Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 8

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 8
6 Breitt var því bilið milli föðurins og yngsta sonarins, en svo liðu mín bernsku- og unglingsár, að það háði mér ekki og var mér ekki umhugsunarefni, að faðir minn var aldraður maður, og bar raunar margt til, en nefni aðeins, að hann var ern vel, oft glaður og hýr, árrisull jafnan, og ekki minnist ég þess, að hann væri ekki kominn upp í skóla á veturna hversu sem viðraði fyrir klukkan átta, til þess að vera viðstaddur morgunbænir, áður en kennsla hæfist — allt til þess, er hann lét af rektorsembættinu nokkrum vikum fyrir andlát sitt. Þeirri venju, að rísa árla úr rekkju, hélt faðir minn sem að lík- um lætur á sumrum, er nokkurra mánaða hlé varð á kennslustörf- unum. Hann var sannast sagna á fótum fyrir allar aldir, eins og stundum er til orða tekið, og margar eru minningarnar frá bernskudögunum frá vappi með honum suður við Skerjafjörð, og gott var að hvílast í skini árdegissólar í Öskjuhlíðinni sunnan- verðri. Þar tíndi faðir minn oft blóðberg, og blóðbergste þótti okkur börnunum gott að fá, og öðru heimafólki. I fjörum fyllti faðir minn jakkavasa sína kúskeljum, hörpudiskiun og skrítnum steinum, en annað skáld þeirra tíma var þó meiri safnari slíks, en það var Benedikt Gröndal, sem gekk um fjörur þeirra erinda, oft hversu sem viðraði, á öllum tímum árs, með grænmáluðu blikk- tírnma sína um öxl. Heimili foreldra minna var í húsi við Austurvöll, milli gamla Reykjavíkur-apóteks og Kvennaskólans, en það hús nefnist nú Sjálfstæðishúsið. 1 húsi foreldra minna bjuggu áður föðurafi minn og amma. Húsið einlyft og upphaflega með risi, byggt í sama stíl og hús Silla og Valda við Aðalstræti, en eftir að faðir minn erfði það, lengdi hann það og hækkaði. Á neðri hæð, er ég fyrst man eftir mér, var borðstofa, svefnherbergi foreldra minna og tvö her- bergi, sem voru svefnherbergi okkar systkinanna, er við fórum að stálpast, en uppi (í suðurenda) tvær stofur, lesstofa föður míns, allt af kölluð ,,kontór“, gegnt Austurvelli, og innangengt úr henni í stássstofuna, svo ég noti annað gamalt orð úr Reykja- víkurmáli þessara tíma, og var hin bezta útsýn úr henni yfir garð- ana, okkar, Apóteksgarðinn, Bæjarfógetagarðinn, og garð Páls Melsteðs sagnfræðings, eiginmanns frú Þóru, forstöðukonu og stofnanda kvennaskólans. Hinn hluti hæðarinnar var leigður*) *) Um nokkurt árabil höfðu foreldrar mínir alla efri hæðina undir, en neðri hæðin var leigð (frú Ástu Hallgrímsson). Fyrir mitt minni leigði Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, hjá föður mínum og bjó þar með fjölskyldu sinni.

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.