Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 46
Þegar ég var að taka þessa ákvörðun var ég í algjörri sálarangist og lífsins krísu, enda er ég að leggja allt undir. Elva Hrönn Hjartardóttir ólst upp á Akureyri hjá foreldrum sem unnu mikið, til að veita henni og systkinum hennar öruggt skjól. Það að ekki hafi verið mikið til segir hún hafa mótað sig. Elva brennur fyrir verkalýðsmálum og býður sig nú fram til formanns VR. Ég er fædd og uppalin á Akur­ eyri, bjó í þrjú ár í Dan­ mörku eftir að ég útskrif­ aðist úr framhaldsskóla og flutti svo til Bandaríkjanna, þar sem ég dvaldi í eitt ár sem au pair, segir Elva Hrönn Hjartardóttir, sér­ fræðingur hjá VR og frambjóðandi til formanns félagsins. „Foreldrar mínir voru bæði ómenntuð þegar ég var yngri og unnu tvö til þrjú störf til að hafa í okkur og á. Samhliða því var mamma meira og minna í námi, fyrst til að klára stúdentinn og svo til að klára kennaranámið.“ Hún segir æsku sína hafa haft mikil áhrif á það hvernig hún líti á lífið almennt og á verkalýðsmál. „Ég horfði á foreldra mína vinna og vinna til að geta haft öruggt þak yfir höfuðið. Við krakkarnir fundum einhvern veginn aldrei fyrir því að það væri ekki til nóg en ég veit að þetta var erfitt og maður áttar sig á því betur og betur með aldrinum,“ segir Elva. „Þegar mamma og pabbi skildu man ég eftir mömmu í vinnunni allan daginn, svo kom kvöldmatur og svo var hún að læra langt fram á kvöld. Það þurfti svo mikið til og hún lagði svo mikið á sig til að búa sér og okkur betur í haginn, að sama skapi þá lifir hún ekkert í brjáluðum vel­ lystingum í dag, þrátt fyrir allt sem hún lagði á sig,“ segir Elva. „Hún tilheyrir þessum milli­ stéttarhópi sem gleymist oft í hags­ munabaráttunni og fellur milli skips og bryggju í kerfinu. Fólk sem er búið að hafa mikið fyrir því að koma sér á þann stað sem það er á, það á fyrir mat og húsaskjóli, jafnvel örlítinn afgang, en það er hark að halda því sem það er búið að ná og því sem það á.“ Hún bætir því við að foreldrar hennar hafi alltaf stutt þau systkinin eins og þau hafi getað og hvatt þau til dáða. „Ég verð foreldrum mínum alltaf þakklát fyrir það sem þau hafa gert fyrir mig.“ Skilnaðurinn áfall Elva var níu ára þegar foreldrar hennar skildu og segir hún skilnað mikið áfall fyrir barn. „Ég var búin að finna þetta á mér en það var samt mikið sjokk þegar þau sögðu okkur frá þessu. Ég man alltaf eftir til­ finningunni þegar pabbi fór og við sögðum bless við hann,“ segir hún. „Við tóku miklir óvissutímar og ég þekki af eigin raun hvað það er að eiga ekki öruggt húsaskjól, þar sem við neyddumst oft til að flytja þegar ég var barn og unglingur. Ég man eftir því að hafa tvisvar sinnum þurft að brúa bilið í nokkra mánuði þar sem við vorum eiginlega á göt­ unni og flytja til afa og ömmu,“ segir Elva. Hún var mikið hjá afa sínum og ömmu í bernsku og þar var alltaf gott að vera. Hún segir að það hafi þó verið áskorun að deila þar herbergi með mömmu sinni og tveimur yngri systkinum. „Í Helgamagrastrætinu hjá afa og ömmu var mitt athvarf. Ég missti svo afa minn þegar ég var 19 ára og ömmu níu árum síðar. Þar með var fasti punkturinn í lífi mínu farinn, allavega þar til ég stofnaði sjálf fjöl­ skyldu. Að missa þau tók mjög á mig og ég hugsa oft til þeirra og til andar­ taksins þegar afi minn dó, en ég og mamma vorum hjá honum.“ Elva var aðra hvora helgi hjá pabba sínum. „Þarna var ekki algengt að börn væru að skiptast milli heimila í viku og viku. Hann var helgar­ pabbi og það var frábært að vera hjá honum og svo gaman, en það var samt eitthvað svo skrítið,“ segir hún. „Ég upplifði líka mikið samvisku­ bit og held að við höfum öll gert það, systkinin. Mér fannst ég alltaf vera að skilja mömmu eina eftir þegar ég fór til pabba og öfugt,“ segir Elva. „Það var erfiðast, að hafa á til­ f inningunni að maður væri að skilja mömmu eða pabba eftir ein á jólunum. Ég var bara krakki þegar ég ákvað að þegar ég eignaðist mína eigin fjölskyldu þá ætlaði ég að vera heima hjá mér á jólunum og þangað væru bara öll velkomin,“ segir Elva, sem hefur haldið jólin heima síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn 2010. Ást við fyrstu sýn Elva er gift Andra Rey Haraldssyni og saman eiga þau tvö börn. Þau kynntust fyrir algjöra tilviljun á skemmtistaðnum Hressó árið 2009. Í vikunni hittust svo blaðamaður og Elva yfir kaffi á þessum sama stað. „Ég bjó á Akureyri á þessum tíma og hann reyndar líka, en við höfð­ um samt aldrei hist. Leiðir okkar lágu einhvern veginn ekki saman, hann var á Kaffi Amor á djamm­ árunum og ég á Kaffi Akureyri,“ segir Elva og hlær. „Ég fer í bæinn með vinkonum mínum og var alls ekki Hressó­týp­ an en þær elskuðu þennan stað og drógu mig hingað, sama sagan var með hann, frændi hans dró hann hingað inn,“ segir hún. „Ég er svo að tala við félaga minn þegar ég heyri einhvern á bak við mig segja: Er þér sama þó ég reyni við vinkonu þína. Þegar ég sný mér við sé ég hann og það var ást við fyrstu sýn,“ segir Elva og blaða­ maður greinir blik í augum hennar þegar hún talar um Andra. Seinna sama kvöld skilja leiðir þeirra og Elva segist hafa orðið afar vonsvikin. „Þetta var mikil djamm­ ferð þannig að við stelpurnar förum aftur út á laugardeginum og þær draga mig hingað, hann er fyrsti maðurinn sem ég sé þegar ég labba hérna inn og við höfum verið óað­ skiljanleg síðan. Þessu var ætlað að verða,“ segir hún. Verkalýðsnörd Elva segist alla tíð hafa verið með sterka réttlætiskennd og brunnið Elva Hrönn Hjartardóttir er í framboði til formanns VR, hún kallar sjálfa sig verkalýðsnörd. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Elva kynntist eiginmanni sínum, Andra Rey, á Hressó árið 2009. Hún segir það hafa verið ást við fyrstu sýn og þau hafa verið óaðskiljanleg síðan. MYND/AÐSEND Meðvituð um óréttlæti fyrir málefnum fólks. Hún byrjaði feril sinn í verkalýðshreyfingunni þegar hún vann hjá Actavis og tók að sér starf trúnaðarmanns. „Ég hafði alltaf brunnið fyrir verkalýðsmálum og svo fann ég þessu farveg innan VR,“ segir hún. „Ég hef alltaf verið með heimsins byrðar á herðum mér, borið þær alveg frá því ég var barn. Ég var mjög meðvituð um óréttlæti og ég skildi ekki af hverju þau sem áttu pening­ ana hjálpuðu ekki þeim sem minna máttu sín. Mig langaði að breyta einhverju,“ segir Elva. Nú hefur hún boðið sig fram til formanns VR á móti Ragnari Þór Ingólfssyni. „Þetta var ekki eitthvað sem ég stefndi að þegar ég byrjaði að vinna í VR. Þegar Ragnar Þór fer að tala um að bjóða sig fram í for­ seta ASÍ er komið að máli við mig varðandi þetta, að bjóða mig fram til formanns VR. Þá er búið að sá þessu fræi og mig fer að langa þetta.“ Spurð að því hvort umræða und­ anfarið um verkalýðsmál, formenn verkalýðsfélaga, verkföll og sátta­ semjara hræði hana, segir hún svo ekki vera. „Ég lifi og hrærist í þessu, ég elska að eiga í rökræðum og umræðum um verkalýðs­ og sam­ félagsmál og er það sem kalla mætti verkalýðsnörd,“ segir hún og brosir. „Samfélagið okkar hefur breyst svo mikið og verkalýðshreyfingin þarf að bregðast við því,“ bætir hún við. „Þegar ég var að taka þessa ákvörðun var ég í algjörri sálar­ angist og lífsins krísu, enda er ég að leggja allt undir“ segir Elva. „En ég ræddi þetta fram og til baka við sjálfa mig, manninn minn og börnin mín og ég fékk alltaf sömu niðurstöðuna. Að ég ætti að gera þetta,“ bætir hún við. „Eftir því sem ég reyndi að hugsa minna um þetta þá hugsaði ég meira um það og ég finn að þetta er eitthvað sem mér er ætlað að gera og ég trúi því að ég geti gert þetta vel og látið til mín taka,“ segir hún. „Ég veit að það er mikið og margt sem fylgir þessu hlutverki en ég er tilbúin að takast á við það allt,“ segir Elva. Og ertu sigurviss? „Ég er það alls ekki,“ segir Elva. „Ég er bara í mínum bergmáls­ helli þar sem ég fæ góð viðbrögð og Ragnar Þór örugglega sömuleiðis,“ bætir hún við. „Þetta getur farið hvernig sem er og ég held að þetta fari alltaf eftir því hversu mörg kjósa í þessum raf­ rænu kosningum, það skiptir öllu máli. Ef að fólk vill fá breytingar eins og ég hef fengið veður af, þá verður það að kjósa,“ segir Elva að lokum. n Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 26 HELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.