Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 20
Ég sæti
ekki hérna
með þér ef
ég efaðist
um að Play
eigi eftir að
festa sig
rækilega í
sessi.
Það er
alveg ljóst
að við
þurfum að
standa
okkur á
þessu ári
og skila
félaginu í
plús. Það
er ekkert
elsku
mamma í
þessum
bransa.
Forstjóri Play segir stundum
erfitt að sitja undir þrálátum
orðrómi um að flugfélagið
rambi á barmi gjaldþrots. Sér
í lagi þegar árangur í rekstri
félagsins dragi upp allt aðra
mynd. Hann segist sannfærð-
ari en nokkru sinni um að tvö
öflug flugfélög geti þrifist á
Íslandi.
Nú þegar rúmt eitt og
hálft ár er liðið frá því
f lugfélagið Play var
stofnað eru margir á
því að runnin sé upp
ákveðin ögurstund í rekstri félags-
ins. Síðar á þessu ári muni koma
í ljós hvort Play takist að yfirstíga
þær hindranir sem hafi fellt þau
flugfélög sem reynt hafa að fóta sig
hér á landi.
Birgir Jónsson, forstjóri Play, seg-
ist vel geta skilið að almenningur
fylgist grannt með félaginu. Sumir
vilji að þeim farnist vel á meðan
aðrir bíði með öndina í hálsinum
eftir að þeim mistakist. Hann segist
orðinn vanur öllu slíku.
„Flugfélag eins og Play verður
alltaf á milli tannanna á fólki. Við
vitum það. Íslendingar eru ekki
bara sérfræðingar í bólusetningum,
þeir eru líka sérfræðingar í f lug-
rekstri, segir Birgir
Það erfiða í því sambandi, að
hans mati, sé samt að sitja undir
flökkusögum sem eigi sér ekki stoð
í raunveruleikanum.
Birgir nefnir í því sambandi
orðróm um himinháar
skuldir, vandræði með f lugvélar,
tóma sjóði og yfirvofandi gjaldþrot.
Það hljómi allt frekar einkennilega í
hans eyrum þegar töluleg gögn sýni
að félagið sé skuldlaust.
„Við erum skráð félag og okkur
ber að opna bókhaldið fjórum sinn-
um á ári. Það er enginn feluleikur í
boði og tölurnar tala sínu máli. Svo
er bara spurning hvort það sé nóg
og hvort fólk vilji frekar trúa dóms-
dagsspám.“
Engin sól og sæla
Birgir segist samt alveg gera sér grein
fyrir fólk muni alltaf hafa efasemdir
um að rekstrargrundvöllur sé til
staðar fyrir tvö flugfélög á Íslandi.
Það sé eðlilegt þar sem sagan dragi
ekki upp fallega mynd.
„Fyrstu ár Play hafa svo sem ekki
einkennst af tómri sól og sælu, við
vitum það alveg. Tap félagsins hljóð-
aði upp á 45 milljónir dollara í fyrra.
Þetta var erfitt ár fyrir öll flugfélög,
sama hvort þau eiga sér langa sögu
eða stutta. Við hófum árið í ferða-
banni en lukum því í olíukrísu.“
Eðlilega hafi því flest áform ársins
farið út af sporinu.
„Svo við skiljum hvað þessar
áskoranir þýða þá fengum við 32,5
milljón dollara aukareikning í fangið
á síðasta ári vegna hækkana á elds-
neyti. Þannig að langstærsti hlutinn
af tapi síðasta árs á rætur í atburðum
og átökum sem enginn sá fyrir. Þetta
var algjörlega galið ár í flugrekstri og
í þessu umhverfi vorum við að stíga
okkar fyrstu skref.“
Missir ekki svefn yfir stöðu Play
Birgir Jónsson,
forstjóri Play,
segist svara
öllum þeim sem
hafi áhyggjur
af stöðu Play
á sama hátt.
Allar tölur bendi
til að slíkar
áhyggjur séu
óþarfar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Guðmundur
Gunnarsson
ggunnars@
frettabladid.is
Þetta skilji hluthafar Play, segir
Birgir, og þess vegna hafi þeir verið
reiðubúnir til að leggja félaginu til
aukið fé fyrr í vetur.
„Hluthafarnir sjá ákveðna þróun
og framfarir í félaginu. Þeir hafa
tröllatrú á okkur og hafa sýnt það,“
segir Birgir.
Vill læra af fyrri mistökum
Birgir er enginn nýgræðingur í flug-
rekstri á Íslandi. Hann var bæði
aðstoðarforstjóri WOW og forstjóri
Iceland Express.
Hringiðan sem fylgir f lugrekstri
á Íslandi er því alls ekki ný fyrir
honum. Hann segist skilja að Play
sé stillt upp sem enn einu flugfélag-
inu sem muni mistakast og hverfa
af sviðinu.
Staðreynd málsins, að hans mati ,
sé hins vegar að Play sé allt öðruvísi
flugfélag en þau sem hann hafi áður
komið nálægt.
„Ég sæti ekki hérna með þér ef
ég efaðist um að Play eigi eftir að
festa sig rækilega í sessi. Við erum
skráð félag á markaði með yfir tvö
þúsund hluthafa á bak við okkur.
Allar okkar ákvarðanir miða að því
að byggja félagið upp í varfærnum
skrefum og læra af mistökum þeirra
sem hafa rutt brautina.“
Birgir segir mikilvægt að muna
að Play sé í raun eins og lítið sprota-
fyrirtæki. Það sé því heldur óraun-
hæft að ætlast til að það standi nær
hundrað ára gömlu f lugfélagi á
sporði strax frá fyrsta degi.
„Ég skil vel að okkur sé stillt upp
m e ð þ e s s u m
hætti en á sama tíma er það kannski
ekkert sérstaklega sanngjarnt, segir
Birgir.
Þrotlaus vinna farin að skila sér
Birgir bendir á að þrátt fyrir allar
hrakspárnar hafi tuttugu og fimm
prósent ferðþyrstra Íslendinga
valið að f ljúga með Play á síðasta
ári.
„Fólk treystir okkur og það
skiptir máli þegar þú ert ungt f lug-
félag í harðri samkeppni. Janúar á
þessu ári var svo algjör metmán-
uður í sölu. Aðallega vegna þess
að erlendir farþegar eru farnir
að treysta okkur í sama mæli og
íslenskir,“ segir Birgir.
Allt þetta segir Birgir að bendi til
þess þrotlaus vinna sé farin að skila
árangri og trúverðugleiki félagsins
sé að aukast. Þess vegna svari hann
öllum þeim sem spyrji um yfirvof-
andi gjaldþrot Play með sama hætti
„Við skuldum ekki neitt, erum
með lausafjárstöðu upp á fimm
milljarða og allar helstu kennitölur
á uppleið. Af hverju ættum við að
vera á leiðinni í þrot?“
Birgir segist þó ekki lifa í neinum
draumaheimi. Að fenginni reynslu
viti hann að veðrabrigðin geti verið
óvægin í rekstri f lugfélaga.
„Það er alveg ljóst að við þurfum
að standa okkur á þessu ári og skila
félaginu í plús. Það er ekkert elsku
mamma í þessum bransa. En við
erum borubrött vegna þess að töl-
urnar benda til þess að það muni
takast. Þetta er ekki bara einhver
óskhyggja.“
Enda segir Birgir mikinn hug í
starfsfólki og hluthöfum Play um
þessar mundir.
„Ég sef alla vega rólegur. Þessar
sögusagnir sem eru á kreiki í
samfélaginu hafa ekki
áhrif á mig.“
Birg ir v iðu r-
kennir þó að
þ a ð a n g r i
sig st u ndu m
hvaða áhrif slík
umræða haf i á
starfsfólkið.
„Það er kannski það
sem er erfiðast í þessu. Fólkið
sem vinnur baki brotnu að því
að byggja upp þetta f lugfélag fær
sömu spurningar og ég. En þá hef ég
brýnt fyrir fólki að leiða sem mest
af þessu hjá sér. Við séum á réttri
leið,“ segir Birgir. n
20 HELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2023
LAUGARDAGUR