Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 28
www.hveragerdi.is Vilt þú verða hluti af nýju spennandi teymi fræðslu- og velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar? Auglýst er eftir öflugum sérfræðingum til að taka þátt í mótun nýrrar þjónustu Í kjölfar skipulagsbreytinga erum við að leita að jákvæðum og metnaðar- fullum einstaklingum til að vera hluti af öflugu og kraftmiklu teymi í nýju fræðslu- og velferðarsviði Hveragerðis þar sem sterk og öflug liðsheild er lykilatriði. Okkar helsta áhersla eru íbúar Hveragerðis og þeirra þarfir, og viljum við leggja okkur fram við að þjónusta íbúa bæjarins eins vel og mögulegt er. Þetta er frábært tækifæri til að verða mikilvægur hluti af þessu nýja og metnaðarfulla teymi; að taka virkan þátt í að byggja upp og samþætta fræðslu-og velferðarþjónustu í Hveragerði þar sem einstaklingurinn fær að vaxa og nýta færni sína. Öflugur hópur talmeinafræðinga, sálfræðings, hegðunarráðgjafa, félags- ráðgjafa, ráðgjafaþroskaþjálfa, frístundarfulltrúa, ritara, forstöðumanna í félagslegri heimaþjónustu og málefnum aldraðra eru komin í teymið en okkur vantar nokkra öfluga einstaklinga til þess að fullkomna teymið. Deildarstjóri í velferðarþjónustu Helstu verkefni og ábyrgð: Deildarstjóri ber ábyrgð á að innleiða þær breytingar sem unnið er að ásamt stjórnendaábyrgð gagnvart teymi í velferðarþjónustu. Viðkomandi sinnir jafnframt almennri félagsþjónustu. Helstu verkefni auk stjórnunarhlutverks eru að annast meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna á grunni laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga um málefni aldraðra, sinna störfum málstjóra samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og þátttaka í vinnslu mála á grundvelli barnaverndarlaga og vegna stuðningsúrræða í barnverndarmálum. Menntun og hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem félagsráðgjöf, starfsreynsla og þekking á sviði félagsþjónustu og barnaverndar æskileg, frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi. Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki, metnaður í starfi. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Til greina kemur að ráða einstakling með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfinu ef enginn félagsráðgjafi sækir um. Deildarstjóri í skólaþjónustu Helstu verkefni og ábyrgð: Deildarstjóri ber ábyrgð á að innleiða þær breytingar sem unnið er að ásamt stjórnendaábyrgð gagnvart teymi í skólaþjónustu. Viðkomandi sinnir auk þess almennri skólaþjónustu á grunni reglugerðar um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Helstu verkefni eru, auk stjórnunarhlutverks, að styðja á fjölbreyttan hátt við starfsemi og starfshætti leik- og grunnskóla og starfsfólk þeirra, styðja við foreldra með ráðgjöf og fræðslu, sinna forvarnarstarfi til að stuðla markvisst að velferð nemenda og tryggja eins og kostur er að kennslufræðileg, sálfræðileg og þroskafræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi. Menntun og hæfniskröfur: Kennaramenntun og réttindi til að kenna í leikskóla og/eða grunnskóla, önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi, frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi. Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Staða sérfræðings vegna innleiðingar á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna Helstu verkefni og ábyrgð: Sérfræðingur sinnir innleiðingu á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna skv. lögum og áherslum fræðslu- og velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar. Helstu verkefni eru: stofna farsældarteymi í Hveragerði, fræðsla fyrir málstjóra, foreldra og lykilstofnanir, umsjón með vinnslu samþættingar og þátttaka í samstarfshópum/-teymum eftir því sem þörf er á. Menntun og hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi, frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi. Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Félagsráðgjafi í barnavernd Helstu verkefni og ábyrgð: Viðkomandi er hluti af teymi sem sinnir barnaverndarþjónustu en Hveragerðisbær mun veita barnaverndarþjónustu í samvinnu við önnur sveitarfélög. Helstu verkefni eru: móttaka, mat og könnun tilkynninga um misfellur í aðbúnaði barna skv. barnaverndarlögum, vinnsla barnaverndarmála skv. barnaverndarlögum og vegna stuðningsúrræða í barnaverndarmálum. Menntun og hæfniskröfur: Starfsréttindi í félagsráðgjöf, starfsreynsla og þekking á sviði barnaverndar æskileg, frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi. Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Til greina kemur að ráða einstakling með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfinu ef enginn félagsráðgjafi sækir um. Hveragerði er ört vaxandi og fjölskylduvænt sveitarfélag í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, sem vill veita íbúum sínum góða og markvissa þjónustu á öllum sviðum. Meðal áherslna er að flýta uppbyggingu mannvirkja fyrir leik- og grunnskólastarf eins og þörf er á, tryggja fjölbreytt búsetuúrræði í Hveragerði, fjölga virkniúrræðum, tryggja að einstaklingar með fatlanir fái viðunandi stuðning til að starfa á fjölbreyttum vettvangi og koma á fjölmenningarsamstarfi við nágrannasveitarfélög. Í Hveragerði eru meðal annars tveir glæsilegir 6 deilda leikskólar en á seinni hluta þessa árs er áætlað að þriðji leikskólinn verði tekinn í notkun. Grunnskólinn sem er með um 450 nemendur verður stækkaður og hefjast þær framkvæmdir í sumar. Íþrótta- og menningarlíf hefur verið í miklum blóma og umhverfi bæjarins gefur kost á fjölbreyttri útivist í einstöku umhverfi. Umsóknarfrestur er til 12. mars 2023. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri, geir@hveragerdi.is. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu sveitarfélagsins www.hveragerdi.is - laus störf. Prófskírteini og greinagóð ferilskrá skal fylgja umsókn ásamt stuttu kynningarbréfi þar sem fram kemur af hverju sótt er um starfið og hvernig viðkomandi uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til þess. Allir einstaklingar sem ráðnir eru til starfa í skóla- og velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar þurfa að gefa heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá og undirrita trúnaðaryfirlýsingu. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Sérstök nefnd mun vinna úr öllum umsóknum og verður öllum umsóknum svarað að ráðningu lokinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.