Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 20

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 20
Dr. RICHARD BECK: „Þagnarmár SNÆBJARNAR JÓNSSONAR OG ÞÝÐINGAR KANS A SÖGUM HARDÝ'S. Mér var það ánægjuefni, er mér barst nýlega til umsagnar greinasafn Snæbjarnar Jónssonar Þagnarmdl og þýðing hans Heimkoma Heimalningsins á hinni víðfrægu skáldsögu The Re- turn of the Native eftir enska ritsnillinginn Thomas Hardy. Báðar eru bækur þessar gefnar út af Isafoldarprentsmiðju hf. haustið 1968. Báðar fjalla þær einnig um efni, er mér hafa verið sérstak- lega hugstæð um dagana, greinasafnið um íslenzka menningu, fræði vor og bókmenntir vorar, en þýðingin af einu öndvegis- ritum enskra bókmennta, sem ég hef alltaf lagt mikla rækt við, einkum framan af árum, áður en kennslustarf mitt og fræðiiðkan- ir voru aðallega helguð Norðurlandamálum og bókmenntum. I. Þagnarmdl eru f jórða greinasafn Snæbjarnar og kemur hann þar víða við. Bera greinar þessar órækan vott djúpstæðum áhuga höf- undar á íslenzkum menningarmálum og bókmenntum. Þessar grein- ar hans sverja sig einnig, margar hverjar, í ætt við það hispurs- leysi í skoðunum, er svipmerkt hefur fyrri greinar hans bæði um menn og málefni. Meiri hlutinn af greinum þessum hefur áður verið prentaður, flestar í Vísi, Morgunblaöinu og Lesbók þess. En gott er að eiga greiðan aðgang að þessum greinum öllum í bókar- formi. Mikill fengur er sérstaklega að þýðingum Snæbjarnar á fyrir- lestrum Sir William Craigie um „Islenzkar fornsögur“ og „Skáld- skaparíþróttin á íslandi," ritgerð prófessors W. P. Ker, „Sagnritar- inn Sturla Þórðarson,“ og á fyrirlestrum dr. Watson Kirkconell’s „Islenzkt skáld í Kanada“ (um Guttorm J. Guttormsson) og „Önd- vegisskáld Kanada“ (um Stephan G. Stephansson). Allar eru rit- gerðir þessar hinar merkustu, svo sem vænta mátti frá hendi hinna

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.