Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 18
Morguninn eftir bað Ásta, Jóhönnu að koma, sem hún gerði. „Ég sá að þetta var að klárast. Hann var kominn niður í 80 pró- senta mettun með fullt súrefni. Þetta var þriðjudagurinn 8. sept- ember og það var fallegt veður úti. Barnsfaðir minn bað foreldra sína að koma og foreldrar mínir voru heima. Við fengum prest sem sat hjá okkur í smástund og Jóhanna var dugleg að taka myndir. Þetta var ótrúlega notaleg stund.“ Ásta fylgdist með mettun Stef- áns lækka á meðan hann lá í fangi fólksins síns, umvafinn ást. „Hann datt út og vaknaði, opnaði augun og kíkti eins og til að kanna hvort mamma og pabbi væru þarna og lokaði þeim aftur,“ rifjar hún upp. Ásta lýsir því hvernig hún hafi sett Stefán í fang ömmu sinnar og mettunin hafi dottið niður. „Hún hafði verið í svona 40 en datt niður í 18. Ég hugsaði: „Guð minn góður, þetta er að gerast – láttu mig fá hann,“ lýsir Ásta, sem tók son sinn þá í fangið og mett- unin hækkaði snarlega. „Hún fór upp í 60 þegar ég fékk hann í fangið. Hann vissi alveg hver væri mamma sín.“ Síðasti andardrátturinn Ásta lýsir síðustu stundunum með frumburðinn í fanginu: „Ég slökkti á matardælunni fyrr um morguninn svo hún væri ekki að truf la og gaf honum smá para- setamol í sonduna þegar hann varð órólegur. Hann dró andann í síðasta skiptið í fangi mínu í horn- inu á sófanum okkar þar sem við sátum alltaf, á meðan þakkaði ég honum fyrir allt sem hann gaf mér og kenndi mér. Og sagði honum að ég elskaði hann. Ég þakkaði honum fyrir að hafa kennt mér að elska og sagðist hlakka til að hitta hann aftur á nýjum stað þegar minn tími kæmi. Þetta var eins fallegt og gat orðið. Ég klæddi hann svo í fínustu fötin sín og við fengum kælivöggu heim svo hann gæti verið hjá okkur í sólarhring,“ lýsir hún. „Svo var hann í líkhúsinu á Skag- anum við kapelluna og Jóhanna bauð mér að koma þegar ég vildi og ég heimsótti hann nokkrum sinnum. Hún sat þá bara með mér, kveikti kerti og rúllaði honum fram í kapelluna, en hann var í vöggu með teppið sitt og bangsa.“ Verður að hætta að grenja Ásta lýsir Stefáni sem eftirtektar- sömum litlum dreng með stór og falleg augu. „Hann var alltaf svo mikið að spá,“ lýsir Ásta og flettir upp fallegri mynd í símanum sínum. „Hann var með sama háralit og ég.“ „Hann fylgdist með hjúkkunum sitt hvoru megin við vögguna, fylgdi eftir þeirri sem var að tala í það skiptið. Tveimur til þremur dögum áður en hann deyr er hann að leika sér á leikteppi og sló í dót með hönd- unum – barnið sem átti ekki einu sinni að komast út af spítalanum.“ „Þó þetta hafi ekki verið lengri tími þá var hann dásamlegur. Ég lærði svo mikið. Ég man eftir mér sitjandi með hann uppi í rúmi, grenjandi á erfiðum morgni og hafa hugsað: „Það er enginn að fara að halda lífi í þessu barni nema þú, Ásta. Nú verður þú bara að herða þig og hætta að grenja.“ Aðspurð hvort þessi sára reynsla hafi breytt henni sem manneskju segir Ásta svo vera. „Fyrir þetta sýndi ég varla tilfinn- ingar. Ég hef líka valið mér þannig leiðir í lífinu, ég lærði vélvirkjun og starfaði lengi bara með körlum, þar var ekki mikið verið að væla,“ segir hún. „Ein vinkona mín sagði að það væri orðið styttra inn að hjarta mínu og ég held að það sé rétt. Það er þetta æðruleysi, maður veit ekki hvaða hugrekki maður býr yfir nema maður þurfi á því að halda.“ Vildi fá að vera mamma Jóhanna Ólafsdóttir ljósmóðir varð áhrifavaldur í lífi Ástu en eftir að hafa heimsótt þau mæðgin dag- lega bauð hún henni að heimsækja Stefán Svan í kapelluna hvenær sem var fram að jarðarför. Þegar þær svo sátu þar saman daginn fyrir jarðar- förina, sagði hún við Ástu: „Þú veist að þú þarft ekki að eiga mann til að eignast barn.“ Ásta segist þá hafa tekið ákvörðun. „Ég fann að mig langaði í annað barn, ég vildi fá að vera mamma.“ Stefán lést í september 2020 og pantaði Ásta fljótlega tíma hjá Livio, sem býður upp á glasafrjóvgunar- meðferðir. „Ég fer í fyrsta viðtal þar í des- ember,“ segir Ásta, en ári síðar fékk hún þær gleðifréttir að hún væri með barni. „Sama dag fékk ég að vita að ég hefði komist í gegnum clausus í hjúkrunarfræðinni og fékk jákvætt þungunarpróf eftir fyrstu tækni- sæðingu. Þetta voru bestu jóla- gjafirnar.“ Ásta hafði lengi haft áhuga á hjúkrunarfræði og reynsla hennar jók á hann, en eftir missinn tók hún eina önn í guðfræði og segir það hafa hjálpað sér mikið í sorginni. „Ég hafði gott af því að velta fyrir mér allri þessari siðfræði og af hverju hlutirnir gerast, eða ekki. Um haustið fór ég svo beint í hjúkrunar- fræðina og er nú á öðru ári,“ segir Ásta, sem er ákveðin í að ljúka jafn- framt djáknanámi og geta þannig aðstoðað fólk í svipuðum sporum og hún var. „Mig langar að gefa til baka það sem ég hef fengið.“ Valdi rauðhærðan gjafa Seinni meðgangan gekk vel og var allt öðruvísi en sú fyrri. „Ef ég hefði gengið með hann fyrst og svo Stefán, hefði ég kveikt á því að eitthvað væri að, að hreyfingar væru óeðlilega litlar,“ segir Ásta og horfir á sex mánaða soninn, Jón Ármann Svan, í fangi sér. Hún viðurkennir að hún hafi verið hrædd á meðgöngunni, en erfðalæknir hafi sannfært hana um að engar líkur væru á að það sama gerðist aftur. Ásta notaði Evrópska sæðisgjafa- bankann og valdi opinn gjafa, sem er rauðhærður og brúneygður. „Því mig langaði í sömu uppskrift og Stefán,“ segir hún einlæg. Ásta valdi nöfnin Jón og Ármann eftir öfum sínum og eins fékk sonurinn nafnið Svan eins og stóri bróðir, en það er eftir systur Ástu og ömmu sem báðar heita Svandís. „Svo er hann Stefánsson eins og ég, en ófeðruð börn mega vera kennd við afa sinn. Ég hef aldrei hugsað eins mikið til Stefáns og eftir að Jón Ármann fæddist, um allt það sem hann náði að gera og náði ekki að gera. Hann gaf mér eiginleika sem ég vissi ekki að ég byggi yfir. Jón Ármann er svo dásamleg minning um stóra bróður sinn, Stefán Svan.“ Á meðan Stefán Svan var veikur fékk Ásta meðal annars fjárhagslega styrki úr nærsamfélaginu, sem hún er ótrúlega þakklát fyrir. „Það er ekkert ódýrt að eignast barn með gjafasæði en peningarnir sem ég fékk fyrir hann Stefán minn, hafa svolítið farið í þetta, og fyrir- hugaða húsbyggingu“ segir hún, en næst á dagskrá er að byggja hús fyrir litlu fjölskylduna í sveitinni. Öðruvísi áskoranir Stefán Svan gat aldrei grátið með hljóðum og Ásta segir grát Jóns Ármanns, í hennar huga, guðs gjöf. „Ég stóð mig jafnvel að því að leyfa honum bara að gráta,“ segir hún og hlær. „Nú eru áskoranirnar allt öðru- vísi en mér finnst þetta ekkert mál, helst að ég þurfi að passa mig á því að hann verði ekki of frekur,“ segir hún og hlær. „Ég var alltaf með Stefán í fanginu enda vissi ég ekkert hversu lengi ég hefði hann. Ég ákvað líka að láta ekkert hamla mér. Ég fór til dæmis með hann í ræktina tvisvar, og fór meira segja ein með hann í sveit- ina til ömmu hans og afa í Hruna- mannahreppi. Hann fékk að fara á hestbak og ég gisti með honum í hjólhýsi í þrjár nætur um verslunar- mannahelgi. Mér fannst skipta máli að hann fengi að vera barn.“ Þótt undanfarin ár hafi sannar- lega tekið á er Ásta hamingjusöm nýbökuð móðir í dag. „Það er magnað að þó að maður myndi aldrei vilja missa barnið sitt hefði ég ekki viljað sleppa þess- ari reynslu. Ég tók næstum á móti Stefáni Svan þegar hann fæddist og fylgdi honum líka síðasta spölinn. Að þessi litla manneskja treysti mér til að styðja sig alla leið gerir mig montna og þakkláta. Hann hafði mikil áhrif á fólkið í kringum sig og ég er ákveðin í að segja söguna okkar sem oftast.“ n Glitraðu með okkur Ásta segir aðkomu Einstakra barna, stuðnings- félags fyrir börn og ungmenni með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni, hafa verið henni mikilvæga. „Engin önnur samtök hefðu tekið við okkur því greiningin er það sjaldgæf. Stuðningur þeirra skipti miklu,“ segir hún. Þann 28. febrúar næstkomandi er Alþjóðlegur dagur sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna og hvetja samtökin landsmenn til að hjálpa til við að vekja samfélagslega vitund á málefninu. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldr- um barna sem eiga ekki heima í öðrum styrktar- og stuðningsfélögum og eru með afar sjaldgæfa sjúkdóma eða afar sjaldgæf heilkenni. Slagorðið í ár er „Glitraðu með okkur“ og eru landsmenn hvattir til að taka þátt næstkomandi þriðjudag með því að klæða sig í glitrandi föt eða mála sig með glimmeri og deila mynd á sam- félagsmiðlum með myllumerkinu #einstökbörn eða merkja @einstok.born á Instagram. Eins má styrkja félagið með kaupum á vörum á vefslóðinni einstokborn.is og um helgina verður félagið með bás í Kringlunni. Ásta Marý eignaðist son- inn Jón Ármann með gjafa- sæði og valdi rauðhærðan og brúneygðan gjafa, því hana langaði í sömu uppskrift og af Stefáni Svan. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Ég fann að mig langaði í annað barn. Ég vildi fá að vera mamma.  18 HELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.