Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 22

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 22
20 ins, kom út 1968, eins og að ofan getur. Séð hef ég hennar vinsam- lega getið, en mér virðist hún eiga fyllri umsögn skilið, en komið hefur fyrir mínar sjónir; vera má þó, að einhverjir ritdómar um hana hafi farið fram hjá mér hér í fjarlægðinni. Þýðingu sinni af skáldsögunni Tess fylgdi Snæbjörn úr hlaði með forspjalli, þar sem hann rakti næsta ýtarlega æviferil Hardy’s, samhliða skilningsríkri túlkun á helztu verkum hans, og vísa ég lesendum Heimalningsins til þeirrar prýðisgóðu greinargerðar um skáldið. Jafnframt skal þess getið, að séra Benjamín Kristjánsson hefur ritað gagnorðan og ágætan formála að þýðingunni á Heim- álningnum, sem lesendur hennar geta einnig lesið sér til glöggv- unar á umfangsmiklu efni skáldsögunnar. Eins og aðrar hinar helztu skáldsögur Hardys gerist Heimáln- ingurmn í Wessex-héruðunum á Suður-Englandi, þar sem hann var gagnkunnugur frá æskuárum, og er það umhverfi meginþátt- ur í þeim skáldsögum öllum. Um annað fram, er því þannig farið um Egdonheiðina í Heimalningnum, sem er þar hinn mikli áhrifa- og örlagavaldur í lífi sögupersónanna, og má í rauninni skoðast sem mikilvægust þeirra allra. Svipmikil og litrík náttúrulýsingin í byrjun sögunnar er gerð af frábærri snilld, enda margdáð. En það er fleira heldur en heiðin sjálf, í öllu ægivaldi sínu, sem tengir fólkið á þessum slóðum umhverfi sínu órjúfanlegum bönd- um. Fortíðin, aftur í gráa forneskju, hefur svipmerkt þetta fólk og mótað viðhorf þess til lífsins. Og hið sögulega samband fólks- ins við umhverfi sitt túlkar Hardy af sama innsæi og nærfærni og tengsl þess við sjálfa móðurmoldina. Djúpar rætur sveitalífs- ins á þessum slóðum koma fram með eftirminnilegum hætti í frá- bærri lýsingu Hardys á brennunni á Regnhaugi í 3. kapítula sög- unnar. En til þess að njóta þeirrar snilldarlegu lýsingar til fulls, verða menn að lesa hana gaumgæfilega í heild sinni, hins vegar hefur merkur Hardy sérfræðingur kveðið svo sterkt að orði, að skáldið hafi hvergi ritað betri umhverfislýsingu heldur en hér um ræðir. Annars má með sanni segja, að snilld í náttúrulýsingum og mannlýsingum haldist í hendur í Heimalningnum,. Engum lesanda verður Eustacia auðgleymd, enda er hún talin vera meðal fremstu kvenlýsinga í enskum skáldsögum. Um byggingu skáldsögunnar er Heimahiingurinn einnig mikið snilldarverk. Þungstreym frásögnin fellur þar að einum ósi í sögu- lok. Að öllu samanlögðu, á skáldsaga þessi því skilið það hrós, sem

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.