Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 49
ÞETTA GERÐIST | | 25. FEBRÚAR 1966 Elskuleg eignkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurlaug Steinþórsdóttir Lauga frá Arnarstöðum, Skagafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki þann 18. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Hofsóskirkju laugardaginn 4. mars klukkan 14.00. Stefán Gestsson Steinþór Viðar Sigurbjörnsson Ásta M. Kristinsdóttir Gestur Stefánsson Jónína Bragadóttir Jóhanna Stefánsdóttir Þorvaldur S. Þorvaldsson Sóley S. Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Einars Ómars Eyjólfssonar hárskera, Neðstaleiti 6, sem lést 26. janúar sl. Útför fór fram í Áskirkju 17. febrúar sl. Hjartanskveðjur, Bergþóra Lövdahl Guðrún Einarsdóttir Strömberg Urban Strömberg Gunnhildur Einarsdóttir Örn Sveinsson Jóhanna Einarsdóttir Reynir Elís Þorvaldsson afa- og langafabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru Rögnu Kristínar Árnadóttur frá Hafnarhólmi, Selströnd. Sérstakar þakkir til heimilisfólks og starfsfólks Seljahlíðar fyrir góða umönnun og góða tíma. Þá fær fólkið í Æsufellinu og Aðalheiður sjúkraþjálfari sérstakar þakkir fyrir vináttu og hlýhug. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Guðjónsson frá Borgarholti í Eyja- og Miklaholtshreppi, Suðurgötu 35, Akranesi, lést á heimili sínu mánudaginn 20. febrúar. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 2. mars klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju: akraneskirkja.is. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki heimahjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi, fyrir hlýja og góða umönnun. Ágúst Guðsteinsson Ingveldur Einarsdóttir Þóra Gunnarsdóttir Guðjón Gunnarsson Þóra Kristrún Guðbjartsdóttir Jón Halldór Gunnarsson Jórunn Svavarsdóttir Albert Ingi Gunnarsson Sigurrós Ingigerðardóttir afabörnin og langafabörnin Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Brands Fróða Einarssonar Stillholti 21, Akranesi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk A-deildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands fyrir kærleiksríka umönnun. Guð blessi ykkur öll. Þuríður Skarphéðinsdóttir Margrét Brandsdóttir Sveinbjörn Brandsson Birna Antonsdóttir Einar Brandsson Ösp Þorvaldsdóttir Magnús Daníel Brandsson Brynhildur Benediktsd. Kristín Sigurlaug Brandsdóttir Eiríkur Tómasson Soffía Guðrún Brandsdóttir Magnús Þór Ásmundsson Kristleifur Skarphéðinn Brandsson Heiðrún Hámundar afabörn og langafabörn Ástkær móðir, amma, langamma og systir, Jóna Sveinsdóttir kennari, Fannborg 8, Kópavogi, sem lést 15. febrúar, verður jarðsungin frá Digraneskirkju þriðjudaginn 28. febrúar klukkan 13.00. Edda Björk Sigurðardóttir Arndís Jóna Vigfúsdóttir Hafþór Már Hjartarson Steina Dögg Vigfúsdóttir Sigurður Jóel Vigfússon Halla Björk Vigfúsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Eyrbekk Sigurðsson rafvirkjameistari, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, sunnudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju, fimmtudaginn 2. mars kl. 13.00. Laufey Bjarnadóttir Sigurður B. Jóhannsson Ólöf J. Eyland Bára Jóhannsdóttir Stefán Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Norska húsið verður rosalega óhuggulegt, svona í svarthvítu. MYND/AÐSEND Eftirspurn Íslendinga eftir alls konar óhugnaði verður svalað í nýrri hátíð í Stykkishólmi um helgina. arnartomas@frettabladid.is Hræðilegir hlutir og voðaverk hafa lengi verið Íslendingum hugleiknir og endur- speglast þessi einkennilegi hvati meðal annars í aldagömlum þjóðsögum og metsölu og hlustun á alls konar krimm- um og hlaðvörpum um morðingja. Félag atvinnulífs í Stykkishólmi hefur ákveðið að verða við þessari myrku eftirspurn landans og stendur nú fyrir hinni svo- kölluðu Hræðilegu helgi í Hólminum. „Okkur langaði svo að hafa einhverja hátíð yfir dimmustu mánuði ársins og þema í stíl við það,“ segir Hjördís Pálsdóttir, safnstjóri, byggðasafnsins í Stykkishólmi, sem tekur undir með að Íslendingar séu sólgnir í myrka hluti. „Þetta er eitthvað í Íslendingum að finn- ast þetta spennandi.“ Dagskrá hátíðarinnar er full af fjöl- breyttum óhugnaði en þar er meðal annars hægt að kíkja í draugahús og kynnast ólíkum gerðum drauga sem finnast á Íslandi, hvort sem um er að ræða uppvakninga, afturgöngur útburði eða fépúka. Þá verður í kvöld efnt til draugagöngu þar sem sagt er frá stöðum þar sem Hólmarar hafa upplifað reim- leika í gegnum tíðina. „Ég myndi segja að það sé frekar reimt hérna. Til að mynda gerði ég sjálf loka- verkefni fyrir tíu árum síðan um drauga- gang í Kerlingaskarð og það hafa margir sögur komið þaðan,“ segir Hjördís. „Hér í Hólminum eru líka sögur úr gamla skólanum, af ýmsum álagablettum og svo mörgum af þeim gömlu húsum sem standa hér.“ Í dag verður opnuð sýning sem ber yfirheitið Skessur sem éta karla og fjallar um mannát í þjóðsögum. Þá verður sagnaskemmtun á Skildi tengd Eyr- byggju auk þess sem hlaðvarpið Myrka Ísland fjallar um íslensk fjöldamorð. Veitingastaðirnir á staðnum verða svo með mat í anda hátíðarinnar. Vonandi ekkert mannakjöt þó? „Nei,nei, ekkert svoleiðis á boðstól- um!“ svarar Hjördís hlæjandi. Einn af stóru dagskrárliðum hátíðar- innar verður morðgáta en slíkir við- burðir hafa náð miklum vinsældum á undanförnum árum. „Það er búið að semja morðgátu sem gestir geta spreytt sig á og það eru vís- bendingar hér á sex stöðum í bænum,“ útskýrir Hjördís. „Tommi trukkur fannst myrtur og það þarf að finna hver á í sök – hver drap Tomma trukk?“ n Hræðileg helgi í Stykkishólmi Hér í Hólminum eru líka sögur úr gamla skólanum, af ýmsum álagablettum og svo mörgum af þeim gömlu húsum sem standa hér. Ella heimsótti Ísland ekki aftur. „Þið blindið mig!“ hrópaði djass- goðsögnin Ella Fitzgerald á íslenska ljósmyndara þegar hún steig út úr flug- vélinni á Reykjavíkurflugvelli þann 25. febrúar 1966. Ella var kappklædd og hafði greinilega búist við vetrar- hörkum á Íslandi en me henni í för voru hljóðfæraleikarar. Hún hafði ekki mikla lyst á að tala við íslenska blaða- menn heldur steig hún fljótt upp í bíl og brunaði burt. Fernir tónleikar voru skipulagðir hjá Ellu en þeir voru heldur misheppnaðir. Miðar voru dýrir og stóri salurinn í Háskólabíói var langt frá því að vera fullur, svo að miðaverð var lækkað og aukatónleikar voru haldnir. Það dugði ekki til og var stórtap á tónleikunum. Þeir sem tryggðu sér miða voru þó að sögn hæstánægðir enda var Ella einn stærsti djasslistamaður heims á þessum tíma. Ella var alls í fimm daga á Íslandi og sagði að ferðalokum að hún myndi aldrei syngja aftur á landinu. Hún stóð við orð sín enda heimsótti hún landið ekki á þeim 30 árum sem hún lifði eftir heimsókn sína til Íslands. n Ella Fitzgerald heimsækir Ísland FRÉTTABLAÐIÐ TÍMAMÓT 2925. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.