Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 58
Ég er alltaf
að sjá
einhver
skordýr
eða dýr
sem ég hef
aldrei heyrt
um eða séð
áður
Ásdís Nína hefur síðustu sjö
mánuði starfað sem sérfræð-
ingur hjá UNDP í Simbabve.
Hún vinnur að loftslagsmál-
um í borginni Harare. Hún
segir nánast allt öðruvísi en á
Íslandi en segir aðlögunina þó
hafa verið furðulega auðvelda.
lovisaa@frettabladid.is
Ásdís Nína Magnúsdóttir hefur frá
því síðasta sumar starfað fyrir Þró-
unaráætlun Sameinuðu Þjóðanna
í Harare í Simbabve. Hún sinnir
þar starfi sérfræðings á sviði lofts-
lagsmála en staðan er svokölluð
ungliðastaða á vegum Sameinuðu
þjóðanna en stöðurnar sem standa
Íslendingum til boða byggja á því
alþjóðlega samstarfi sem íslenska
ríkið á í.
„Ég f lutti út og hef störf í ágúst
og hef verið hér síðan þá. Ég sinni
stöðu sérfræðings og vinn mest að
loftslagsverkefnum sem eru starf-
rækt hér en það verkefni sem ég
vinn mest að og leiði heitir Climate
Promise 2. Verkefnið er rekið af
UNDP og er starfrækt í 120 löndum.
Tilgangur þess er að veita ríkjum
aðstoð við að uppfylla aðgerðir sem
þau hafa sett sér í aðgerðaáætlun
gagnvart Parísarsáttmálanum,“
segir Ásdís Nína og útskýrir að öll
ríki sem hafi skuldbundið sig að
sáttmálanum þurfi að gera slíka
aðgerðaáætlun.
Margir enn ekki með rafmagn
„Það eru mörg lönd sem hafa ekki
tæknilega þekkingu eða fjármagn
til að geta uppfyllt aðgerðirnar
ein síns liðs og þar kemur Climate
Promise inn,“ segir hún og að stofn-
unin vinni náið með stjórnvöldum
að því að innleiða aðgerðirnar.
„Við gerum ekkert án þess að það
sé samstarf og gert í samvinnu við
stjórnvöld,“ segir Ásdís en hún segir
að fyrri reynsla hennar hjá Umhverf-
isstofnun, í stjórnsýslu, nýtist henni
mjög vel í þessu verkefni auk þess
sem hún hafi sinnt svipuðu verkefni
þar og því sé hún að vinna með sömu
hugtök að einhverju leyti.
„En áhrif loftslagsvárinnar eru
mjög ólík hér auk þess sem aðgerð-
irnar sem stjórnvöld hafa valið sér
eru mjög ólíkar. Á Íslandi er áhersla
á orkuskiptin og að klára þau en hér
hefur stór fjöldi ekki aðgengi að raf-
magni,“ segir hún og að um 25 til 50
prósent þjóðarinnar hafi aðgang að
rafmagni.
„Inn í þessum tölum er líka fólk
sem hefur aðeins aðgang að raf-
magni hluta dags, kannski bara
einu sinni í viku eða nokkrar
klukkustundir á dag,“ segir hún og
að fókus þeirra í verkefninu sé að
koma endurnýjanlegri orku til fólks.
„Að þau byrji ekki á jarðefnaelds-
neyti, heldur á sól-, vind- eða vatns-
orku,“ segir hún og að það séu rík
tækifæri til þess í landinu.
Langir dagar en góðir
Vinnudagarnir í Simbabve eru níu
klukkustundir. Ásdís er mætt til
vinnu um átta og búin um fimm.
„Þegar ég kem heim reyni ég að
hreyfa mig og elda kvöldmat en
um helgar reyni ég að gera eitthvað
skemmtilegt. Við höfum vanið
komu okkar á bændamarkað um
helgar. Það eru svo mikil fríðindi að
fá ávexti og grænmeti sem er ræktað
hér. Þetta eru bestu bananar í heimi
og vatnsmelónurnar eru ótrúlegar,“
segir hún en kærastinn hennar kom
með henni út.
Ásdís hefur búið í sex löndum
og segir að aldrei hafi henni gengið
eins vel að eignast vini en stór hluti
þeirra er fólk sem einnig er í landinu
í sama tilgangi, til að vinna og er án
fjölskyldu.
Kemur rafmagni
til fólks í
Í störukeppni við gírafa.
Með nemendum í loftslagsvænum landbúnaði. MYNDIR/AÐSENDAR
Ásdís fer hverja helgi á bændamarkað og nær sér í ferska ávexti og grænmeti.
Ásdís í siglingu á
Zambesi-ánni.
„Við höfum reynt að ferðast og ég
hef fengið að gera það sem hluta af
vinnunni. Það er það langskemmti-
legasta, þegar ég fer í vettvangs-
ferðir að hitta fólkið sem við erum
að vinna verkefnin með. Að hitta
fólkið er skemmtilegasti parturinn
við starfið.“
Hún segir að eitt af því sem hún
hafi haft gaman af að kynnast sé
mikill líffræðilegur fjölbreytileiki.
„Ég er alltaf að sjá einhver skordýr
eða dýr sem ég hef aldrei heyrt um
eða séð áður. Ég stoppa stundum úti
á götu og samstarfsfólk mitt skilur
ekkert hvað ég að gera. Þá er ég bara
að skoða einhverja magnaða bjöllu,“
segir hún og hlær.
Hvetur fólk til að sækja um JPO
Hvað varðar matinn segir hún jarð-
hnetur algengar og einskonar graut
úr maísmjöli sem fólk notar sem
meðlæti með nærri öllum mat.
„Það kallast sadza og þau elska
það. Það er eiginlega meginuppi-
staðan í mataræðinu,“ segir hún en
það er búið til úr maísmjöli og vatni.
„Þetta er svo notað með til að
borða annan mat en pottréttir og
kássur eru algengar.“
Hún segir að það hafi verið
ágætis aðlögun að flytja en að sem
starfsmaður SÞ hafi verið hugsað
vel um hana. Hún hvetur fólk sem
vill vinna innan kerfis Sameinuðu
þjóðanna til að sækja um JPO-stöðu
en um er að ræða góða leið til að
koma sér inn í kerfið. n
Nánar á frettabladid.is
Simbabve
38 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2023
LAUGARDAGUR