Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 56
Ég horfi mikið á hryllings- myndir og les mikið af hryll- ingsbók- um og bara elska það. Café Pysja er gallerí og kaffihús í Grafarvogi. Hildur Knútsdóttir elskar hryllingssögur og sendir frá sér aðra hryllingsnóvelluna í röð. Síðasta bók hennar kemur út á ensku á næsta ári og sjónvarpsþættir eru á leiðinni. Rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir sendi á dögunum frá sér hryll- ingsnóvelluna Urðarhvarf. „Ég kalla þetta nóvellu en mark- aðsdeildin hjá Forlaginu var eitt- hvað pínu stressuð yfir að kalla þetta nóvellu. Málið er að það eru margir að skrifa nóvellur á Íslandi og ég gæti alveg nefnt nokkur dæmi en þær eru alltaf kallaðar skáld- sögur. Skáldsagan er eitthvað svo sterk hjá okkur,“ segir Hildur um hið vanmetna bókmenntaform. Urðarhvarf sver sig í ætt við síðustu bók Hildar, Myrkrið milli stjarnanna, sem kom út 2021 og var einnig stutt hryllingssaga. „Hún var líka nóvella en var gefin út sem skáldsaga. Ég held að kannski hefði verið betra fyrir hana að koma ekki í jólabókaflóðinu og ekki vera innbundin. Þess vegna langaði mig núna að gefa út bók og hafa hana bara eins ódýra og hægt væri, kannski bara bók sem fólk kaupir fyrir sjálft sig en ekki endi- lega sem gjöf. En svo veit ég ekki hvort það gangi út útgáfulega séð, það kemur bara í ljós,“ segir Hildur. Góða systir Myrkursins Urðarhvarf fjallar um unga konu sem heitir Eik og vinnur í sundlaug en stundar það að bjarga flækings- köttum í frístundum sem sjálfboða- liði. Kettir spiluðu einnig stóra rullu í síðustu bók Hildar, Myrkrið milli stjarnanna. „Þessi bók hún talar mjög mikið við Myrkrið á milli stjarnanna. Þetta er eiginlega góða systir Myrk- ursins því þó að þetta sé hryllings- saga líka þá er hún kannski ekki jafn ógeðsleg og brútal og Myrkrið milli stjarnanna. Það eru kettir sem deyja í Myrkrinu en þessi er um konu sem er að reyna að bjarga köttum,“ segir Hildur. Hvaðan kemur þessi áhugi á köttum? „Þeir eru bara svo heillandi og dularfullir. Þeir geta bara mætt eitthvert og ráðið sér sjálfir, þetta er náttúrlega eina gæludýrið sem er ekki búið að temja og sumir segja að kettir hafi tamið okkur en ekki öfugt. Þannig að þeir eru bara svo góð kveikja að sögum. Ég hef átt marga ketti en kötturinn sem ég átti síðast, hann Snabbi, dó fyrir ári síðan. Þannig nú á ég bara hund, sem er mjög erfitt því það er gaman að eiga hund en nú get ég ekki heils- að köttunum í hverfinu lengur.“ Hetjur sem bjarga köttum Hildur kveðst einnig hafa fengið innblástur að sögunni í Urðarhvarfi frá raunverulegu björgunarstarfi dýraverndunarfélagsins Villikatta. „Ég er búin að vera að fylgjast með Villiköttum á samfélagsmiðlum og starfinu þeirra sem mér finnst mjög heillandi. Þær eru ótrúlega duglegar að hjálpa köttum og þetta eru alveg alvöru björgunaraðgerðir. Fólk er alltaf að tala um Björgunarsveitina sem hetjur en þær eru bara úti í öllum veðrum að bjarga köttum. Mér fannst það líka svo áhugaverður kimi,“ segir hún. Eik, söguhetjan í Urðarhvarfi, er ung kona sem á að baki erfið áföll í æsku og er einfari að eðlisfari. Hún sækir sér þó lífsfyllingu með því að taka virkan þátt í starfi samtakanna Flækingskatta. „Hún er að reyna að gera heim- inn að betri stað á sinn hátt. Hún á erfitt með mannleg samskipti en er samt svona að reyna að leggja sitt af mörkum til að bjarga þeim sem eru yfirgefnir, enda hefur hún ástæðu til.“ Brátt taka þó dularfullir hlutir að gerast og Eik þarf að horfast í augu við áfall úr æsku sinni. „Hún í raun- inni hittir skrímsli úr fortíðinni. Bókstaflega,“ segir Hildur. Ertu hrifin af hryllingssagnaform- inu? „Já, f lest sem ég skrifa ein fer út í einhvern svona hrylling. Sögur þróast bara einhvern veginn þann- ig hjá mér, það er bara það sem mér finnst spennandi. Ég horfi mikið á hryllingsmyndir og les mikið af hryllingsbókum og bara elska það,“ segir Hildur og bætir því við að hún hafi skrifað fjórar bækur með Þór- dísi Gísladóttur sem séu ekki hryll- ingssögur. Sjónvarpsþættir á leiðinni Nýlega var tilkynnt að Myrkrið milli stjarnanna muni eiga sér fram- haldslíf í Bandaríkjunum en bókin mun koma út sem The Night Guest í enskri þýðingu Mary Robinette Kowal í janúar 2024 hjá Tor Publis- hing. Þá er einnig búið að selja sjón- varpsréttinn á bókinni til Fabel Ent- ertainment. „Ég var á IceCon sem er bók- menntahátíð hérna og þar var bandarískur höfundur sem heitir Mary Robinette Kowal sem er frekar stór sci-fi höfundur. Hún var að vinna í Latabæ, hún er líka brúðuleikari og bjó hérna á Íslandi í nokkur ár áður en hún varð frægur sci-fi höfundur. Þá var ég að tala um Myrkrið milli stjarnanna og hún bauðst til að kynna mig fyrir umboðsmanninum sínum og spurði hvort hún mætti þýða eitthvað eftir mig og senda honum. Svo bara gerði hún það og hann seldi bókina strax til Tor og svo til framleiðslufyrir- tækis í LA,“ segir Hildur. Hildur segir að það gæti þó orðið einhver bið á því að bókin rati á sjónvarpsskjáinn enda taki allt langan tíma í þeim bransa. Hún slær þó ekki slöku við sjálf og er með mörg járn í eldinum. „Ég kláraði að skrifa mjög langa ungmennabók og sendi hana í yfir- lestur og skrifaði svo Urðarhvarf á meðan ég var að bíða eftir því að hún kæmi til baka. Hún kemur von- andi út fyrir næstu jól en ég þurfti að endurskrifa hana rosa mikið, hún var í svolitlu rugli og ég vona að ég sé búin að laga hana nógu mikið. Þannig ég verð með eina stóra og feita ungmennabók fyrir jólin og svo langar mig að skrifa f leiri nóvellur. Ég er með tvær hugmyndir í viðbót sem fjalla eitthvað um ketti, því miður,“ segir Hildur og hlær. n Flest sem ég skrifa fer út í hrylling Hildur Knúts- dóttir er með mörg járn í eldinum að vanda en von er á stórri ung- mennabók frá henni með haustinu auk þess sem hún ætlar að skrifa fleiri hryllings- sögur. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is tsh@frettabladid.is Listamennirnir Hallsteinn Sigurðs- son og Greta Vazhko sýna verk á Eggið, vængir & kanína, fyrstu sýn- ingu ársins í Café Pysju í Grafarvogi sem opnar í dag, 25. febrúar. Í tilkynningu frá Café Pysju kemur fram að aðdragandi sýning- arinnar hafi verið langur en á henni er Eggið, eitt af lykilverkum Hall- steins Sigurðssonar, sýnt. „Eggið var upphaf lega mótað árið 1968 – er eitt af (h)elstu verkum þessa merka listamanns. Það var og efst á lista yfir þau verk sem listamaðurinn óskaði sér að yrði uppsköluð þegar við hófum okkar samstarf fyrir tæpu ári síðan. Nú hefur það verið gert og er tilbúið til sýningar, en það er okkur í mun að verk Hallsteins séu í samtali við verk yngri listamanna og þess vegna höfum við fengið með okkur litáísku listakonuna Gretu Vazhko til að sýna verk sitt mót egginu. Greta hóf nýjan kafla í sínu lífi við komuna til landsins nýverið og vinnur nú að verkum á vinnustofu sinni í lista- mannakomplexinu Fyrirbæri sem er til húsa niðri í bæ.“ Café Pysja býður öll velkomin á opnun sýningarinnar Eggið, vængir & kanína í dag klukkan 16.00 í salar- kynnum gallerísins að Hverafold 1-3 við Fjallkonuveg í Grafarvogi. Sýningin er opin á venjubundnum opnunartíma; fimmtudag til sunnu- dags á milli klukkan 14 og 16 fram til 19. mars. n Fyrsta sýning ársins í Café Pysju Listamenn- irnir Hallsteinn Sigurðsson og Greta Vazhko sýna í Café Pysju. MYND/AÐSEND 36 MENNING FRÉTTABLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.