Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 26

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 26
Dr. Richard Beck ■ í;'S'#'í£ Útgefanda Rökkurs finnst fara vel á því, að birta í þessu hefti mynd af dr. Richardi Beck, vegna rit- gerða þeirra, sem hann hefur lagt til í þetta hefti — og jafnframt — og eigi síður — fyrir alla vinsemd hans í garð Rökkurs, alla tíð frá því það fyrst kom út í Winnipeg fyrir hart- nær hálfri öld. Meðal þeirra ritgerða, sem Rökkur flutti fyrrum, er ritgerð um H. C. Ander- sen, en ritgerð hans um þýðingar föður míns, er hann sendi mér til birt- ingar, kom fyrst í Vísi, en ég lét sérprenta hana sem fylgirit Rökkurs. Fleiri ágætar ritgerðir, sendi hann mér til birtingar, samkvæmt beiðni sumar, en aðrar af eigin hvötum, og verður það ekki rakið frekara nú, né heldur verð- ur rakin hin merka starfssaga hans. Rúmið leyfir það ekki, en merk er sú saga og þjóðinni vel kunn, og mætti hún þó gjarnan fá af henni nánari kynni, ekki sízt kennslustarfi hans, framlagi hans í þjóðernisbaráttu íslendinga vestra, og landkynningu hans, en hann er án efa mesti landkynnir íslands fyrr og síðar í Vestur- heimi. Þegar dr. Richard Beck lét af prófessorsstarfi sínu við háskóla Norður-Dakota í Grand Forks, Norður-Dakota, fluttist hann ásamt konu sinni, frú Margréti, til Victoria, í British Columbia, og leyfi ég mér að senda þessum ágætu hjónum hugheilar óskir, ekki að- eins mínar, heldur og lesenda Rökkurs. DR. RICHARD BECK

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.