Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 45
Það er sturluð upplifun
að sjá bók sem maður
hefur skrifað og hugs-
að fyrir öllu lifna við.
Mér fannst
ég bara
ömurlegur.
Mér fannst
ég svo
lélegur í
leikritinu
því að ég
var ekkert
að leika, ég
var bara að
dást að
hinum.
af bókum. Á heimilinu fengu systk-
inin, sem eru auk Gunnars og Ása,
Nína Helgadóttir og Hallgrímur
Helgason, fullkomið frelsi til að lifa
og starfa við það sem þau langaði.
„Það var vel talað um listafólk
heima hjá okkur og móðursystir
mömmu var fyrsta íslenska konan
sem lærði málaralist, Kristín Jóns-
dóttir. Það var talað af virðingu um
list og listafólk,“ segir Gunnar.
„Hallgrímur lærði málaralist og
varð svo rithöfundur og ég lærði
leiklist og varð svo rithöfundur.
Hann gekkst bara við rithöfund-
areðlinu miklu fyrr en ég,“ bætir
hann við.
„Ási bróðir minn og Elín mágkona
mín eru svo með Gráa köttinn og
Drápu bókaútgáfu en systir okkar
er langbest af okkur, hún vinnur hjá
Rauða krossinum, er í því að bjarga
heiminum.“
Draumaþjófurinn
Árið 2019 kom út barnabókin
Draumaþjófurinn eftir Gunnar.
Bókin fjallar, ólíkt öðrum bókum
hans, ekki um íslenskan veruleika
sem við þekkjum svo vel heldur
fjallar hún um rottur og þeirra líf
og ævintýri.
Um næstu helgi verður söng-
leikurinn Draumaþjófurinn frum-
sýndur í Þjóðleikhúsinu, Gunn-
ar segir það ótrúlega tilfinningu.
„Björk skrifar leikgerðina, ég fékk
aðeins að fylgjast með en stóð mig
vel í því að skipta mér ekki of mikið
af. Hún skrifaði líka leikgerðina af
Mömmu klikk sem var sett á svið
í Gaf laraleikhúsinu og þá var ég
alltaf að rífast við hana, var alveg
óþolandi,“ segir hann.
„En þetta hefur gengið vel og ég er
búinn að vera mjög góður við hana
núna. Þetta hefur allt gerst mjög
hratt og þegar við frumsýnum 5.
mars eru ellefu eða tólf mánuðir
síðan við byrjuðum. Og mér finnst
eiginlega bara leikritið sem hún er
búin að skrifa hreinlega betra en
bókin.“
Gunnar segist afar spenntur að sjá
sýninguna, eins og staðan sé núna
viti hann lítið um það hvernig loka
útkoman verði. „Mig langar ekkert
meira en að sjá þetta,“ segir hann.
„Ég kíkti aðeins inn um daginn og
fékk að sjá leikgervin sem var búið
að búa til og búningana sem eru
algjör listaverk og skipa svo stórt
hlutverk í sýningunni.“
Bók Gunnars Víti í Vestmanna-
eyjum var gerð að kvikmynd árið
2018 og Mamma klikk sett á svið í
leikhúsi líkt og fram hefur komið.
Gunnar þekkir því tilfinninguna
sem fylgir því að sjá persónurnar
sem hann skapar lifna við. „Það
er sturluð upplifun að sjá bók sem
maður hefur skrifað og hugsað fyrir
öllu lifna við. Maður fer bara út úr
líkamanum,“ útskýrir hann.
Þegar Mamma klikk var sett á
svið fór Gunnar með hlutverk í
sýningunni, hann segist hafa átt
erfitt með einbeita sér við leikinn,
slík hafi aðdáun hans á samleikur-
unum verið.
„Það kom fyrir á svona helmingi
sýninganna að ég stóð á hliðarsvið-
inu að bíða eftir að ég ætti að fara
Gunnar og Felix
kynntust við
talsetningar
á barnaefni á
tíunda áratugn-
um, þeir hafa
unnið að fjölda
verkefna saman.
Þekktasta sam-
starf þeirra er
Stundin okkar.
MYND/AÐSEND
Það er öllu
tjaldað til í upp-
færslu Drauma-
þjófsins og
bæði gervi og
búningar spila
stórt hlutverk
í sýningunni.
MYND/AÐSEND
inn, en gleymdi mér. Ég var bara
að hlusta og horfa og mér fannst
leikararnir svo skemmtilegir og mér
fannst svo ótrúlegt að þetta væri
lifnað við,“ segir hann og ljómar.
„Ég var að dást að þeim og svo
kom þögn og ég bara: Af hverju er
þögn hér? Svo hrökk ég við af því
að ég átti að fara inn,“ bætir Gunn-
ar við.
Í Covid var gert hlé á sýningum á
Mömmu klikk líkt og svo mörgum
öðrum verkum. Til að geta gert sýn-
inguna eins að hléinu loknu var hún
tekin upp og þegar Gunnar horfði á
upptökuna var hann ekki ánægður
með sína frammistöðu.
„Mér fannst ég bara ömurlegur.
Mér fannst ég svo lélegur í leikritinu
af því að ég var ekkert að leika, ég
var bara að dást að hinum. Ég lagði
mig mikið fram við að bæta mig
þegar við komum til baka og þetta
var eins og að vera staddur í draumi.
Þegar þig dreymir góðan draum og
allt er geggjað, þetta var bara þann-
ig.“
Gunnar er þv í einstak lega
spenntur að geta notið þess að
horfa á Draumaþjófinn á sviðinu
í Þjóðleikhúsinu og segist hlakka
til að upplifa vellíðunartilfinn-
inguna sem hann veit að því fylgir.
„Þetta er svo stórt og mikið. Þarna
eru fjórtán ný lög eftir snillinginn
Þorvald Bjarna og söngtextar eftir
Björk, Hallgrím og mig og fullt af
frábærum leikurum. Stebbi Jóns að
leikstýra og Ilmur með leikmynd-
ina. Þetta verður algjörlega klikkað
og er eins stórt og það gerist,“ segir
hann.
„Ef við horfum aðeins til baka
þá er ekki mikið um nýjar barna-
og fjölskyldusýningar af þessari
stærðargráðu. Stóru leikhúsin eru
dugleg að setja upp klassíkina en
það er ekki nóg. Við verðum að gera
nýtt íslenskt efni, það eru bara mjög
fáir í heiminum sem geta gert nýtt
íslenskt efni og það er mikilvægt
fyrir okkur sem samfélag og ekki
síst fyrir börnin að það sé fjallað
um okkur og okkar raunveruleika,“
segir Gunnar.
Hann fer mikið í skóla þar sem
hann ræðir við börn og unglinga og
segir þau áhugasöm um lestur þrátt
fyrir að kannanir bendi til annars.
„Það eru mjög fáir Íslendingar að
skrifa bækur fyrir unglinga, þeir eru
auðvitað til en eru mjög fáir,“ segir
Gunnar.
„Unglingar sem eru með mikinn
áhuga á lestri, þeir kannski klára
bara allar nýjar bækur í janúar og
fara svo að lesa á ensku. Það mætti
því kannski alveg huga að því að
þýða fleiri bækur,“ segir hann.
„Þá lesa börnin á íslensku en það
er samt öðruvísi. Það mætti því líka
huga að því að staðfæra barna- og
unglingabækur. Ég segi bara af
hverju ekki? Það skiptir ekki máli
hvort þær gerist í Kópavogi eða
Karlskrona, það skiptir bara máli
að við náum til barnanna.“
Myndir þú vilja láta staðfæra
þínar bækur við þýðingu?
„Já ég lagði það til þegar Mamma
klikk var gefin út í Danmörku, en
það var ekki gert. Dönsk börn tengja
ekkert við Ísland, þau eiga að fá að
lesa um sinn raunveruleika.“
Bella gella krossari
Það er margt fleira fram undan hjá
Gunnari en frumsýning Drauma-
þjófsins. Hann hefur nýlega lokið
við nýja bók í Stellu-flokknum sem
ber heitið Bella gella krossari. „Það
var geggjað að gera þessa bók,“ segir
hann.
„Ég var í sundi á Hellu og þar
er fimmti bekkur í skólasundi. Í
sturtuklefanum koma allir strák-
arnir, það er alltaf pínu erfitt þegar
maður er í sturtunni en í klefanum
segja þeir að ég verði að skrifa eina
Stellu-bók í viðbót og að hún verði
að heita Bella gella krossari,“ útskýr-
ir Gunnar en Bella er einn karakt-
eranna úr bókunum um Stellu.
„Þeir halda áfram og segja að
Bella sé komin í mótorkross og þeim
fannst það svo geggjað. Þeir áttu
allir mótorkrosshjól og tengdu við
það. Mér fannst þetta bara góð hug-
mynd og er búinn að skrifa bókina,“
segir hann.
„Svo fékk ég póst frá einni
mömmunni sem spurði hvort þetta
væri satt og ég bara já. Ég hélt að
þeir væru búnir að gleyma þessu en
þetta er geggjað og nú verðum við
bara að hafa útgáfupartí á Hellu,“
segir Gunnar að lokum. n
FRÉTTABLAÐIÐ HELGIN 2525. FEBRÚAR 2023
LAUGARDAGUR