Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 40
Ég legg mikið upp úr því að við eigum saman stund yfir kvöld- verðinum og matar- gerðin þarf alls ekki að vera flókin. Elín María Björnsdóttir Elín María Björnsdóttir, alla jafna kölluð Ella, framkvæmdastjóri Mann- auðs- og sjálfbærnisviðs Controlant, á einstaklega fallegt heimili enda er hún annálaður fagurkeri. Ella býr í gömlu húsi ásamt eigin- manni sínum, Claes Nilsson, og þremur dætrum, Siggu Ósk, Tinnu Margréti og Mat- hildu Mariu. sjofn@frettabladid.is Ella og Claes eru nýbúin að taka stóran hluta heimilisins á efri hæðinni í gegn með glæsilegri útkomu. Framkvæmdina sáu þau meira og minna um sjálf með smá aðstoð fagmanna. „Við keyptum þetta gamla hús fyrir rúmlega ári og ákváðum að taka það í gegn. Við höfum mikla unun af því að gera fallegt í kringum okkur. Maðurinn minn er handlaginn svo við höfum gert mjög mikið sjálf,“ segir Ella. Þegar hún er beðin um að lýsa heimilisstílnum segir hún hann vera hlýlegan, einfaldan og klassískan. „Ég elska að blanda saman nýju og gömlu.“ Heimilið griðastaður Ella leggur mikið upp úr því að öllum líði vel á heimilinu. „Heimili er griðastaður fjölskyldunnar, staður þar sem allir koma saman, slappa af, fagna gleðistundum og skapa minningar. Mér finnst hlý- leiki, sál og falleg hönnun skipta máli í umhverfinu.“ Aðspurð segir Ella að hjarta heimilisins slái tvímælalaust í eldhúsinu og við borðstofuborðið. Hvað finnst þér ómissandi að vera með í eldhúsinu? „Kerti, kryddjurtir og hvít- vínsglas.“ Innanhússhönnun er eitt af áhugamálum Ellu. „Ég elska fallega hönnun og skoða slík tímarit og vefsíður mikið og fylgist með innanhússhönn- uðum. Mér finnst líka gaman að finna út hvernig rými geta bæði nýst, verið falleg og gerð á hagkvæman hátt. Ég er mjög hrifin af Tekk-versluninni og heimilið okkar ber þess augljóslega merki. Bæði hvað varðar húsgögn, eldhús- vörur, baðvörur og allt annað. Mér finnst hæfileg blanda af ljós- um og dökkum litum, mynstri og síðan efnisvali skemmtilegust. Til dæmis í eldhúsinu erum við með IKEA-innréttingu en steinborð- plötur frá S. Helgasyni og erum svo með veggfóður sem lífgar upp á frá Sérefni. Ég horfi líka oft á þáttinn Hjarta heimilisins slær í eldhúsinu Ella er annálaður fagurkeri og á einstaklega fallegt heimili sem hún og maðurinn hennar hafa verið að gera upp með glæsilegri útkomu. Hlýleikinn umlykur heimilið og dökkir og ljósir tónar prýða veggina. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Heimilisstíllinn er hlýlegur, einfaldur og klassískur þar sem gömlum og nýjum hlutum er blandað saman. Ofnbök- uðu fylltu kjúklingabringurnar hennar Ellu eru girnilegar og hitta í mark hjá fjölskyldunni. Kúrbíts-lasagna er einfalt og gott meðlæti með kjúklinga- bringunum og kitlar bragð- laukana. Kjúkl- ingaréttur fyrir aftan sem er vinsæll hjá allri fjölskyldunni. Ella hefur gaman af því að leggja fallega á borð. StudioMcGee á Netflix, en það er mjög falleg hönnun í honum,“ segir Ella. Veggfóðrið í eldhúsinu er til að mynda eitt af því sem fangar augað um leið og þangað er komið. Mynstrið og litirnir koma vel út með hvítu innréttingunni og svörtu glerskápunum. Gaman að leggja fallega á borð Það sem fjölskyldan leggur helst áherslu á að safna eru góðar minningar og gleðistundir. „Við elskum auðvitað list og fallega eldhúsmuni. Við eigum talsvert af stellum, glösum og eldhúsdóti sem gaman er að leggja á borð til að bera matinn fallega fram, en ég elska að blanda saman gömlum stellum úr fjölskyldunni við nýtt. Ég er mjög ánægð með eldhús- stellið sem við notum mikið, sem og svarta skápinn, skenkinn og stóru myndina fyrir ofan skenkinn, allt úr Tekk-Habitat. Sófahornið með ljós- græna sófanum, sem er úr Tekk, og borðið sem fylgdi húsinu er líka í miklu uppáhaldi.“ Nokkrir hlutir eru í miklu uppá- haldi sem prýða heimilið og allir hafa þeir tilfinningalegt gildi. „Borðstofuborðið er úr búi ömmu og afa sem bjuggu í Sigvaldahúsi í Brekkugerði, margar sögur hafa verið sagðar við það borð. Okkur þykir líka mjög vænt um myndina af litlu stúlkunni í þjóðbúningnum í eldhúsinu, það er málverk af mömmu Classa. Svo þykir mér mjög vænt um gula málverkið í stofunni en það er eftir ömmu mína og mjög táknrænt fyrir mig.“ Ella segir að draumastað- setningin þeirra sé heimilið og bústaðurinn þeirra. „Við njótum þess að ferðast, fara í sumar- bústaðinn, vera samvistum við fjölskylduna, útivist og að sýsla við heimilið. Ég er til að mynda með lítið Covid- verkefni sem heitir „Heim- ilisró“ á Instagram, sem er bara áhugamál. Nándin er góðar samverustundir og mikill hlátur er eitthvað sem við njótum.“ Fjölskyldan á sínar gæðastundir í eldhúsinu og á kvöldverðartíma, til að mynda, er sunnudags- kvöldverðurinn heilög fjöl- skyldustund. „Ég legg mikið upp úr því að við eigum saman stund yfir kvöldverð- inum og matargerðin þarf alls ekki að vera flókin.“ Í þættinum Mat og heimilum töfraði Ella á dögunum fram þessa dýrindis rétti sem hún bauð fjölskyldunni upp á og deilir hér uppskriftunum með lesendum Fréttablaðsins. n Fylltar kjúklingabringur 2 pk. (8 stk.) kjúklingabringur – skorið oafn í miðjar bringurnar 1 laukur 1 poki spínat 1-2 hvítlauksrif 1 pakki Philadelphia ostur ( Má líka bæta við ansjósum) Byrjið á því að hita bakarofninn í 180°C. Þegar búið er að skera kjúklingabringurnar í miðju er allt það sem á að fara inn í skurðinn, laukurinn, spínatið, hvítlaukurinn og rjómaosturinn saxað og hrært saman og síðan sett inn í bringuna, í skurðinn. Setjið fylltu bringurnar í eldfast mót og inn í ofn í um það bil 50 mínútur. Kúrbíts-lasagna 1 kúrbítur – skerið með ostaskera í lengjur og leggið í eldfast mót/fat Brauðmylsnu eftir smekk stráð yfir 1 pk. hráskinka 1 poki mozzarellaostur – endur- tekið tvisvar Setjið inn í bakarofn í 25 mínútur við 180°C hita. 6 kynningarblað A L LT 25. febrúar 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.