Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 24
María Carmela, sem oftast er kölluð Carmela, segist alltaf hafa verið skapandi og fann fljótt að listgreinar voru hennar áhugasvið. „Myndlistin var alltaf uppá- haldsfagið mitt í grunnskóla. Ég fann mig aldrei í bóklegu fögunum í skóla og gekk því ekkert sérlega vel þar, ég verð bara góð í því sem ég hef áhuga á. Ég fór síðan í FÁ [Fjölbrautaskólann við Ármúla] þar sem ég fór í kvikmyndagerð, myndlist og leiklist og það var tímabilið þar sem ég byrjaði að blómstra,“ segir hún. Þegar Carmela er beðin að lýsa sjálfri sér segist hún elska pasta og risaeðlur en vera hrædd við þvottavélar og kaffikönnur. Hún er hálf íslensk og hálf ítölsk, sem er kannski ástæða þess að hún elskar pasta. „Það er mjög auðvelt að gleðja mig og ég finn hamingjuna í hvers- dagsleikanum, verð auðveldlega spennt og mér leiðist aldrei. Ég er mikill safnari og mér finnst æðis- legt að finna nýja hluti í söfnin mín.“ Carmela býr til mjög litríkar myndir og hefur greinilega mjög gott auga fyrir smáatriðum. Hún er einhverf og segist upplifa umhverf- ið og tilfinningarnar mjög sterkt og tjái það í gegnum listina. „Ég tek mikið eftir smáatriðum, það sem er kannski lítið fyrir mörgum gæti verið risastórt fyrir mér. Þess vegna hef ég oft gaman af því að teikna hluti í stærri eða minni hlutföllum en þeir eru vana- lega,“ segir hún og bætir við að allt geti veitt henni innblástur. „Ég fæ innblástur úr spag- ettí-disknum mínum, þegar ég reima skóna mína eða þegar það er rigning úti og droparnir búa til mynstur á gluggann. Hvítir og auðir fletir færa mér mikinn innblástur því þar eru endalausir möguleikar. Það getur verið svo margt, til dæmis norðurljósin og stjörnurnar á himninum veita mér svo hlýlega tilfinningu að ég gæti fengið þrá til að setja þá tilfinn- ingu á blað,“ útskýrir hún. „Ég fæ líka mikinn innblástur úr tónlist, alltaf þegar ég hlusta á lög sé ég liti og mynstur í huganum, sem gefa mér hugmyndir að nýjum teikningum og verkum. Áferð veit- ir mér innblástur, hvort sem það er af mat eða á fötum eða öðrum hlutum. Fólk veitir mér innblástur, sama hvort það sé frábært fólk eða kúkalabbar, það er alltaf hægt að læra eitthvað. Hugmyndirnar koma úr hinum furðulegustu áttum hjá mér, fæðingarblettir og tásveppir geta allt eins veitt mér innblástur.“ Tré eru fullkomnir vinir Á myndum Carmelu má sjá litríkar plöntur og dýr og fleira úr nátt- úrunni, enda er Carmela mikið náttúrubarn. „Það besta sem ég geri er að fara út í skóg og vera hluti af náttúrunni, tré eru hinir fullkomnu vinir. Á vorin þegar gróðurinn er að vakna úr dvala flyt ég nánast út í skóg og er þar að taka inn náttúruna. Ég finn fyrir svo miklum skilningi frá náttúrunni, þar eru bara allir að gera sitt besta, lifa. Hún býst ekki við neinu frá þér heldur er hún bara ánægð að þú sért hér. Það er engin pressa að þurfa alltaf að vera að gera eitthvað til að meika það heldur fær maður bara að njóta þess að anda og vera í núinu,“ útskýrir þessi klára, unga kona. „Eitt af uppáhaldinu mínu að teikna eru dýr, það er af því þau eru svo alls konar og það er endalaust hægt að fá innblástur frá þeim. Það skín frá þeim svo mikill karakter og það er svo gaman að reyna að ná þessum karakter á pappír. Mig dreymir um að flytja á bóndabæ Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Efst er Carmela með hundinum sínum Bamba sem er ellefu ára en hér að ofan má sjá litríkar myndir eftir hana. Þessi mynd heitir Rulers of the mushroom kingdom sem má þýða sem stjórnendur sveppaveldisins. Cosmic girl kallast þessi litríka mynd þar sem margt er um að vera. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is þar sem ég er með hænur, endur og minn eigin matjurtagarð. Mig langar líka rosalega mikið í svín sem ég gæti dekrað í botn og leikið mér við úti í drullunni, gefa því besta líf sem svín getur átt. Ég myndi vera með lítinn kofa í garð- inum sem væri vinnustofan mín, það væri staður þar sem málningin mætti fara út um alla veggi og loft.“ Carmela hefur gert eftir- prentanir af myndunum sínum og hefur líka látið prenta þær á töskur og púða. Hún vinnur að því að gera líka teppi, límmiða og fleira og dreymir um að prenta teikningarnar líka á föt, þar sem henni finnst vanta úrval af litríkari fötum. Verkin selur hún oftast í gegnum Instagram og Facebook. „Það er hægt að finna mig á Instagram undir nafninu: mct. art. Margir hafa pantað í gegnum Instagram eða komið þegar ég er að halda sýningar eða er á mörk- uðum,“ segir Carmela. „Ég hélt síðast sýningu í október, þar voru töskur og púðar til sýnis og hægt að kaupa eftirprent á staðnum.“ Býr til nýjan heim Carmela býr ekki bara til litríkar myndir, hún er líka mikið fyrir kvikmyndagerð og segir áhugann hafa byrjað af því að pabbi hennar var alltaf með myndavélina í and- litinu á henni þegar hún var barn, eins og hún orðar það. „Síðan byrjaði ég að taka upp á því sjálf að áreita fjölskyldumeð- limi mína með myndavélinni. Þau eru samt öll virkilega ánægð með það núna, því ég á svo mikið af minningum á myndböndum.“ Carmela skrifaði sína fyrstu stuttmynd tólf ára gömul. Hún átti erfitt í skólanum og var þess vegna oftast heima. Þá tók hún upp á því að byrja að skrifa handrit. Þegar henni fannst handritið tilbúið sendi hún tölvupóst á útskriftar- nemendur í Kvikmyndaskólanum til að vita hvort þau vildu taka upp mynd eftir handritinu. Hún fékk engin svör fyrst en gafst ekki upp. Eftir þrjá tölvupósta hafði hún loks erindi sem erfiði og stuttmynd varð að veruleika. „Við gerðina á myndinni kynnt- ist ég frábæru fólki sem var til í að vinna með tólf ára gömlu mér og frænkum mínum tveim, sem voru svo yndislegar að leika í myndinni með mér. Ég eignaðist þar vini fyrir lífstíð og fékk að sjá inn í heim kvikmyndagerðarinnar. Eftir það þá varð ég heilluð af kvikmynda- gerð! Hvernig fólk kemur saman og býr til nýjan heim!“ Seinna þegar Carmela fór að læra kvikmyndagerð í FÁ kynntist hún bestu vinum sínum og kærasta. Þau gerðu stuttmynd saman sem heitir Reglur leiksins. Myndina má finna á YouTube en hún fjallar um Lúnu, einhverfa stelpu sem þarf að takast á við erfiðar aðstæður. Við gerð myndarinnar fóru þau á bakvið kennarann sinn með því að leigja tæki hjá Kukl og fá styrki úr ýmsum áttum, án þess að láta hann vita. Þegar kennarinn komst að því var hann ekki sáttur og Carmela segir að þau hafi aldeilis fengið að heyra það. Seinna vann myndin til verðlauna á tveimur kvikmynda- hátíðum, svo þeim var fyrirgefið. „Verðlaunin fyrir aðra kvik- myndahátíðina var að fara á nám- skeið í New York Film Academy og héldum við þangað sumarið 2018. Ég hef fengið að heyra að myndin sé sýnd sem kennsluefni í grunnskólum á ýmsum stöðum á landinu. Markmiðið með mynd- inni var að reyna að útskýra ein- staka upplifanir eða tilfinningar sem er erfitt að koma í orð, fyrir þeim sem ekki finna fyrir þeim,“ útskýrir Carmela, sem er núna að leggja lokahönd á aðra mynd sem heitir Fiskur á Mars. „Það er er hjartnæm gaman- mynd um geimveru, tileinkuð pabba mínum, sem kvaddi skyndilega árið 2019. Þar var ég í samvinnu við fullt af hæfileikaríku fólki og við gátum sameinað krafta okkar til að búa til töfra.“ Orð eru flókin Þegar Carmela er spurð hverra hún líti helst upp til í listinni segir hún að þau séu mörg. „Ég elska að fylgjast með fólki og sjá hvað það er að skapa. Mamma mín, Regína Magdalena, er mynd- listarkona og ég hef alltaf verið aðdáandi hennar númer eitt. Ég hef lært heilmikið af henni og fylgst með heilu málverkunum koma til lífsins, hún gerir mig svo stolta. Svo er kærasti minn hann Mummi tónlistarmaður undir nafninu Oddweird. Hann býr til tónlist sem ég vil gjarnan kalla geimdjassfunkadelic! Ég hlusta einmitt mikið á hann þegar ég er að teikna og hann veitir mér einnig mikinn innblástur,“ segir hún. Carmela segist einnig vera heppin að því leyti að hún á hæfi- leikaríka vini sem hún fer oft með á kaffihús. Þar teikna þau og skiptast á hugmyndum og vinna saman. „List er ekki keppni, hún er tján- ing og enginn tjáir sig á sama hátt, þess vegna er pláss fyrir alla. Svo er líka svo gaman að fá þann heiður að vinna með öðru listafólki, geta verið í samvinnu. Sameinað hæfileika og fært fjöll. Ég hef alltaf haft þörf fyrir að skapa. Ég elska að láta annað fólk brosa, hlæja og sýna fólki fegurðina í hversdags- leikanum. Mér finnst eins og listin mín, mitt innra barn, dragi fram annarra manna innri börn og það er svo mikilvægt, því þau vilja fá að koma út að leika sér. Ég hef alltaf hugsað mjög myndrænt, mín tjáning hefur alltaf verið í gegnum teikningar, liti og sköpun. Orð eru mér svolítið flókin. Stundum á ég erfitt með tjáningu þegar það er mikið um að vera í kringum mig eða ef ég er stressuð eða spennt,“ segir hún. „Mér finnst mjög gott að vera ein, þó ég njóti mín líka vel í nær- veru fjölskyldu og vina. En einvera mín gefur mér margar hugmyndir, ég er miklu meira meðvituð um hugsanir mínar þegar ég fæ að vera algjörlega frjáls í mínum eigin heimi án truflana. Ég upplifi yndis- lega ró þegar ég teikna, það er svo frelsandi. Síðan verður til mynd sem á sér uppruna í undirmeðvit- undinni og færir hugmyndina út í hendurnar, ég er í rauninni bara tól fyrir eitthvað annað sem er að koma í gegn.“ n Mér finnst eins og listin mín, mitt innra barn, dragi fram annarra manna innri börn og það er svo mikil- vægt, því þau vilja fá að koma út að leika sér. 2 kynningarblað A L LT 25. febrúar 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.