Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 31
Hlutverk byggingarfulltrúa er að sjá til þess að byggingarmál í sveitarfélaginu séu í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og reglugerð þeim tengdum. Byggingarfulltrúi vinnur í nánu samstarfi við skipulagsfulltrúa og verkefnastjóra umhverfismála. Helstu verkefni eru að yfirfara hönnunargögn og önnur umsóknargögn og tryggja að þau sér í samræmi við kröfur í lögum, reglugerðum og skipulagi. Einnig að gefa út byggingarleyfi skv. 1. og 2. mgr. 9. gr. laga um mannvirki og hafa eftirlit með byggingarleyfisskyldum framkvæmdum á byggingartíma ásamt því að taka framkvæmdir út og skrá byggingarstig mannvirkja. Undir starfið fellur umsjón með fasteignaskráningu, lóðaskrá og gerð lóðaleigusamninga ásamt fleiri verkefnum. Gerð er krafa um háskólamenntun á sviði byggingarmála skv. 8 gr. Mannvirkjalaga nr. 160/2020 og löggildingu sem hönnuður svk. 25. gr. Mannvirkjalaga. Þingeyjarsveit óskar eftir því að ráða til sín einstakling til þess að gegna starfi skrifstofufulltrúa á skrifstofu sveitarfélagsins. Um er að ræða allt að 100% stöðu. Helstu verkefni eru almenn skrifstofu- og bókhaldsstörf ásamt skjalaumsýslu og innheimtu reikninga. Einnig fellur umsjón með heimasíðu sveitarfélagsins undir starfið. Skrifstofufulltrúi Leikskólakennari og leikskólaliði Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra. Samvinna og sameiginleg ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans. Leikskólakennari/leikskólastarfskraftur og leikskólaliði óskast til starfa við leikskólann Yl í Mývatnssveit. Um er að ræða 80-100% störf. Helstu verkefni og ábyrgð Við leitum að starfsfólki sem treystir sér í faglega og metnaðarfulla vinnu og hefur brennandi áhuga á að starfa með börnum. Ylur er einnar deildar leikskóli í Mývatnssveit en grunnskólinn Reykjahlíðarskóli og leikskólinn Ylur eru samreknir. Nemendur í leikskólanum eru 24 á aldrinum 1-6 ára, en börn eru tekin inn í leikskólann frá 10 mánaða aldri. Ylur er grænfána- og heilsueflandi leikskóli sem leggur áherslu á heilsueflingu, vináttu, leik og útikennslu. Mikið og gott samstarf er á milli leik- og grunnskólans og íþróttamiðstöðvarinnar í Mývatnssveit. Frekari upplýsingar gefur skólastjóri, Anna Sigríður Sveinbjörnsdóttir, anna@reykjahlidarskoli.is og í síma 464-4375. Nánari upplýsingar um leikskólann er hægt að finna á https://ylur.leikskolinn.is/ Sjá ítarlegar upplýsingar hér https://www.thingeyjarsveit.is/is/lausstorf Þingeyjarsveit auglýsir starf verkefnastjóra umhverfismála. Um er að ræða nýtt og áhugavert starf í nýsameinuðu sveitarfélagi sem telur mörg friðlýst svæði og merka náttúru. Starfið felur í sér umsjón með umhverfis- og loftslagsverkefnum, ábyrgð á þjónustu vegna úrgangsmála, samskiptum við viðeigandi stofnanir og verktaka ásamt mörgu öðru. Verkefnastjóri sér um upplýsingagjöf, fræðslu, gerðir umsagna og útboð sem falla undir starfssviðið. Einnig fellur undir starfið umsjón með gönguleiðum, verkefni sem tengjast náttúru-, umhverfis- og loftslagsvernd, skógrækt, friðlýsing svæða, náttúruminjar og umhverfisfræðsla í sveitarfélaginu. Verkefnisstjóri umhverfismála Starfskraftur í áhaldahús Áhaldahús Þingeyjarsveitar með starfsstöð í Reykjahlíð óskar eftir að ráða öflugan einstakling í viðhaldsteymi áhaldahúss. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir drifkrafti, samskiptafærni, með gott verkvit og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. Viðkomandi verður hluti af viðhaldsteymi sem sinnir hita-, vatns- og fráveitu ásamt almennri þjónustu í sveitarfélaginu. Ökuréttindi eru skilyrði. Byggingarfulltrúi og verkefnastjóri framkvæmda Frekari upplýsingar um störfin, verkefni, ábyrgð og hæfniskröfur má finna á vef Þingeyjarsveitar, https://www.thingeyjarsveit.is/is/lausstorf. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Þingeyjarsveitar. Nánari upplýsingar veitir Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti Þingeyjarsveitar í síma 892 5211 eða á netfanginu umsoknir@thingeyjarsveit.is. Umsóknarfrestur er til og með 10.3.2023 og umsóknir skulu berast á netfangið umsoknir@thingeyjarsveit.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi. Vilt þú koma og vinna með okkur? Þingeyjarsveit er stærsta sveitarfélag Íslands að flatarmáli og þekur um 12% landsins. Þéttbýliskjarnar eru á Laugum og í Reykjahlíð. Megnið af landi sveitarfélagsins er í óbyggðum og nær það alveg inn að Vatnajökli. Sveitarfélagið er ríkt af matvælaframleiðslu og þjónustu sem tilkomin er vegna umsvifamikillar ferðaþjónustu. Í sveitarfélaginu eru fjórir leikskólar, þrír grunnskólar og einn framhaldsskóli. Í Þingeyjarsveit er auðvelt að njóta náttúrunnar, velja úr huggulegu úrvali veitingastaða og skella sér svo í heita laug eða jarðböð. Þingeyjarsveit auglýsir laus störf til umsóknar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.