Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 23
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
LAUGARDAGUR 25. febrúar 2023
Alla daga
gegn kulda og sól
Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup
www.celsus.is
María Carmela Torrini hefur alltaf haft þörf fyrir að skapa. Hún elskar að láta fólk brosa, hlæja og að sýna því fegurðina í hversdagsleikanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Fær innblástur frá spagettí,
skóreimum og tásveppum
Listakonan María Carmela Torrini elskar pasta og risaeðlur en er hrædd við þvottavélar og
kaffikönnur. Hún teiknar mjög litríkar myndir sem gleðja augað. Fyrstu stuttmyndina sína
skrifaði hún tólf ára gömul og fékk kvikmyndaskólanema til að taka hana upp. 2
starri@frettabladid.is
Þýskir kvikmyndadagar hófust
í gær, föstudag, í Bíó Paradís en
þetta er fjórtánda skiptið sem þeir
eru haldnir. „Við bjóðum upp á
þverskurð af því besta sem þýsk
kvikmyndagerð hefur upp á að
bjóða,“ segir Ása Baldursdóttir,
dagskrárstjóri Bíó Paradísar. „Af
nógu er að taka, en við handveljum
myndirnar með fjölbreytni og
ferskleika að leiðarljósi.“
Í gær var hátíðin opnuð með
myndinni Rabiye Kurnaz vs.
George W. Bush og skartar hinni
bráðfyndnu þýsk-tyrknesku
stjörnu Meltem Kaptan.
Á dagskrá er meðal annars
kvikmyndir eins og All Quiet on
the Western Front sem er tilnefnd
til níu Óskarsverðlauna og ein
áhugaverðasta þýska kvikmynd
ársins, The Ordinares, sem vísar í
gullaldartíma Hollywood.
Þýsku kvikmyndadögunum
lýkur 5. mars en þeir eru samstarf
Bíó Paradísar, Goethe-Institut
Dänemark og þýska sendiráðsins
á Íslandi.
Nánari upplýsingar og dagskrá
má finna á bioparadis.is. n
Þýsk bíóveisla í
Bíó Paradís
Opnunarmyndin var Rabiye Kurnaz
vs. George W. Bush.