Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 12

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 12
10 Nágrannar voru góðir, Björn Jónsson, Páll Melsteð og Kristján Ó. Þorgrímsson, sem var Reykvíkingum það sem Olav Poulsen var Hafnarbúum og öllum Dönum, en hann var komiker svo mik- ill, að hann þurfti ekki nema lyfta litla fingri, eins og um hann var sagt, til þess að koma öllum í sólarskap. Og trúað gæti ég, að faðir minn hafi upplifað eins skemmtileg augnablik í návist Kristjáns, og ef hann hefði horft á Olav Poulsen á sviði þess Konunglega. Góðvinir hans voru margir, — Geir Zoega, síðar rektor, og Pálmi Pálsson síðar yfirkennari, og náin tengsl milli heimila þeirra og foreldra minna, og ekki er síður bjart yfir öll- um minningum frá heimili bróður hans, Árna landfógeta og frú Soffíu, fæddrar Johnsen, en þau voru hálfsystkinabörn og annan veg tengd, frændsemis- og vináttuböndin traust og innileg, — milli þeirra bræðra og alls þeirra fólks. Ég hef ávallt litið á föður minn sem mann, sem bjó yfir mikilli, innri hamingju, og einkum opnuðust augu mín fyrir þessu sein- ustu æviár mín. Þá voru mörg sár löngu gróin. Vafalaust margs að sakna, og er það allra reynsla, en hans reynsla var, að mildar hendur urðu til þess að draga úr mörgum sviða. En skyldi það ekki hafa verið eitt af því, sem honum var kærast á hausti lífsins, að verða þess æ betur var, er felst í því, sem Þorsteinn kvað til hans áttræðs: ,,Þann sigur á skáldið með hörpuna á hné, að hlýtt er við ljóð inni’ í dölum — en vetur er einatt hjá völdum og fé, en vor er hjá syngjandi smölum.“ Faðir minn kenndi aðsvifs á göngu inni við Rauðará síðla dags, 21. ágúst 1913. — „Bar þar að akandi mann,“ segir Haraldur pró- fessor Níelsson í minningargrein um hann. „Hann tók öldunginn upp í vagn sinn. Og ræddi Steingrímur við hann á heimleiðinni og gekk þar næst óstuddur upp í herbergi sitt. Þar tók kona hans á móti honum. Þar fékk hann annað aðsvif og var látinn eftir fáein augnablik." „Fagra haust, þá fold ég kveð, faðmi vef mig þínum, bleikra laufa láttu beð, að legstað verða mínum.“

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.