldr-
ei allan sannleikann og spígsporar
um skrifstofuna, ráðandi í ríki sínu.
Virkilega sterkur leikur, sem er ekki
auðvelt þegar efniviðurinn er rýr.
Fyrirtæki eru ekki fólk
Í annað sinn á stuttum tíma er
áhorfendum boðið að sitja á sviðinu
í Tjarnarbíó frekar en út í sal. Í þetta
skiptið er setið á hvítum skrifborðs-
stólum fyrir miðju sviðsins og leik-
urinn er allt um lykjandi. Lausnir
Þóru Karítasar og Sean Mackaoui
er hugvitsamlegar og spenna upp
framvinduna, áhorfendur eru alltaf
á iði, óvissir í hvern fótinn á að stíga.
Búningar Sean eru sömuleiðis vel
Markaleysi málsvara kapítalismans
heppnaðir, strigaskór mæta pinna-
hælum. Dragtin sigrar stutterma-
skyrtuna. Tónlist og hljóðmynd Val-
geirs Sigurðssonar kraumar undir
og undirstrikar vaxandi spennu vel.
Aftur á móti eru dansuppbrotin hjá-
kátleg og passa illa inn í sýninguna.
Lagabreytingar síðastliðinna ára
umbreyttu fyrirtækjaumhverfinu.
Í sumum löndum eru hlutafélög
með sömu réttindi og manneskjur,
algjörlega aftengd stjórnendum eða
eigendum. En fyrirtæki eru ekki
fólk, kapítalismi er ekki lífræn vera,
manneskjur bera ábyrgð. Nafnlausi
stjórnandinn hér er aldrei mann-
gerð, þó að molni aðeins undan
henni, og Emma virðist hjálparlaus
gegn aðdráttaraflinu. Málefni Sam-
drátta eru áríðandi og mikilvæg en
undir lokin eru áhorfendur komnir
á upphafsreit. n
NIÐURSTAÐA: Dæmisaga byggð á
áhugaverðum grunni en hefur lítið
nýtt að segja.
Í sumum löndum eru
hlutafélög með sömu
réttindi og mann-
eskjur, algjörlega
aftengd stjórnendum
eða eigendum. En fyrir-
tæki eru ekki fólk.
FRÉTTABLAÐIÐ MENNING 3725. FEBRÚAR 2023
LAUGARDAGUR