Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 13
Dr. RICHARD BECK, prófessor:
Aldarártíð ritsnillingsins
Charles Dickens,
í heimi bókmenntanna
sannast það eftirminnilega,
að „margir eru kallaðir,
en fáir útvaldir“. I hópi
hinna síðarnefndu er rit-
snillingurinn Charles Dick-
ens, en aldarártíðar hans
hefur á þessu ári#) verið
minnzt víða um lönd, og
sérstaklega í hinum ensku-
mælandi heimi, með af-
mælisútgáfu af bókum
hans og ritum um hann,
ennfremur með sýningum
á skáldritum hans á bóka-
söfnum, að ógleymdum
frímerkjum, sem gefin
hafa verið út honum til
heiðurs, með myndum
hinna víðkunnustu karla
og kvenna úr fjölskrúðug-
um flokki sögupersóna
hans. Allt ber þetta því
vitni, hve frægð hans
stendur enn traustum fótum víðsvegar, og hve mikilla vinsælda
hann nýtur enn sem fyrri. Rúmsins vegna verður hér aðeins stikl-
að á nokkrum meginatriðum í ævi hans og athygli dregin að helztu
*) Ritgerð þessi átti að birtast í Rökkri síðastliðið ár, en af þvi gat eigi orðið,
Þar sem ekki varð af útgáfu ritsins það ár.
CHARLES DICKENS