Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 10
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þar er svo afskaplega auðvelt að segja eitt og gera annað að alþýða manna er komin með almennan kosninga- leiða. Velgengni á vinnu- markaði stýrist mun fremur af efnahags- legu bak- landi og heppni en getu. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is MÍN SKOÐUN GUNNAR Sif Sigmarsdóttir Ég heimsótti nýverið Kensington höll í Lundúnaborg en höllin hefur verið bústaður bresks konungsfólks frá því á 17. öld. Þar sem ég gekk um gullslegna sali rak ég augun í spegil. Hvað höfðu íbúar íburðarmikillar hallarinnar hugsað í aldanna rás er þeir litu í spegilinn, fólk sem sagt var fá forréttindi sín frá guði. Hugsaði það: „Þetta er ruglað?“ Eða hugsaði það: „Djöfull er ég mikill meistari?“ Að sögn breska sálfræðingsins Adam Phillips hrærumst við einhvers staðar milli lífsins sem við lifum og lífsins sem við viljum. Hann segir tilvist okkar skiptast í tvennt; í hið eiginlega líf og „hið ólifaða líf“, líf sem við lifum aldrei en teljum að hefði getað orðið. Við eyðum ævinni þannig með manneskjunni sem við urðum aldrei og spurningunni: Hvað ef? Hinn 4. janúar árið 1960 ók franski rithöf- undurinn Albert Camus til Parísar ásamt útgefanda sínum Michel Gallimard. Gal- limard hafði fest kaup á nýjum bíl. Kolleg- arnir komust þó aldrei á leiðarenda. Skammt fyrir utan París missti Gallimard stjórn á bifreiðinni sem hafnaði á tré. Camus lést við áreksturinn. Gallimard lést fimm dögum síðar. Í vasa Camus, sem hafði fengið Nóbels- verðlaunin í bókmenntum tveimur árum fyrr aðeins 44 ára að aldri, fannst ónotaður lestarmiði til Parísar. Oft virðist sem tilviljanir séu eitt helsta hreyfiafl tilverunnar. Ný rannsókn sýnir að sú er einmitt raunin oftar en við höldum. Hvað veldur velgengni? Svarið er breyti- legt eftir því hver er spurður. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og milljarðamæringur, þakkar velgengni sína „mjög traustri snilligáfu“. Annar milljarða- mæringur, Warren Buffett, segir velgengni sína stafa af því að hann hafi unnið í „eggja- stokkalottóinu“. Niðurstöður nýrrar sænskrar rann- sóknar benda til að kenning Buffett sé nær lagi. Í rúman áratug var fylgst með þróun tekna 60.000 karlmanna sem höfðu tekið greindarpróf við upphaf herþjónustu. Í ljós kom að gáfur fleyttu þeim ekki nema hluta leiðarinnar að velgengni. Þegar ákveðnum árslaunum var náð, í kringum átta millj- ónum íslenskra króna, hvarf fylgni milli gáfnafars og launa. Gáfur virtust jafnvel fara hnignandi við áfangann. Að sögn vísinda- mannanna var ástæðan einföld. Þótt gáfur skipti máli skiptir bakgrunnur fólks meira máli. „Velgengni á vinnumarkaði stýrist mun fremur af efnahagslegu baklandi og heppni en getu.“ Það eina sem skilur þau að Í vikunni kusu aðildarfélög Samtaka atvinnu- lífsins með því að verkbann yrði sett á starfsfólk sem skráð er í stéttarfélagið Eflingu. Í stjórn SA, sem samþykkti boðun verkbanns- ins, sitja forstjórar ýmissa stórfyrirtækja, bankastjórar og fulltrúar útgerðarinnar. Þeirra á meðal er forstjóri Arion banka en í síðustu viku mátti lesa í fréttum að laun hans hefðu hækkað um 25% milli ára í 7,3 milljónir á mánuði. Hvað ef? Hvað ef Camus hefði notað lestar- miðann? Tilviljanir eru guð. Þær skilja milli lífs og dauða. Þær ráða því hver gengur um gullslegnar hallir, hver stýrir banka, hver skúrar bankann. Þegar stjórnarfólk SA lítur í spegilinn áður en það heldur til vel launaðrar innivinnu sinnar, hvað hugsar það? Hugsar það „snilli- gáfa“ eða „eggjastokkalottó“? Hugsar það: „Þetta er ruglað?“ Eða hugsar það: „Djöfull er ég mikill meistari?“ Við hrærumst milli lífsins sem við lifum og lífsins sem við viljum. Tignarfólk samfélags- ins virðist telja sig þess umkomið að ákveða hvar sú lífsbarátta sé háð í tilfelli hinna verst settu. Þeim væri þó hollt að hafa eftirfarandi í huga: Hið eiginlega líf bankastjóra Arion banka er „hið ólifaða líf“ hótelþernu. Það eina sem skilur þau að eru tilviljanir. n Hnignandi gáfur Vandamál íslenskra stjórnmála er að þau eru ekki í pólitík. Þau láta sjaldnast steyta á hugsjónum sínum og sannfæringu – og taka oftar en ekki valdastólana fram yfir áherslur á eigin mál. Þetta er gömul saga og ný á Íslandi. Og ekki einasta eru stjórnmálaflokkarnir full til kærulausir hvað stefnumál þeirra varðar þegar til kastanna kemur, heldur gerir fjöl- flokkasamstarf það yfirleitt að verkum að sérstaða einstakra afla fellur í gleymsku og dá. Það er náttúra þess að deila völdum. Og slík er málamiðlunin alla jafna að stefnur vatnast út og ákvarðanir verða samstarfinu ofviða. Það heitir alla jafna svo að kosningaloforðin verði að víkja fyrir veruleikanum í íslenskri pólitík. Andrúmsloftið í samfélaginu kalli eftir festu og ábyrgð, miklu fremur en boðuðum breytingum og heitstrengingu um réttlæti. Loforðin verði að hinkra um sinn. Þess vegna komast flokkar, sem berjast fyrir umhverfisvernd og grænum lausnum, upp með það að sækja um undanþágur frá losunar- kvótum svo einkafyrirtæki geti mengað meira í þágu arðs og efnahags. Þess vegna komast flokkar, sem telja það til sinna helstu kosta að berjast gegn bákninu, upp með að fjölga ríkisstarfsmönnum sem aldrei fyrr og riðla fyrir vikið jafnvægi á vinnumarkaði. Þess vegna komast flokkar, sem tala fyrir skattalækkun á tyllidögum, upp með það að leggja auknar álögur á almenning og atvinnulíf. Þetta er íslenska pólitíkin. Þar er svo afskaplega auðvelt að segja eitt og gera annað að alþýða manna er komin með almennan kosningaleiða og kýs bara það sem kannski veldur minnstum skaða, mörlandans miðjumoð. Því ætli það sé ekki bara best að gera ekkert. Þversögnin er aftur á móti sú að þjóðin gerir ítrekað upp hug sinn í alls konar fylgiskönn- unum þar sem hugur hennar til stóru málanna liggur fyrir. Um áraraðir hefur þar mátt lesa hug hennar til breytinga og réttlátara samfélags ann- ars vegar og hins vegar vilja til að hlúa að þeirri gerð opinberrar þjónustu sem fyrir er. Endurtekið hafa meira en áttatíu prósent þjóðarinnar sagst trúa á opinbera heilbrigðis- þjónustu og vilja bæta hana. En pólitíkin þráast við. Endurtekið hefur meirihluti þjóðarinnar viljað taka á alræmdu gjafakvótakerfi í sjávarút- vegi sem hefur breyst í erfðagóss hjá útvöldum. En pólitíkin þráast við. Og undanfarið hefur hver könnunin af ann- arri sýnt eindreginn vilja þjóðarinnar til að gerast fullgildir aðilar að Evrópusambandinu með nýjum gjaldmiðli. En pólitíkin þráast við. Það er af því að hún er ekki í pólitík. n Ópólitíkin NÝSKÖPUN MÁNUDAG KL. 19.30 OG AFTUR KL. 21.30 10 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.