Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 6
Á meðan ekki er sett þak á orkunotkun verða engin raunveru- leg orkuskipti. Auðu Önnu Magnúsdóttir, Landvernd Þessi illindi eru þau verstu sem ég hef séð, umtalið, umræðan, allt er óvægnara en ég hef séð áður. Björn Snæbjörns- son, formaður Einingar Iðju Ársfundur 2023 Dagskrá • Venjuleg ársfundarstörf – Dagskrárliðir skv. grein 6.6 í samþykktum sjóðsins • Önnur mál Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn þriðjudaginn 28. mars kl. 18:00 á Grand Hótel Reykjavík. Nánari upplýsingar verða birtar á live.is þegar nær dregur. Streymt verður frá fundinum á mitt.live.is. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins skriflega eigi síðar en viku fyrir ársfund. Sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum og eru hvattir til að mæta á fundinn eða fylgjast með í streymi. Fundargögn verða aðgengileg á live.is fyrir fundinn. Reykjavík, 23. febrúar 2023 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna bth@frettabladid.is VINNUMARKAÐUR Illindin sem nú eru uppi milli atvinnurekenda og Einingar eru þau hörðustu sem komið hafa upp í marga  áratugi. Þetta segir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju, en hann hóf störf í verkalýðshreyfingunni árið 1982 og hefur æ síðan fylgst náið með vinnudeilum og oft komið að samningum og lausn mála. „Ég hef aldrei séð svona harðar deilur á öllum mínum ferli, aldrei séð svona hörku áður,“ segir Björn sem hefur staðið í stéttarfélags- brúnni í 41 ár. „Ekkert þessu líkt hefur komið upp síðan ég fór að fylgjast með, menn hafa rifist og tekist á en þessi illindi eru þau verstu sem ég hef séð, umtalið, umræðan, allt er óvægnara en ég hef séð áður,“ segir Björn sem einn- ig situr í miðstjórn ASÍ og er í stjórn Starfsgreinasambandsins. „Það er nauðsynlegt að menn setjist niður og finni lausn í þessum samningum. Ég hef áhyggjur af félagsmönnum Ef lingar sem ekki fá launahækkanir, menn verða að finna leiðir,“ segir Björn Snæbjörns- son. n Ein mestu illindi í sögu landsins bth@frettabladid.is LOFTSLAGSMÁL Mikil mengun frá álverum hér á landi er ólíðandi að mati Auðar Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landvernd- ar.  Vandamál sé hve mikla orku stóriðjan noti sem hamli orkuskipt- um. Við blasi að fækka stóriðjum fremur en fjölga þeim. Landvernd segir álver Ísal í eigu Rio Tinto í Straumsvík komið til ára sinna og gæti vel hætt starfsemi fyrir 2030. Á næstu 20 árum losni orkusamningar við öll álverin. Ákveðin mótsögn felst að sögn Auðar í umræðu og markmiðum um orkuskiptin og veruleikanum. „Íslensk stjórnvöld, Landsvirkjun sem er í eigu ríkisins, eru nýbúin að undirrita viljayfirlýsingu um stór- fellt landeldi við Þorlákshöfn sem þarf 25 megawött. Fyrirtækið okkar segir að við þurfum að framleiða miklu meiri orku fyrir orkuskiptin en selur svo orku til gagnavera og iðnaðar sem á ekkert skylt við orku- skipti,“ segir Auður. Stjórnvöld þurfi að tryggja að öll orka sem losni sé fyrir orkuskiptin. Álver verði að bæta orkunýtingu. „Á meðan ekki er sett þak á orku- notkun verða engin raunveruleg orkuskipti, heldur aðeins viðbót í orkunotkun,“ segir Auður. „Álverin eru mjög mengandi fyrirtæki. Þau losa mikið og það verður að gera þá kröfu að þau noti orkuna sem þau fá almennilega,“ bætir Auður við. Um 65 prósent af framleiddri raf- orku hér á landi fara til álvera. Allt samfélagið utan stóriðjunnar notar aðeins um 18 prósent af allri fram- leiddri raforku innanlands eins og fram kemur í orkutölum Orkustofn- unar. Gagnaver taka um 5 prósent orkunnar til sín, kísilver, járnblendi og álþynnuverksmiðja á Akureyri um 10 prósent samtals. n Gagnrýnir raforkusölu Landsvirkjunar í álver Mikill fjöldi sótti þingið í Safnahúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Eyðing búsvæða, einræktun, ofnýting, mengun, loftslags- breytingar og súrnun sjávar til umræðu á þingi um líffræði- lega fjölbreytni sem á mjög undir högg að sækja. bth@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Eitruð hegðun mannsins sem drottnara y f ir jörðinni án þess að maðurinn hafi nokkurt tilkall til drottnunar, ógnar lífríkinu sem aldrei fyrr og útrýmir tegundum í stórum stíl, sjálfsmorð mannskepnunnar og allsherjar vistmorð er í uppsiglingu að óbreyttu eftir því sem fram kom á hátíð líffræðilegrar fjölbreytni í Safnahúsinu í fyrradag. Þótt umræða vísindamanna sé neikvæð og horfurnar dimmar getur alvarleikinn ásamt drifkrafti vonarinnar hjálpað til við að mað- urinn horfist í augu við vandann og kúvendi hegðun sinni. Það er vegna þess að maðurinn er skyn- semisvera, að því er Skúli Skúlason, formaður stjórnar Biodice, ræddi í erindi sínu. Biodice er samstarfsvettvangur hóps líffræðinga þar sem Ísland skipar stóran sess. Var opnuð vef- síða af því tilefni í gær og fjölbreytt dagskrá f lutt. Fram kom að verk mannanna hafa leitt til eyðingar búsvæða, einræktunar, ofnýtingar, mengunar, loftslagsbreytinga og súrnunar sjávar. Samkvæmt Biodice eru nú yfir 30 þúsund af 120 þúsund tegundum á rauðum lista Alþjóða náttúru- verndarsamtakanna International Union for Conservation of Nature í útrýmingarhættu. Fjöldi þeirra hefur þrefaldast á síðustu tuttugu árum. Skúli sagði að ögurstund væri upp runnin, maðurinn yrði að umbylta hegðun sinni og viðhorfum til nátt- úrunnar. Sú hugsun að maðurinn væri yfir náttúruna hafinn eða aðskilinn frá henni væri rót þess „sjálfsmorðs mannk y ns“ sem Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur sagt að stefni í samfara allsherjarvistmorði. Tregða til breytinga er mikil að sögn Skúla. Umhverfismál fái síaukna athygli, enda vakning og samstarf lykillinn að árangri. Mikið fjármagn þurfi einnig að koma til en sagan sýni að alþjóðasamfélagið geti tekið höndum saman og sett mikið fjármagn í rannsóknir og umbætur líkt og í Covid-faraldr- inum. „Ómöguleikinn á ekki við þegar kemur að úrlausn þeirra mála sem við stöndum frammi fyrir núna,“ segir Skúli. Tækifæri Íslands sem „case study“ í vísindavinnu felast samkvæmt Biodice meðal annars í því að Ísland liggur þar sem heitir og kaldir hafstraumar mætast. Það veldur skörpum hitaskilum á landi og í sjó og kemur skýrt fram í eigin- leikum lífríkja. Þá einkennist Ísland af jarð- skorpuhreyfingum og eldvirkni sem skapar einstök og fjölbreytt búsvæði fyrir lífríkin sem mörg eru nú um stundir í hraðri þróun. Þessar aðstæður eru taldar nýtast vending- um sem þurfa að verða þegar komið er að skuldadögum í vistfræðilegu tilliti. n Algert vistmorð og útrýming manna Ómöguleikinn á ekki við þegar kemur að úrlausn þeirra mála sem við stöndum frammi fyrir núna. Skúli Skúlason, stjórnarfor- maður Biodice benediktarnar@frettabladid.is INNRÁS Volodimir Zelenskij, forseti Úkraínu segir að sigur Úkraínu sé óumflýjanlegur ef allir bandamenn Úkraínu „vinni heimavinnuna sína“. Þetta sagði forsetinn á blaða- mannafundi til að minnast þess að eitt ár er frá því innrás Rússa í Úkra- ínu hófst. Spurður hvort þeir sem hafi gerst sekir um stríðsglæpi verði mögu- lega sóttir til saka í Úkraínu sagði Zelenskij unnt að setja saman sér- stakan dómstól til að láta Rússa svara til saka. Þá tilkynnti Zelenskij að hann hygðist fara á fund Xi Jing Ping, aðalritara Kommúnistaflokks Kína í von um að fá aðstoð Kínverja við að enda stríðið. G7 ríkin ítrekuðu í gær stuðning við Úkraínu og að þau myndu aldrei viðurkenna innlimun Rússa á hér- uðum Úkraínu. Einnig kom fyrsta sending af Leop- ard 2 skriðdrekunum til Úkraínu í gær. Talið er að koma skriðdrekanna geti skipt sköpum í stríðinu fyrir Úkraínumenn í komandi gagnárás- um þeirra. n Viðurkenna aldrei innlimun Rússa á héruðum Volodimir Ze- lenskij, forseti Úkraínu 6 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.