Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 22
Vinir og vandamenn Ástráðs Haraldssonar eru sammála um að hann sé stórskemmtilegur og fyndinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ástráður ásamt nýjasta barnabarninu sínu, Huga. Snorri og Egill Ástráðssynir ásamt pabba sínum. MYNDIR/AÐSENDAR
Ástráður Haraldsson hefur
verið áberandi í umræðunni
undanfarið og er af mörgum
álitinn alvarlegur og fámáll.
Vinir hans og vandamenn
bera honum ólíka söguna.
Ást ráðu r Haraldsson
var nýlega settur ríkis-
sáttasemjari í deilu
Ef lingar og Samtaka
atvinnulífsins. Hann
stendur í ströngu þessa dagana við
að leysa deiluna og eru miklar vonir
bundnar við að honum takist ætl-
unarverkið.
Ástráður er fæddur þann 27. ágúst
árið 1961, hann lauk embættisprófi í
lögfræði árið 1990. Ástráður var þá
gjarnan kallaður Stráði af vinum
sínum. Hann starfaði sem lög-
maður í Reykjavík frá árinu 1992
og öðlaðist málf lutningsréttindi
fyrir Hæstarétti árið 1995. Ástráður
starfar nú sem héraðsdómari og
telja margir hann mann fárra orða.
Ástráður lét meðal annars þau
fleygu orða falla nýverið að tal væri
silfur en þögnin gull.
Vinir og vandamenn Ástráðs
eru sammála um að hann sé stór-
skemmtilegur og fyndinn. Hann
þurfi alltaf að hafa eitthvað fyrir
stafni og sé söngmaður mikill og
partípinni, fáir kunni annan eins
hafsjó af textum.
Ástráður er giftur Eyrúnu Finn-
bogadóttur tónmenntakennara
og saman eiga þau tvo syni, Egil og
Snorra. Eyrún segir Ástráð umfram
allt einstaklega fallega, góða og
hjartahlýja manneskju.
„Ástráður er eðaleintak sem hefur
verið mikil gæfa að hafa sér við hlið
í lífinu. Skemmtilegur og drífandi,
með mikla réttlætiskennd og afar
lítinn verkkvíða,“ segir Eyrún.
Egill sonur þeirra segir margt
hægt að segja um pabba sinn. Hann
sé fyrst og fremst stórskemmtilegur,
fyndinn og það sé gaman að vera í
kringum hann. Hann láti sér sjaldan
leiðast, sé afar músíkalskur og gefi
aldrei neinn afslátt á skoðunum
sínum.
„Að vakna við háan hljóm af Ste-
vie Wonder eða David Bowie á laug-
ardagsmorgni er til dæmis eitthvað
sem ég var löngu hættur að kippa
mér upp við á meðan ég bjó enn hjá
foreldrum mínum,“ segir Egill.
Þá segir hann mjög skemmtilegt
að ferðast með pabba sínum út á
land, hann sé kunnugur staðar-
háttum víða og skemmtilegur sögu-
maður. „Ég stóð mig til dæmis að því
um daginn á ferð um norðurlandið
með félögum mínum að tilkynna
þeim að í Akrahreppi í Skagafirði
byggi ómerkilegasta fólk landsins.
Þeir kannski réttilega furðuðu sig á
þessari ályktun minni en ég greindi
þeim einfaldlega frá því að það væri
vegna þess að þau hefðu verið vond
við Bólu-Hjálmar. Þessi samfélags-
greinandi landafræði og óafsakandi
frásagnarstíll kemur þráðbeint frá
pabba.“
Snjall og lausnarmiðaður
Ástráður var giftur Svandísi Svav-
arsdóttur matvælaráðherra og
saman eiga þau tvö börn, Auði
og Odd. Auður segir pabba sinn
snjallan og lausnamiðaðan karakt-
er. Hann sé gríðarlega bóngóður og
að uppáhaldið hans sé sennilega að
hafa eitthvað fyrir stafni.
„Hann gengur raunar eiginlega
í allt, góður í ótrúlega mörgu. Til
dæmis að smíða, brasa og hanna og
búa til falleg heimili, elda frábæran
mat og bjóða í rausnarleg og f lott
boð,“ segir Auður.
„Hann er mjög ákveðinn og viss
þegar hann hefur tekið ákvörðun.
Hann er alltaf stundvís og nákvæm-
ur með tíma og klæðaburð og
Söngelskur og skemmtilegur gleðipinni
NÆRMYND |
Birna Dröfn
Jónasdóttir
birnadrofn
@frettabladid.is
Kannski er hans helsti
galli hversu lélegur
hann er að tjilla og
staldra við.
Auður Ástráðsdóttir
Hjónin Ástráður
og Eyrún saman
í skíðaferð.
snyrtimennsku. Svo er
hann líka öf lugur í
kórastarfi, útivist
og hreyfingu og
hefur hlaupið
mikið í gegn-
um tíðina.
Kannski er
hans helsti
galli hversu
lélegur hann
er að tjilla og
staldra við,
en það verður
verkef ni sem
hann mun taka
alvarlega að tileinka
sér líka, það er alveg
öruggt.“
Þá segir Auður pabba
sinn frægan fyrir að fara
fyrstur úr öllum boðum,
hann hafi til að mynda gert sér það
að leik á aðfangadag að vera kominn
heim úr messusöngnum áður en
eftirspili ljúki til þess að
hræra í sósunni.
„Það er dýrmætt
og mikil lukka
að eiga slíkan
hauk í horni
þegar taka
skal stórar
ák varðanir
eða f r a m-
kvæma eitt-
hvað, þá er
hann „mætt-
astur“ og alveg
á h rei nu að
hann er í viðeig-
andi klæðnaði.“
Eftirlæti allra kórstjóra
Á st ráðu r hef u r leng i
sungið í Dómkórnum í
Reykjavík ásamt Eyrúnu
og fleiri vinum og vandamönnum.
Ein þeirra er Þórunn Björnsdóttir,
oftast kölluð Tóta, en hún segir Ást-
ráð eftirlæti allra kórstjóra. Hann
mæti á nánast allar kóræfingar og
sé meira og minna ofvirkur þátt-
takandi meðan á þeim stendur.
„Hann er ferlega skemmtilegur
félagi, alltaf tilbúinn með smáskít-
legar athugasemdir um lagaval og
efnistök, aldrei meiðandi en oftast
reglulega sjarmerandi,“ segir Tóta.
„Hann er gleðipinni í öllum partí-
um og þegar byrjað er að glamra á
gítarinn, svona upp úr miðnætti,
þá halda honum engin bönd. Fáir
kunna annan eins hafsjó af textum
og nauðsynlegt er að mæta vel upp-
lagður og taka hressilega undir í við-
lögunum,“ segir hún. „Fyrir honum
er messusöngur ekkert vandamál,
ekki einu sinni eldsnemma á nýárs-
dagsmorgni,“ bætir hún við.
Kári Þormar, fyrrum stjórnandi
dómkórsins tekur undir orð Tótu
og segir Ástráð frábæran meðlim í
kórnum.
„Þegar ég tók við kórnum 2010,
hafði Ástráður verið í smá pásu
í kórnum. Mér leist nú þá síður
á manninn, enda hafði ég frekar
myndir af honum í huganum úr
viðtölum í sjónvarpi og útvarpi,
sem mjög formlegum manni sem
virkaði frekar húmorslaus og alvar-
legur. Dómkórinn hefur ávallt
skartað skemmtilegu fólki og ég sá
strax er hann kom til baka að vísi-
tala gleðinnar í kórnum hækkaði
ansi mikið. Þarna var nú kominn
allt annar maður en sá sem ég hafði
kynni af á opinberum vettvangi,“
segir Kári.
„Eins og er í kórum þá eru oft
aukaæfingar eða raddæfingar og þar
sem ég er nú ekki alltaf með puttann
á púlsinum hvað varðar fótboltann
þá boðaði ég aukaæfingar á tíma
þegar landsleikur var. Ástráður var
nú f ljótur að hringja í mig og gera
mér grein fyrir að það stæðist nú
ekki landslög að hafa kóræfingar á
sama tíma.“ n
22 HELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2023
LAUGARDAGUR