Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 25
NEU er glæný vörulína frá fyrirtækinu Neubria, sem hefur það að markmiði að mæta þörfum okkar dag hvern með einstökum vörum fyrir hann, hana og breytingaskeið kvenna. Hjá Neubria starfar úrvalslið sér- fræðinga sem hafa það að mark- miði að skapa fæðubótarefni sem mæta þörfum nútímans. Neubria hefur nú þróað nýja einstaka vörulínu sem tileinkuð er karl- mönnum, konum og breytinga- skeiði kvenna. Blöndurnar eru sérstaklega hannaðar af sérfræð- ingum í bætiefnum og jurtum og mikill metnaður er lagður í að setja saman öflugar blöndur af vítamín- um, steinefnum og jurtum, sem hafa það að markmiði að stuðla að eðlilegri líkamsstarfsemi. Allar þrjár vörurnar í NEU línunni eiga það sameiginlegt að vera glúten-, laktósa- og gerlausar. Sérhönnuð blanda sem styður við þarfir karlmanna Heilbrigði og lífskraftur er það sem karlmenn vilja eflaust upplifa dag hvern, en NEU Him formúlan inniheldur 42 tegundir mikilvægra vítamína og steinefna, ásamt mikilvægum jurtum sem henta afar vel fyrir karlmenn dags dag- lega. Blandan inniheldur til dæmis E-, B1-, B2-, B3-, B6-, B9- og B12- vítamín sem stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins. NEU Him formúlan inniheldur jafnframt frábært úrval plöntuefna, meðal annars jurtina grikkjasmára (e. fenugreek) sem talin er auka testósterónmagn hjá karlmönnum, ásamt L-arginine sem sýnt hefur verið fram á að geti verið gagnlegt fyrir þá sem glíma við hvers konar stinningarvandamál. Formúlan hefur það að markmiði að auka við- nám líkamans gegn streitu sem og auka orkuframleiðslu karlmanna. Auk þess er blandan hönnuð til að auka vitræna virkni svo þú haldir einbeitingu allan daginn. Öflug formúla fyrir konur styður við huga og líkama NEU Her formúlan frá Neubria inniheldur 36 tegundir nauðsyn- legra vítamína og steinefna sem öll gegna mikilvægum hlutverkum í líkama okkar. Formúlan inniheldur til dæmis D-, B1-, B2-, B3-, B6-, B9- og B12-vítamín ásamt fólínsýru, sem öllum konum á barneignar- aldri er ráðlagt að taka inn, sem og steinefnin kalk, magnesíum, sink og járn, sem stuðlar að eðlilegri myndun rauðra blóðkorna. Að auki inniheldur NEU Her formúlan náttúruleg plöntuefni sem hafa það að markmiði að styðja við huga og líkama kvenna, svo sem trönuber, sem lengi hafa verið notuð gegn hinum ýmsu kvillum sem tengjast þvagfærum kvenna, ásamt macarót sem er hvað þekktust fyrir að hafa orkugefandi og hormónajafnandi áhrif. Blandan hefur það að markmiði að auka viðnám líkamans gegn streitu, sem gerir okkur kleift að takast á við daglegar áskoranir. Breytingaskeið kvenna er fullkomlega eðlilegur kafli Breytingaskeiðið er eðlilegur hluti af lífsskeiði kvenna og eitthvað sem allar konur ganga í gegnum. Hins vegar er einstaklingsbundið hvernig konur upplifa tiltekið skeið. Flestar konur finna fyrir því þegar hormónabreytingar hefjast þó svo þær geri sér ekki alltaf grein fyrir því að um upphaf breytingaskeiðs- ins sé að ræða. Einkenni geta verið afar mismunandi milli kvenna en helstu einkenni eru svitakóf, nætursviti og óreglulegar eða engar blæðingar. Önnur einkenni geta einnig verið óútskýrð þyngdaraukning, svefnleysi og depurð, en 9 af hverjum 10 konum finna fyrir andlegri vanlíðan. Breytinga- skeiðið er fullkomlega eðlilegur kafli í lífi kvenna, ekki láta það trufla. Einstök blanda fyrir og eftir tíðahvörf kvenna NEU Phase er sérhönnuð blanda fyrir og eftir tíðahvörf kvenna en varan hefur það að markmiði að styðja við almenna vellíðan. Blandan inniheldur 36 tegundir virkra næringarefna, en þar má helst nefna E-, C-, B-, B2-, B3-, B6- og B12-vítamín, fólínsýru og A-vítamín, sem stuðlar að við- haldi eðlilegrar slímhúðar, húðar og sjónar, ásamt B6-vítamíni sem stuðlar að því að halda reglu á hormónastarfsemi. Blandan inniheldur að auki náttúruleg plöntuestrógen sem sýnt hefur verið fram á að hafa jákvæð áhrif á heilsu okkar og geta jafnvel haft fyrirbyggjandi áhrif á hina ýmsu kvilla, svo sem Dong Quai sem lengi hefur verið notuð gegn vandamálum tengdum tíða óreglu og tíða- hvörfum. NEU Phase formúlan hentar konum, sem farnar eru að finna fyrir hormónabreytingum, afar vel. n NEU fæðubótarefnin fást í Nettó, Hagkaupum og Fjarðarkaup. NEU er glæný vörulína fyrir hann, hana og breytingaskeiðið  NEU Him formúlan hefur það að markmiði að auka viðnám líkamans gegn streitu sem og auka orkuframleiðslu karlmanna. NEU Her hefur það að markmiði að auka viðnám líkamans gegn streitu svo við getum tekist á við daglegar áskoranir. NEU Phase er sérhönnuð blanda fyrir og eftir tíðahvörf kvenna en varan hefur það að markmiði að styðja við almenna vellíðan. Blöndurnar eru sérstaklega hann- aðar af sérfræðingum í bætiefnum og jurtum og mikill metnaður er lagður í að setja saman öflugar blöndur af víta- mínum, steinefnum og jurtum, sem hafa það að markmiði að stuðla að eðlilegri líkamsstarf- semi. LIPINORM A-800 Fæst í apótekum og almennum verslunum. Ert þú að glíma við of hátt gildi kólesteróls í blóðinu? Besta ráðið er aukin dagleg hreyfing og breytt matarræði. Lipinorm A-800 er góð viðbót við þá lífsstílesbreytingu. Virk náttúrleg innihaldsefni í Lipinorm stuðla að eðlilegri blóðfitu og hjartastarfssemi. Ekki slá vandamálinu á frest og hugsaðu með hjartanu. ALLT kynningarblað 3LAUGARDAGUR 25. febrúar 2023
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.