Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 48
Fólk er fljótt að ná undir- stöðuatriðunum því þú plokkar bara eða strýkur strengina og ert þar með orðinn gjaldgengur í langspilssveitina. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . MERKISATBURÐIR | Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hákon H. Pálsson Tindaflöt 8, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, þriðjudaginn 14. febrúar. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 28. febrúar klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju: www.akraneskirkja.is Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki lyflækningadeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi, fyrir hlýja og góða umönnun. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Ingibjörg Hafsteinsdóttir Elísabet Harles Hákon Guðvarðarson Anna Soffía Hákonardóttir Árni Þ. Árnason Drífa Sjöfn Hákonardóttir afabörnin og langafabarn Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, María Lovísa Guðbrandsdóttir Laugabraut 8, Akranesi, frá Bassastöðum í Steingrímsfirði, lést á Landspítalanum mánudaginn 20. febrúar eftir stutt veikindi. Útför hennar verður auglýst síðar. Lilja Þóra Jóhannsdóttir Guðbrandur Sverrisson Sverrir Guðbrandsson Salbjörg Engilbertsdóttir Guðbjörg Ágústa Guðbrandsdóttir Sigmar Reynisson Ragnheiður Sigurey Guðbrandsdóttir Björn Hjálmarsson Jóhanna Kristveig Guðbrandsdóttir Brynjar Kristinsson Aðalbjörg Guðbrandsdóttir Ragnar Jónsson og fjölskyldur Eyjólfur kláraði meistararannsókn sína um langspilið 2020. MYND/AÐSEND Þýska orðið hummel (ísl. humla) merkir hunangsfluga en hljómur hljóðfærisins þykir svipa til suðsins í flugunum. Langspilið er fallegur þjóðararfur en mönnum kemur ekki saman um hvenær hljóðfærið kom hingað til landsins. arnartomas@frettabladid.is Tónarnir verða ómandi í Listasafni Árnesinga í dag þar sem tónlistarmað- urinn og þjóðfræðingurinn Eyjólfur Eyj- ólfsson stýrir langspilssmiðju. Eyjólfur mætir þar með ein tíu langspil, spjallar um hljóðfærið í sögulegu samhengi og fer yfir spilunarmátann og kennir svo nokkur þjóðlög sem falla vel að hljóð- færinu. „Þetta er bara langspilsdjamm,“ segir Eyjólfur sem spinnur smiðjuna út frá því hverjir mæta hverju sinni. „Þegar ég var með þetta á óperudögum í Norræna hús- inu mættu til að mynda nokkrir söngv- arar með börnin sín og þá rigguðum við bara upp langspilshljómsveit þar sem krakkarnir spiluðu undir söng foreldr- anna og svo sungu allir saman. Fólk er fljótt að ná undirstöðuatriðunum því þú plokkar bara eða strýkur strengina og ert þar með orðinn gjaldgengur í langspils- sveitina.“ Smiðjur Eyjólfs segir hann vera fram- hald af meistararannsókn sinni í þjóð- fræði um langspilið sem hann kláraði 2020. Hann hefur einnig verið að sinna verkefni í Flóaskóla þar sem hann smíðar langspil með nemendunum í 5. bekk í samstarfi við FabLab á Selfossi. „Mig langar að finna þessu farveg í skólakerfinu og hef verið að nýta þessar langspilssmiðjur til að þróa verkefnið – finna betri f löt og útfærslur á því,“ segir hann. Langeleik eða hummel Það eru ekki til margar heimildir um langspilsleik fyrr á öldum svo það eru skiptar skoðanir á því hvenær hljóðfærið hafi komið til landsins. „Elstu heimildir um langspilsleik eru ekki nema frá átjándu öld,“ segir Eyjólf- ur. „Það má þó geta sér til um að langspil- ið hafi komið hingað mun fyrr, ef til vill með Hansa- kaupmönnum, því þessi tegund hljóð- færa sem langspilið tilheyrir, bordún-sít- arar, hefur lengi verið hluti af evrópskri alþýðu- menningu og víðar.“ Langspilið er yfirleitt talið skildast norska hljóðfærinu langeleik en í Norð- ur-Þýskalandi og Hollandi segir Eyjólfur að sítarafbrigðið hummel sé í raun líkara langspilinu. „Þessi tegund af hljóðfærum hefur að minnsta kosti verið hér mjög lengi.“ Eyjólfur kynntist hljóðfærinu fyrst í gegnum fjölskylduhljómasveitina Spil- menn Ríkínís, Örn Magnússon, Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur og börnum þeirra, og heillaðist af hljóðheiminum út frá nálgun þeirra á langspilið. Langspilsdjamm eftir þörfum „Þarna komu saman svo mörg áhuga- mál mín í einu fyrirbæri því ég hef lengi haft áhuga á þjóðlegum fróðleik sem tengdist inn í tónlistina,“ segir hann. „Mér finnst hvað mest heillandi við menningararf hvernig hann ferðast þvert á landamæri og langspilið er þar engin undantekning, því það er í beinni fagurfræðilegri tengingu við evrópska upprunastefnu fyrri tíðar tónlistar og þjóðlagahefðir í Asíulöndum.“ n 1672 Þórður Þorláksson vígður biskup á Skálholti. 1920 Annað ráðuneyti Jóns Magnússonar tekur við völdum. 1928 Fyrsta útvarpsleyfið gefið út í Bandaríkjunum til Charles Jenkins Laboratories í Washington D.C. 1932 Adolf Hitler öðlast þýskan ríkisborgararétt. 1933 Fyrsta sérhannaða flugmóðurskipið, USS Ranger, er sjósett í Bandaríkjunum. 1944 Alþingi samþykkti einróma að sambandslögin um konungssamband Íslands og Danmerkur væru fallin úr gildi. 1945 Tyrkir lýsa yfir stríði gegn Þjóðverjum. 1947 Hertoga- og konungsríkið Prússland er formlega lagt niður samkvæmt ákvörðun stjórnarráðs Bandamanna. 1949 Bandaríski fjölbragðaglímukappinn Ric Flair fæddur. 1975 Ragnhildur Helgadóttir kosin forseti Norðurlanda- ráðs, fyrst kvenna, á þingi þess sem haldið var í Reykjavík. 28 TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.